Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig hegðar vatn sér í geimfari?

JGÞ

Í geimfari sem er á þeim stað í geimnum að engir þyngdarkraftar verka á það ríkir þyngdarleysi. Það sama gildir um geimfar sem er í svonefnu frjálsu falli inn að jörðinni að öðrum hnetti, það er að segja þá er allt inni í geimfarinu með sama hætti og í algjöru þyngdarleysi.

Þá gildir að hlutir inni í geimfarinu sem eru lausir svífa um í stað þess að falla á gólfið eða í einhverja aðra átt. Geimfarar sem halda sér ekki í neitt svífa þess vegna um í geimfarinu og það sama væri að segja um vatn, til dæmis ef einhver hellti úr vatnsflösku. Vatnið myndi ekki falla niður, heldur svífa um.

Af þessari ástæðu fara geimfarar ekki í sturtu eða bað, heldur þvo sér eingöngu með rökum svömpum. Úrgangsvatni er blásið saman í geimförum á einn stað þar sem því er safnað í plastpoka og þvagi geimfaranna er dælt út í geiminn.


Spænski geimfarinn Pedro Duque í og stór vatnsdropi í þyngdarleysi í geimnum.

Þeir sem vilja fræðast meira um vatn í geimförum geta lesið svar Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvernig fara geimfarar í sturtu?

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

30.9.2008

Síðast uppfært

12.9.2019

Spyrjandi

Ásta Ólafsdóttir, f. 1993

Tilvísun

JGÞ. „Hvernig hegðar vatn sér í geimfari?“ Vísindavefurinn, 30. september 2008, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49345.

JGÞ. (2008, 30. september). Hvernig hegðar vatn sér í geimfari? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49345

JGÞ. „Hvernig hegðar vatn sér í geimfari?“ Vísindavefurinn. 30. sep. 2008. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49345>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig hegðar vatn sér í geimfari?
Í geimfari sem er á þeim stað í geimnum að engir þyngdarkraftar verka á það ríkir þyngdarleysi. Það sama gildir um geimfar sem er í svonefnu frjálsu falli inn að jörðinni að öðrum hnetti, það er að segja þá er allt inni í geimfarinu með sama hætti og í algjöru þyngdarleysi.

Þá gildir að hlutir inni í geimfarinu sem eru lausir svífa um í stað þess að falla á gólfið eða í einhverja aðra átt. Geimfarar sem halda sér ekki í neitt svífa þess vegna um í geimfarinu og það sama væri að segja um vatn, til dæmis ef einhver hellti úr vatnsflösku. Vatnið myndi ekki falla niður, heldur svífa um.

Af þessari ástæðu fara geimfarar ekki í sturtu eða bað, heldur þvo sér eingöngu með rökum svömpum. Úrgangsvatni er blásið saman í geimförum á einn stað þar sem því er safnað í plastpoka og þvagi geimfaranna er dælt út í geiminn.


Spænski geimfarinn Pedro Duque í og stór vatnsdropi í þyngdarleysi í geimnum.

Þeir sem vilja fræðast meira um vatn í geimförum geta lesið svar Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvernig fara geimfarar í sturtu?

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....