Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getir þið sagt mér um nykur?

JGÞ

Nykur er þjóðsagnaskepna sem á að líkjast gráum hesti en þekkist á því að hófar hennar snúa aftur. Samkvæmt norrænni þjóðtrú lifur nykurinn í vötnum. Hann gengur á land og reynir að tæla fólk á bak sér og hleypur þá með knapann út í vötn.

Orðið nykrað er notað í bragfræði og vísar til ósamstæðra líkinga líkt og orðið finngálknaður var í fornu máli haft um ósamrýmanlegar eða afskræmdar líkingar í skáldskap. Finngálknaður er eins og nykrað dregið af heiti furðuskepnu en finngálkn var maður að ofan en dýr að neðan.

Til þess að hrekja nykur á flótta átti að vera nóg að nefna nafn hans.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

25.4.2005

Spyrjandi

Bríet Dögg, Eva Laufey Eggertsdóttir

Efnisorð

Tilvísun

JGÞ. „Hvað getir þið sagt mér um nykur?“ Vísindavefurinn, 25. apríl 2005, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4929.

JGÞ. (2005, 25. apríl). Hvað getir þið sagt mér um nykur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4929

JGÞ. „Hvað getir þið sagt mér um nykur?“ Vísindavefurinn. 25. apr. 2005. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4929>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getir þið sagt mér um nykur?
Nykur er þjóðsagnaskepna sem á að líkjast gráum hesti en þekkist á því að hófar hennar snúa aftur. Samkvæmt norrænni þjóðtrú lifur nykurinn í vötnum. Hann gengur á land og reynir að tæla fólk á bak sér og hleypur þá með knapann út í vötn.

Orðið nykrað er notað í bragfræði og vísar til ósamstæðra líkinga líkt og orðið finngálknaður var í fornu máli haft um ósamrýmanlegar eða afskræmdar líkingar í skáldskap. Finngálknaður er eins og nykrað dregið af heiti furðuskepnu en finngálkn var maður að ofan en dýr að neðan.

Til þess að hrekja nykur á flótta átti að vera nóg að nefna nafn hans....