Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu þungur er apaheili?

JMH

Heilar í öpum eru mismunandi þungir enda apar misstórir og misþróaðir.

Mannapar sem eru skyldastir mönnum hafa langstærstu heilana. Simpansar eru með um 420 g heila, górilluapar með 465-540 g og órangútanapar með 380 g en þær tegundar sem teljast vanþróaðastar eða upprunalegastar eins og margir þróunarfræðingar kalla það, eru meðal annars lemúrar sem eru með aðeins rúmlega 25 g heila.



Simpansaheili

Mannsheilinn er því um þrisvar sinnum þyngri en heili "nánustu" ættingja í dýraríkinu og meira en 50 sinnum þyngri en heili í lemúrapa.

Flestir fræðimenn eru sammála um það að ekkert samband sé á milli stærðar heila og greindar. Ef þyngd heila ákvarðaði greind og gáfnafar væri maðurinn afar fávís í samanburði við búrhval, en heilinn í honum er tæp átta kíló!

Þeir sem hafa frekari áhuga á þyngd heila í ýmsum dýrategundum geta skoðað svar við spurningunni Hvert er vitrasta dýr í heimi, fyrir utan manninn? en þar er tafla sem sýnir heilastærð.

Mynd: www.brainmuseum.org

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

26.4.2005

Spyrjandi

Eggert Si Said, f. 1992

Tilvísun

JMH. „Hversu þungur er apaheili?“ Vísindavefurinn, 26. apríl 2005, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4959.

JMH. (2005, 26. apríl). Hversu þungur er apaheili? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4959

JMH. „Hversu þungur er apaheili?“ Vísindavefurinn. 26. apr. 2005. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4959>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu þungur er apaheili?
Heilar í öpum eru mismunandi þungir enda apar misstórir og misþróaðir.

Mannapar sem eru skyldastir mönnum hafa langstærstu heilana. Simpansar eru með um 420 g heila, górilluapar með 465-540 g og órangútanapar með 380 g en þær tegundar sem teljast vanþróaðastar eða upprunalegastar eins og margir þróunarfræðingar kalla það, eru meðal annars lemúrar sem eru með aðeins rúmlega 25 g heila.



Simpansaheili

Mannsheilinn er því um þrisvar sinnum þyngri en heili "nánustu" ættingja í dýraríkinu og meira en 50 sinnum þyngri en heili í lemúrapa.

Flestir fræðimenn eru sammála um það að ekkert samband sé á milli stærðar heila og greindar. Ef þyngd heila ákvarðaði greind og gáfnafar væri maðurinn afar fávís í samanburði við búrhval, en heilinn í honum er tæp átta kíló!

Þeir sem hafa frekari áhuga á þyngd heila í ýmsum dýrategundum geta skoðað svar við spurningunni Hvert er vitrasta dýr í heimi, fyrir utan manninn? en þar er tafla sem sýnir heilastærð.

Mynd: www.brainmuseum.org...