Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvernig vita menn að það eru til aðrar vetrarbrautir? Eða að það séu til milljónir af þeim?

SHB

Þetta er sérstaklega góð spurning og svarið við henni er ein mesta uppgötvun vísindanna fyrr og síðar.

Þegar sjónaukar urðu smám saman stærri og betri sáu menn vitaskuld lengra og lengra út í geiminn. Í upphafi 20. aldar var svo komið að menn deildu hart um hvort svonefndar þyrilþokur væru tiltölulega litlar og innan okkar Vetrarbrautar, eða hvort þær væru stórar og stakar vetrarbrautir, langt fyrir utan okkar eigin.



Þann 26. apríl 1920 fóru fram rökræður milli tveggja stjörnufræðinga, þeirra Harlow Shapley og Heber Curtis, sem snerust einmitt um þetta deiluefni og að lokum um stærð alheimsins.

Shapley taldi að Vetrarbrautin okkar væri alheimurinn í heild sinni. Hann hélt því fram að Andrómeduþokan og Svelgurinn (M51), þyrilþokan mikla í stjörnumerkinu Veiðihundarnir (sést vel í gegnum litla áhugamannastjörnusjónauka), væru hluti af Vetrarbrautinni okkar. Shapley benti á að ef þessar þokur væru lengra í burtu, þyrfti fjarlægðin til þeirra að nema allt að tíu milljón ljósárum. Flestir stjörnufræðingar þess tíma voru sannarlega ekki tilbúnir að skrifa undir að alheimurinn væri svo stór. Curtis taldi á hinn bóginn Andrómedu og M51 stakar vetrarbrautir, nokkurs konar eyjur í alheimshafinu, langt fyrir utan okkar eigin Vetrarbraut.

Engin niðurstaða fékkst út úr þessum rökræðu enda skorti sárlega sönnunargögn sem renndu stoðum undir aðra hvora tilgátuna.

Ungur og nýútskrifaður stjörnufræðingur, Edwin Hubble að nafni, fylgdist náið með þessum rökræðum. Eftir að Hubble hafði lokið herskyldu í fyrri heimsstyrjöldinni hóf hann störf við stjörnuathugunarstöðina á Wilsonfjalli í Kaliforníu. Í svari við spurningunni Hvernig tengist Edwin Hubble sjónaukanum sem við hann er kenndur? segir:

Aðalrannsóknarverkefni hans voru þokur, daufir ljósblettir á himninum sem enginn vissi hvað væru. Árið 1924 tilkynnti hann um uppgötvun á Sefítum, eða breytistjörnum í Andrómedu-vetrarbrautinni. Kona sem starfaði við Harvard-háskóla, Henrietta Leavitt að nafni, fann út leið til þess að reikna fjarlægð til Sefíta og með aðferðum hennar tókst Hubble að komast að því að Sefítarnir voru mjög fjarlægir og gátu því ekki verið innan Vetrarbrautarinnar okkar. Henrietta sjálf fékk aldrei að taka þátt í rannsóknunum því að konum var meinaður aðgangur að stjörnusjónaukanum vegna þess að stjórnandi stöðvarinnar taldi þær trufla karlmennina sem þar unnu. En vegna uppgötvunar Hubbles og útreikninga Henriettu varð alheimurinn allt í einu miklu stærri en áður var talið.

Uppgötvun þeirra varð til þess að fleiri og fleiri vetrarbrautir fundust.

Í dag telja menn að í alheiminum sé að finna einhvers staðar á bilinu 100 til 400 milljarða vetrarbrauta. Nánast hvert sem við lítum út í geiminn, sjáum við fleiri og fleiri. Hver vetrarbraut inniheldur álíka margar stjörnur eða á bilinu 100 til 400 milljarða. Þótt ekki nema ein stjarna af 100 milljörðum búi yfir sólkerfi og annarri jörð, þá gætum við með sanni sagt að alheimurinn sé uppfullur af lífi.

Hver veit?

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

3.10.2008

Spyrjandi

María Rut Ágústsdóttir

Tilvísun

SHB. „Hvernig vita menn að það eru til aðrar vetrarbrautir? Eða að það séu til milljónir af þeim?“ Vísindavefurinn, 3. október 2008. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=49420.

