Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Er hægt að búa til norðurljós?

SG

Það er ekki hægt að búa til norðurljós sem hægt er að sjá á himninum. Hins vegar hafa vísindamenn prófað sig áfram á rannsóknarstofum við að mynda eins konar norðurljós á lítilli kúlu. Fræg er tilraun Norðmannsins Kristian Birkelands sem beindi rafeindastraumi að segulmagnaðri kúlu í lofttæmdum klefa. Rafeindirnar streymdu að norður- og suðurskautum kúlunnar og lýstu upp loftið í kring. Þetta er að sumu leyti svipað því þegar rafhlaðnar agnir ferðast í segulsviði jarðar, streyma niður á við í lofthjúpnum nálægt heimskautunum og valda norður- og suðurljósum.


Tilraun Birkelands.

Frekara lesefni:

Mynd:

Vefsíðan Plasma-Universe


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

8.10.2008

Spyrjandi

Gísli Viðar Eggertsson, f. 1993

Tilvísun

SG. „Er hægt að búa til norðurljós?“ Vísindavefurinn, 8. október 2008. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=49321.

SG. (2008, 8. október). Er hægt að búa til norðurljós? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=49321

SG. „Er hægt að búa til norðurljós?“ Vísindavefurinn. 8. okt. 2008. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=49321>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að búa til norðurljós?
Það er ekki hægt að búa til norðurljós sem hægt er að sjá á himninum. Hins vegar hafa vísindamenn prófað sig áfram á rannsóknarstofum við að mynda eins konar norðurljós á lítilli kúlu. Fræg er tilraun Norðmannsins Kristian Birkelands sem beindi rafeindastraumi að segulmagnaðri kúlu í lofttæmdum klefa. Rafeindirnar streymdu að norður- og suðurskautum kúlunnar og lýstu upp loftið í kring. Þetta er að sumu leyti svipað því þegar rafhlaðnar agnir ferðast í segulsviði jarðar, streyma niður á við í lofthjúpnum nálægt heimskautunum og valda norður- og suðurljósum.


Tilraun Birkelands.

Frekara lesefni:

Mynd:

Vefsíðan Plasma-Universe


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....