Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig verða stjörnur til?

SHB

Í svari við spurningunni Hvernig er þróun sólstjarna háttað? kemur fram að sólstjörnur verða til í risastórum gas- og rykskýjum í Vetrarbrautinni, en Vetrarbrautin er safn hundruð milljarða stjarna:

Stjörnur verða til í geysistórum gas- og rykskýjum, einhvers staðar í vetrarbrautunum. Við köllum slík ský stjörnuþokur, en þær geta verið af öllum stærðum og gerðum. Þar sem massi skýsins er mestur, verður þyngdarkrafturinn til þess að skýið byrjar að dragast saman og þegar það gerist hitnar miðjan. Þegar hitastigið hefur náð ákveðnu marki, byrjar massinn að glóa og er til verður svonefnd frumstjarna.

Í kringum stjörnurnar geta svo myndast reikistjörnur, það er litlir hnettir sem senda ekki frá sér eigið ljós heldur endurvarpa því eins og allir hnettir í sólkerfinu okkar gera fyrir utan sólina. Þannig myndaðist jörðin og allar hinar reikistjörnurnar úr einu og sama gas- og rykskýi fyrir um 4500 milljón árum, eins og nánar er hægt að lesa um hér.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

26.4.2005

Spyrjandi

Þóra Bergsveinsdóttir

Tilvísun

SHB. „Hvernig verða stjörnur til?“ Vísindavefurinn, 26. apríl 2005, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4945.

SHB. (2005, 26. apríl). Hvernig verða stjörnur til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4945

SHB. „Hvernig verða stjörnur til?“ Vísindavefurinn. 26. apr. 2005. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4945>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig verða stjörnur til?
Í svari við spurningunni Hvernig er þróun sólstjarna háttað? kemur fram að sólstjörnur verða til í risastórum gas- og rykskýjum í Vetrarbrautinni, en Vetrarbrautin er safn hundruð milljarða stjarna:

Stjörnur verða til í geysistórum gas- og rykskýjum, einhvers staðar í vetrarbrautunum. Við köllum slík ský stjörnuþokur, en þær geta verið af öllum stærðum og gerðum. Þar sem massi skýsins er mestur, verður þyngdarkrafturinn til þess að skýið byrjar að dragast saman og þegar það gerist hitnar miðjan. Þegar hitastigið hefur náð ákveðnu marki, byrjar massinn að glóa og er til verður svonefnd frumstjarna.

Í kringum stjörnurnar geta svo myndast reikistjörnur, það er litlir hnettir sem senda ekki frá sér eigið ljós heldur endurvarpa því eins og allir hnettir í sólkerfinu okkar gera fyrir utan sólina. Þannig myndaðist jörðin og allar hinar reikistjörnurnar úr einu og sama gas- og rykskýi fyrir um 4500 milljón árum, eins og nánar er hægt að lesa um hér.

...