Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hefur rusl sem er á braut um jörðu einhver áhrif á lofthjúpinn í framtíðinni?

JGÞ

Rusl sem er á braut um jörðu ætti ekki að hafa nein áhrif á lofthjúpinn. Rusl sem fellur til jarðar brennur yfirleitt upp í lofthjúpnum en það getur auðveldlega valdið hættu ef það nær að falla alla leið niður.

Geimferjum stafar hins vegar nokkur hætt af geimrusli. Á braut um jörðu eru nefnilega meira en tvö milljón kg af geimrusli úr fyrri geimferðum, til dæmis skrúfur, boltar, verkfæri og brot úr ónýtum gervitunglum. Talið er að umhverfis jörðina séu að minnsta kosti 110.000 stykki af rusli sem er meira en 1 cm að stærð. Ruslið ferðast á miklum hraða, um 25.000 km/klst og allt upp í 36.000 km/klst, og umferðartíminn um jörð er kringum 90 mínútur. Árekstur geimferju við geimrusl getur verið mjög hættulegur.

Elsta geimruslið er gervitunglið Vanguard 1, sem Bandaríkjamenn sendu á braut um jörðu árið 1958. Mesta geimruslið úr einni geimflaug er hins vegar úr Pegasus-eldflaug sem skotið var á loft 1994. Eldflaugin tvístraðist árið 1996 og myndaði þá að minnsta kosti 300.000 brot sem eru stærri en 4 mm.

Rusli í geimnum fækkar mjög hægt því að að meðaltali brenna aðeins um 100 stykki af þekktu rusli upp á hverju ári í lofthjúpnum.

Hægt er að lesa meira um geimrusl í svari eftir Sævar Helga Bragason við spurningunni Hvað forðar geimferju frá loftsteinum á leið inn í gufuhvolf jarðar? en þetta svar byggir einmitt á því.

Höfundur

Útgáfudagur

1.10.2008

Spyrjandi

Arnar Geir Gústafsson, f. 1993

Tilvísun

JGÞ. „Hefur rusl sem er á braut um jörðu einhver áhrif á lofthjúpinn í framtíðinni? “ Vísindavefurinn, 1. október 2008. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=49344.

JGÞ. (2008, 1. október). Hefur rusl sem er á braut um jörðu einhver áhrif á lofthjúpinn í framtíðinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=49344

JGÞ. „Hefur rusl sem er á braut um jörðu einhver áhrif á lofthjúpinn í framtíðinni? “ Vísindavefurinn. 1. okt. 2008. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=49344>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hefur rusl sem er á braut um jörðu einhver áhrif á lofthjúpinn í framtíðinni?
Rusl sem er á braut um jörðu ætti ekki að hafa nein áhrif á lofthjúpinn. Rusl sem fellur til jarðar brennur yfirleitt upp í lofthjúpnum en það getur auðveldlega valdið hættu ef það nær að falla alla leið niður.

Geimferjum stafar hins vegar nokkur hætt af geimrusli. Á braut um jörðu eru nefnilega meira en tvö milljón kg af geimrusli úr fyrri geimferðum, til dæmis skrúfur, boltar, verkfæri og brot úr ónýtum gervitunglum. Talið er að umhverfis jörðina séu að minnsta kosti 110.000 stykki af rusli sem er meira en 1 cm að stærð. Ruslið ferðast á miklum hraða, um 25.000 km/klst og allt upp í 36.000 km/klst, og umferðartíminn um jörð er kringum 90 mínútur. Árekstur geimferju við geimrusl getur verið mjög hættulegur.

Elsta geimruslið er gervitunglið Vanguard 1, sem Bandaríkjamenn sendu á braut um jörðu árið 1958. Mesta geimruslið úr einni geimflaug er hins vegar úr Pegasus-eldflaug sem skotið var á loft 1994. Eldflaugin tvístraðist árið 1996 og myndaði þá að minnsta kosti 300.000 brot sem eru stærri en 4 mm.

Rusli í geimnum fækkar mjög hægt því að að meðaltali brenna aðeins um 100 stykki af þekktu rusli upp á hverju ári í lofthjúpnum.

Hægt er að lesa meira um geimrusl í svari eftir Sævar Helga Bragason við spurningunni Hvað forðar geimferju frá loftsteinum á leið inn í gufuhvolf jarðar? en þetta svar byggir einmitt á því....