SHB. (2008, 3. október). Hvernig vita menn að það eru til aðrar vetrarbrautir? Eða að það séu til milljónir af þeim? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=49420

SHB. „Hvernig vita menn að það eru til aðrar vetrarbrautir? Eða að það séu til milljónir af þeim?“ Vísindavefurinn. 3. okt. 2008. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=49420>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig vita menn að það eru til aðrar vetrarbrautir? Eða að það séu til milljónir af þeim?
Þetta er sérstaklega góð spurning og svarið við henni er ein mesta uppgötvun vísindanna fyrr og síðar.

Þegar sjónaukar urðu smám saman stærri og betri sáu menn vitaskuld lengra og lengra út í geiminn. Í upphafi 20. aldar var svo komið að menn deildu hart um hvort svonefndar þyrilþokur væru tiltölulega litlar og innan okkar Vetrarbrautar, eða hvort þær væru stórar og stakar vetrarbrautir, langt fyrir utan okkar eigin.



Þann 26. apríl 1920 fóru fram rökræður milli tveggja stjörnufræðinga, þeirra Harlow Shapley og Heber Curtis, sem snerust einmitt um þetta deiluefni og að lokum um stærð alheimsins.

Shapley taldi að Vetrarbrautin okkar væri alheimurinn í heild sinni. Hann hélt því fram að Andrómeduþokan og Svelgurinn (M51), þyrilþokan mikla í stjörnumerkinu Veiðihundarnir (sést vel í gegnum litla áhugamannastjörnusjónauka), væru hluti af Vetrarbrautinni okkar. Shapley benti á að ef þessar þokur væru lengra í burtu, þyrfti fjarlægðin til þeirra að nema allt að tíu milljón ljósárum. Flestir stjörnufræðingar þess tíma voru sannarlega ekki tilbúnir að skrifa undir að alheimurinn væri svo stór. Curtis taldi á hinn bóginn Andrómedu og M51 stakar vetrarbrautir, nokkurs konar eyjur í alheimshafinu, langt fyrir utan okkar eigin Vetrarbraut.

Engin niðurstaða fékkst út úr þessum rökræðu enda skorti sárlega sönnunargögn sem renndu stoðum undir aðra hvora tilgátuna.

Ungur og nýútskrifaður stjörnufræðingur, Edwin Hubble að nafni, fylgdist náið með þessum rökræðum. Eftir að Hubble hafði lokið herskyldu í fyrri heimsstyrjöldinni hóf hann störf við stjörnuathugunarstöðina á Wilsonfjalli í Kaliforníu. Í svari við spurningunni Hvernig tengist Edwin Hubble sjónaukanum sem við hann er kenndur? segir:

Aðalrannsóknarverkefni hans voru þokur, daufir ljósblettir á himninum sem enginn vissi hvað væru. Árið 1924 tilkynnti hann um uppgötvun á Sefítum, eða breytistjörnum í Andrómedu-vetrarbrautinni. Kona sem starfaði við Harvard-háskóla, Henrietta Leavitt að nafni, fann út leið til þess að reikna fjarlægð til Sefíta og með aðferðum hennar tókst Hubble að komast að því að Sefítarnir voru mjög fjarlægir og gátu því ekki verið innan Vetrarbrautarinnar okkar. Henrietta sjálf fékk aldrei að taka þátt í rannsóknunum því að konum var meinaður aðgangur að stjörnusjónaukanum vegna þess að stjórnandi stöðvarinnar taldi þær trufla karlmennina sem þar unnu. En vegna uppgötvunar Hubbles og útreikninga Henriettu varð alheimurinn allt í einu miklu stærri en áður var talið.

Uppgötvun þeirra varð til þess að fleiri og fleiri vetrarbrautir fundust.

Í dag telja menn að í alheiminum sé að finna einhvers staðar á bilinu 100 til 400 milljarða vetrarbrauta. Nánast hvert sem við lítum út í geiminn, sjáum við fleiri og fleiri. Hver vetrarbraut inniheldur álíka margar stjörnur eða á bilinu 100 til 400 milljarða. Þótt ekki nema ein stjarna af 100 milljörðum búi yfir sólkerfi og annarri jörð, þá gætum við með sanni sagt að alheimurinn sé uppfullur af lífi.

Hver veit?

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....