Sólin Sólin Rís 09:01 • sest 18:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:51 • Sest 10:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:59 • Síðdegis: 24:01 í Reykjavík

Hvernig virka ormagöng?

JGÞ

Ormagöng eru fræðileg fyrirbæri sem ekki hafa fundist í náttúrunni. Hugmyndin um þau kom upp í tengslum við útleggingar á almennu afstæðiskenningunni

Með ormagöngum er yfirleitt átt við tengingu á milli tveggja staða í okkar alheimi. Með því að fara inn um annan endann, sem væri svarthol, mætti hugsanlega koma út á öðrum stað í alheiminum eftir stutt ferðalag. Tilvist ormaganga er í samræmi við almennu afstæðiskenninguna en ef þau eru til í raun og veru er afar ólíklegt að það sé hægt að nota þau til ferðalaga. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að þau væru svo skammlíf að ekkert, meira að segja ekki ljósið, næði að fara í gegnum þau, áður en þau féllu saman.


Teikning af ormagöngum í sveigðu rúmi.

Það má hugsa sér alheiminn sem eins konar yfirborð blöðru sem er sífellt að þenjast úr. Ef einhver ætlaði að ferðast á hina hlið blöðrunnar gæti hann farið eftir yfirborði blöðrunnar. En svo mætti líka ímynda sér að hægt væri að fara beint í gegnum blöðruna, líkt og þegar ormur á epli étur sig í gegnum það og kemur út hinu megin. Það eru ormagöng.

Frekara lesefni:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

30.9.2008

Spyrjandi

Anna Katrín Eyþórsdóttir, f. 1993

Tilvísun

JGÞ. „Hvernig virka ormagöng?“ Vísindavefurinn, 30. september 2008. Sótt 22. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=49340.

JGÞ. (2008, 30. september). Hvernig virka ormagöng? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=49340

JGÞ. „Hvernig virka ormagöng?“ Vísindavefurinn. 30. sep. 2008. Vefsíða. 22. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=49340>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig virka ormagöng?
Ormagöng eru fræðileg fyrirbæri sem ekki hafa fundist í náttúrunni. Hugmyndin um þau kom upp í tengslum við útleggingar á almennu afstæðiskenningunni

Með ormagöngum er yfirleitt átt við tengingu á milli tveggja staða í okkar alheimi. Með því að fara inn um annan endann, sem væri svarthol, mætti hugsanlega koma út á öðrum stað í alheiminum eftir stutt ferðalag. Tilvist ormaganga er í samræmi við almennu afstæðiskenninguna en ef þau eru til í raun og veru er afar ólíklegt að það sé hægt að nota þau til ferðalaga. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að þau væru svo skammlíf að ekkert, meira að segja ekki ljósið, næði að fara í gegnum þau, áður en þau féllu saman.


Teikning af ormagöngum í sveigðu rúmi.

Það má hugsa sér alheiminn sem eins konar yfirborð blöðru sem er sífellt að þenjast úr. Ef einhver ætlaði að ferðast á hina hlið blöðrunnar gæti hann farið eftir yfirborði blöðrunnar. En svo mætti líka ímynda sér að hægt væri að fara beint í gegnum blöðruna, líkt og þegar ormur á epli étur sig í gegnum það og kemur út hinu megin. Það eru ormagöng.

Frekara lesefni:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....