Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju sogar svartholið til sín?

Svarthol verða til þegar kjarnar stjarna falla saman undan eigin þunga. Allur massi stjörnunnar er þá samankominn á örlitlu svæði. Í kringum þetta svæði er þyngdarsviðið svo öflugt að ekkert sleppur þaðan, ekki einu sinni ljós.

Þyngdarsvið svarthola er svo gífurlegt að það sýgur allt efni í sig sem fer of nálægt því og á aldrei afturkvæmt. Nánar má lesa um þetta í svari Kristjáns Rúnars Þorvaldssonar við spurningunni Hverfur allt sem fer inn í svarthol eða kemur eitthvað út úr þeim aftur?

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um svarthol, meðal annars:

Hægt er að nálgast fleiri svör með því að smella á efnisorðið hér fyrir neðan.

Einnig má benda á áhugaverða gagnvirka vefsíðu um svarthol: Space Telescope Science Institute: Black Holes: Gravity's Relentless Pull.

Útgáfudagur

25.4.2005

Spyrjandi

Karen Lísa Hlynsdóttir, f. 1993

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

nemi í stjarneðlisfræði

Tilvísun

SHB. „Af hverju sogar svartholið til sín?“ Vísindavefurinn, 25. apríl 2005. Sótt 27. júní 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=4940.

SHB. (2005, 25. apríl). Af hverju sogar svartholið til sín? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4940

SHB. „Af hverju sogar svartholið til sín?“ Vísindavefurinn. 25. apr. 2005. Vefsíða. 27. jún. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4940>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Snædís H. Björnsdóttir

1973

Snædís H. Björnsdóttir er lektor við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ. Hún stundar rannsóknir á sviði örverufræði og sameindalíffræði og hafa þær einkum beinst að örverum frá íslenskum jarðhitasvæðum.