Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er heimildum raðað upp í heimildaskrá?

Í heimildaskrá þurfa allar helstu upplýsingar um heimildir að koma fram, svo sem höfundur verks, nafn þess, útgáfustaður og útgáfuár. Sé vitnað í tímaritsgrein þarf einnig að koma fram úr hvaða tímariti greinin er og hvar greinina er að finna í því (árgangur, tölublað ef við á og blaðsíðutal). Heimildum er raðað í stafrófsröð eftir höfundi. Íslenskum höfundum er raðað eftir fornafni en erlendum eftir eftirnafni, svo sem siður er á íslenskum bókasöfnum. Sé verkið höfundarlaust er yfirleitt raðað eftir nafni verksins. Í heimildaskrá skal skáletra nafn bókar eða tímarits. Sé heimildin ekki úr bók þarf að koma fram hvaðan hún er; þannig verður slóð að fylgja heimildum af internetinu. Vanti upplýsingar um eitthvert tiltekið atriði á það að koma fram innan hornklofa, til dæmis "[Án ártals]".

Meginatriðið er að heimildaskrá ásamt tilvísunum leiði lesanda á ótvíræðan hátt á þann stað sem vitnað eða vísað er í. Jafnframt er þó mikilvægt að gæta þess að heimildaskráin sé stílhrein og öll gerð eftir einu og sama kerfi. Að öðru leyti er hins vegar nokkuð misjafnt nákvæmlega hvaða kerfi er notað.

Hér fylgja dæmi um heimildir eins og þeim mætti raða í heimildaskrá:

Almanak hins íslenska þjóðvinafélags 1969. 1969. Ritstjóri: Þortsteinn Sæmundsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, [Reykjavík].

Baldur Jónsson. 1976. Mályrkja Guðmundar Finnbogasonar. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík, 1976.

Laver, W. Greame; Bischofberger, Norbert, og Webster, Robert G. 1999. "Disarming Flu Viruses". Scientific American, janúar 1999, 56-65.

Stefán Ingi Valdimarsson. [Án ártals]. "Hvernig er heimildum raðað upp í heimildaskrá?" Vísindavefurinn. Slóðin er www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=496.

Útgáfudagur

7.6.2000

Spyrjandi

Helgi Þór Magnússon

Höfundar

sérfræðingur á Stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Tilvísun

SIV og ÞV. „Hvernig er heimildum raðað upp í heimildaskrá?“ Vísindavefurinn, 7. júní 2000. Sótt 29. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=496.

SIV og ÞV. (2000, 7. júní). Hvernig er heimildum raðað upp í heimildaskrá? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=496

SIV og ÞV. „Hvernig er heimildum raðað upp í heimildaskrá?“ Vísindavefurinn. 7. jún. 2000. Vefsíða. 29. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=496>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sverrir Jakobsson

1970

Sverrir Jakobsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur meðal annars rannsakað heimsmynd Íslendinga á miðöldum og pólitíska sögu 12. og 13. aldar. Sverrir hefur verið virkur í ýmsum fjölfaglegum og fjölþjóðlegum rannsóknarverkefnum og stjórnaði fjölfaglegu verkefni um sögu Breiðfirðinga.