Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Af hverju og hvernig verður manni kalt?

JGÞ

Líkamshitinn í okkar á rætur að rekja til fæðunnar. Þegar sykur, fita og prótín eru brotin niður í efnahvörfum verður til varmaorka. Þetta gerist mest í vefjum þar sem mikil virkni er, til dæmis vöðvum og lifur. Blóðið í okkur sér svo um að dreifa varmanum um líkamann, eins og heitt vatn í ofnum.

Ef líkamshitinn lækkar í okkur er ástæðan yfirleitt annað hvort of lítil varmaframleiðsla (of lítið um efnahvörf) eða of mikið varmatap til umhverfisins, til dæmis ef við förum illa klædd út í mikinn kulda.

Í eðlisfræði nefnist þetta varmaflutningur og hann er þrenns konar:
  • varmaleiðing
  • varmaburður
  • varmageislun

Hægt er að lesa meira um varmaflutning í svari við spurningunni Hvers vegna eru katlar, pottar og hitakönnur yfirleitt gljáandi að utan? Auk þess bendum við á svar við spurningunni Hver eru áhrif hita og kulda á mannslíkamann?

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

26.4.2005

Spyrjandi

Einar Ívarsson, f. 1992

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju og hvernig verður manni kalt?“ Vísindavefurinn, 26. apríl 2005. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4953.

JGÞ. (2005, 26. apríl). Af hverju og hvernig verður manni kalt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4953

JGÞ. „Af hverju og hvernig verður manni kalt?“ Vísindavefurinn. 26. apr. 2005. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4953>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju og hvernig verður manni kalt?
Líkamshitinn í okkar á rætur að rekja til fæðunnar. Þegar sykur, fita og prótín eru brotin niður í efnahvörfum verður til varmaorka. Þetta gerist mest í vefjum þar sem mikil virkni er, til dæmis vöðvum og lifur. Blóðið í okkur sér svo um að dreifa varmanum um líkamann, eins og heitt vatn í ofnum.

Ef líkamshitinn lækkar í okkur er ástæðan yfirleitt annað hvort of lítil varmaframleiðsla (of lítið um efnahvörf) eða of mikið varmatap til umhverfisins, til dæmis ef við förum illa klædd út í mikinn kulda.

Í eðlisfræði nefnist þetta varmaflutningur og hann er þrenns konar:
  • varmaleiðing
  • varmaburður
  • varmageislun

Hægt er að lesa meira um varmaflutning í svari við spurningunni Hvers vegna eru katlar, pottar og hitakönnur yfirleitt gljáandi að utan? Auk þess bendum við á svar við spurningunni Hver eru áhrif hita og kulda á mannslíkamann?...