Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er grjót hart?

Stundum getur verið svolítið erfitt að svara spurningum af þessu tagi af því að svarið felst að nokkru leyti í merkingu orðanna. Þannig gætum við sagt að sumir hlutir séu einfaldlega harðari en aðrir og sumt af því sem harðast er köllum við grjót. En kannski getum við gert aðeins betur en þetta!

Berggrunnur landsins myndast í eldgosum eins og kunnugt er. Hann er gerður úr frekar hörðu efni sem jafnframt er upphaflega að talsverðu leyti heilt og órofið berg í stórum klumpum, björgum eða klettum. En síðan brotna björgin eða klettarnir smám saman niður í minni einingar sem losna oft um leið frá jarðföstum jarðlögum. Þessar einingar köllum við grjót og við tölum um rof þegar stóru klettarnir eru að molna niður og mynda minni steina. Þetta rof verður fyrir áhrif vatns og vinda, til dæmis þegar vatn frýs í sprungu og þenst út og þiðnar síðan aftur. Þá lætur bergið undan og molnar þannig sífellt meira.

Nú gefur auga leið að það er harðasti hluti bergsins sem er líklegastur til að verða eftir þegar það rofnar. Grjótið er sem sé hart af því að það er einmitt efnið sem eftir situr þegar bergið rofnar og molnar.

Útgáfudagur

25.4.2005

Spyrjandi

Rakel Sigurðardóttir, f. 1993
Eiríkur Örn Pétursson, f. 1993

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Tilvísun

ÞV. „Af hverju er grjót hart?“ Vísindavefurinn, 25. apríl 2005. Sótt 21. september 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=4933.

ÞV. (2005, 25. apríl). Af hverju er grjót hart? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4933

ÞV. „Af hverju er grjót hart?“ Vísindavefurinn. 25. apr. 2005. Vefsíða. 21. sep. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4933>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Elsa Eiríksdóttir

1975

Elsa Eiríksdóttir er dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa að því hvernig fólk lærir verklega kunnáttu, hvernig yfirfærsla þekkingar og færni á sér stað og hvernig uppbygging náms og framsetning námsefnis getur haft þar áhrif.