Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hefur einhver farið til Plútó?

SG

Það hefur enginn maður heimsótt Plútó, hins vegar hefur ómannað geimfar flogið þar hjá.

Árið 2006 var skotið á loft ómönnuðu geimfari sem nefnist New Horizons. Geimfarið flaug fram hjá Plútó þann 14. júlí 2015 og var það í fyrsta sinn sem reikistjarnan er skoðuð í návígi.

Nánast öll könnun geimsins fer fram með ómönnuðum geimförum. Menn hafa hingað til ekki komist lengra en til tunglsins og miðað við núverandi tækni er ólíklegt að geimfarar geti farið lengra en til Mars á næstu áratugum. Plútó er hins vegar um hundrað sinnum lengra í burtu en Mars ef miðað er við fjarlægðina þegar reikistjörnurnar eru næst jörðu. Það verður því mikið verk að senda geimfara alla leið til Plútós.

Hugmynd listamanns um New Horizons geimfarið á ferð framhjá Plútó og tunglinu Karoni.

Frekara lesefni:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur

Höfundur

Útgáfudagur

30.9.2008

Spyrjandi

Jean Pierre Jaramillo

Tilvísun

SG. „Hefur einhver farið til Plútó?“ Vísindavefurinn, 30. september 2008, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49330.

SG. (2008, 30. september). Hefur einhver farið til Plútó? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49330

SG. „Hefur einhver farið til Plútó?“ Vísindavefurinn. 30. sep. 2008. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49330>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hefur einhver farið til Plútó?
Það hefur enginn maður heimsótt Plútó, hins vegar hefur ómannað geimfar flogið þar hjá.

Árið 2006 var skotið á loft ómönnuðu geimfari sem nefnist New Horizons. Geimfarið flaug fram hjá Plútó þann 14. júlí 2015 og var það í fyrsta sinn sem reikistjarnan er skoðuð í návígi.

Nánast öll könnun geimsins fer fram með ómönnuðum geimförum. Menn hafa hingað til ekki komist lengra en til tunglsins og miðað við núverandi tækni er ólíklegt að geimfarar geti farið lengra en til Mars á næstu áratugum. Plútó er hins vegar um hundrað sinnum lengra í burtu en Mars ef miðað er við fjarlægðina þegar reikistjörnurnar eru næst jörðu. Það verður því mikið verk að senda geimfara alla leið til Plútós.

Hugmynd listamanns um New Horizons geimfarið á ferð framhjá Plútó og tunglinu Karoni.

Frekara lesefni:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur...