Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað heitir sólkerfið sem er næst okkar sólkerfi og hvað er það stórt? Er það stærra en okkar sólkerfi?

Við eigum svar við þessari spurningu hér. Þar kemur meðal annars fram að við vitum ekki ennþá hvert nálægasta sólkerfið við okkur sé. Menn hafa síðustu tíu ár fundið hátt í tvö hundruð ný sólkerfi en enn sem komið er bólar ekkert á reikistjörnum á stærð við jörðina, hvað þá lífvænlegum hnöttum. Tæknin sem við búum yfir í dag gerir okkur aðeins kleift að finna reikistjörnur á stærð við Júpíter og Satúrnus.

Þannig getum við enn ekki sagt til um það hvort önnur sólkerfi séu stærri eða minni en okkar sólkerfi. Líklega eru fjölmörg sólkerfi af öllum stærðum og gerðum í Vetrarbrautinni okkar.

Á næstu árum og áratugum munum við fá að vita miklu meira um önnur sólkerfi þegar stórir stjörnusjónaukar verða teknir í gagnið, bæði úti í geimnum og niðri á jörðinni.

Við hvetjum lesendur til að lesa eftirfarandi svör:

Útgáfudagur

25.4.2005

Spyrjandi

Alexandra Hafliðadóttir

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

nemi í stjarneðlisfræði

Tilvísun

SHB. „Hvað heitir sólkerfið sem er næst okkar sólkerfi og hvað er það stórt? Er það stærra en okkar sólkerfi?“ Vísindavefurinn, 25. apríl 2005. Sótt 27. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=4931.

SHB. (2005, 25. apríl). Hvað heitir sólkerfið sem er næst okkar sólkerfi og hvað er það stórt? Er það stærra en okkar sólkerfi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4931

SHB. „Hvað heitir sólkerfið sem er næst okkar sólkerfi og hvað er það stórt? Er það stærra en okkar sólkerfi?“ Vísindavefurinn. 25. apr. 2005. Vefsíða. 27. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4931>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Jón Gunnar Bernburg

1973

Jón Gunnar Bernburg er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir Jóns Gunnars spanna fjölmörg svið félagsfræðinnar. Núverandi rannsóknarefni hans eru fjöldamótmæli í samtímanum, en hann hefur einnig fengist við rannsóknir sem tengjast vandamálum ungmenna og afbrotum, svo dæmi séu tekin.