Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef sólkerfið væri bein lína hvað væri það þá langt?

SHB

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.


Í stjörnufræði eru allar stærðir gífurlegar og erfitt að skilja. Jafnvel heimili okkar í geimnum, sólkerfið, er svo stórt að ekki nokkur leið er að skilja það, samt eru það litlar fjarlægðir sé miðað við Vetrarbrautina sem við búum í. Fjarlægðir milli reikistjarnanna mælast í hundruð milljónum eða milljörðum kílómetra. Milli jarðar og sólar er fjarlægðin tæplega 150 milljón km á meðan fjarlægðin frá sólinni að ystu reikistjörnu sólkerfisins er 5,9 milljarðar km. Ferðalag til Plútó á venjulegri farþegaþotu tæki um 675 ár en ef við vildum keyra þangað tæki það 5700 ár. Plútó er ekki beint heppilegur sumarleyfisstaður.

Í sólkerfinu okkar eru enn fjarlægari hnettir. Við braut Plútós og miklu utar eru risavaxin halastjörnuský sem kallast Kuipersbeltið og Oortskýið. Oortskýið er líklega 50-100.000 sinnum fjær sólinni en jörðin. Nálægsta fastastjarnan við sólin, Proxima Centauri, er í 4,2 ljósára fjarlægð eða 272.061 sinnum fjær sólinni en jörðin. Það þýðir að sólkerfið okkar teygir sig langleiðina að næstu fastastjörnu.

Við bendum lesendum ennfremur á eftirfarandi svör um stærðarhlutföll í alheiminum:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

25.4.2005

Spyrjandi

Hildur Guðmundsdóttir

Tilvísun

SHB. „Ef sólkerfið væri bein lína hvað væri það þá langt?“ Vísindavefurinn, 25. apríl 2005, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4939.

SHB. (2005, 25. apríl). Ef sólkerfið væri bein lína hvað væri það þá langt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4939

SHB. „Ef sólkerfið væri bein lína hvað væri það þá langt?“ Vísindavefurinn. 25. apr. 2005. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4939>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef sólkerfið væri bein lína hvað væri það þá langt?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.


Í stjörnufræði eru allar stærðir gífurlegar og erfitt að skilja. Jafnvel heimili okkar í geimnum, sólkerfið, er svo stórt að ekki nokkur leið er að skilja það, samt eru það litlar fjarlægðir sé miðað við Vetrarbrautina sem við búum í. Fjarlægðir milli reikistjarnanna mælast í hundruð milljónum eða milljörðum kílómetra. Milli jarðar og sólar er fjarlægðin tæplega 150 milljón km á meðan fjarlægðin frá sólinni að ystu reikistjörnu sólkerfisins er 5,9 milljarðar km. Ferðalag til Plútó á venjulegri farþegaþotu tæki um 675 ár en ef við vildum keyra þangað tæki það 5700 ár. Plútó er ekki beint heppilegur sumarleyfisstaður.

Í sólkerfinu okkar eru enn fjarlægari hnettir. Við braut Plútós og miklu utar eru risavaxin halastjörnuský sem kallast Kuipersbeltið og Oortskýið. Oortskýið er líklega 50-100.000 sinnum fjær sólinni en jörðin. Nálægsta fastastjarnan við sólin, Proxima Centauri, er í 4,2 ljósára fjarlægð eða 272.061 sinnum fjær sólinni en jörðin. Það þýðir að sólkerfið okkar teygir sig langleiðina að næstu fastastjörnu.

Við bendum lesendum ennfremur á eftirfarandi svör um stærðarhlutföll í alheiminum:

...