Stjörnur verða til í geysistórum gas- og rykskýjum, einhvers staðar í vetrarbrautunum. Við köllum slík ský stjörnuþokur, en þær geta verið af öllum stærðum og gerðum. Þar sem massi skýsins er mestur, verður þyngdarkrafturinn til þess að skýið byrjar að dragast saman og þegar það gerist hitnar miðjan. Þegar hitastigið hefur náð ákveðnu marki, byrjar massinn að glóa og er til verður svonefnd frumstjarna.Í kringum stjörnurnar geta svo myndast reikistjörnur, það er litlir hnettir sem senda ekki frá sér eigið ljós heldur endurvarpa því eins og allir hnettir í sólkerfinu okkar gera fyrir utan sólina. Þannig myndaðist jörðin og allar hinar reikistjörnurnar úr einu og sama gas- og rykskýi fyrir um 4500 milljón árum, eins og nánar er hægt að lesa um hér.
Hvernig verða stjörnur til?
Útgáfudagur
26.4.2005
Spyrjandi
Þóra Bergsveinsdóttir
Tilvísun
SHB. „Hvernig verða stjörnur til?“ Vísindavefurinn, 26. apríl 2005, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4945.
SHB. (2005, 26. apríl). Hvernig verða stjörnur til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4945
SHB. „Hvernig verða stjörnur til?“ Vísindavefurinn. 26. apr. 2005. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4945>.