Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Af hverju kemst ljós ekki út úr svartholi?

JGÞ

Ljós kemst ekki burt frá svartholi af því að umhverfis svarthol er þyngdarkrafturinn svo mikill að ekkert sleppur þaðan.

Svarthol myndast þegar kjarnar massamikilla stjarna falla saman. Kjarninn fellur saman þangað til hann er orðinn ógurlega þéttur og þá er allur massi stjörnunnar saman kominn á örlitlu svæði. Þyngdarkrafturinn verður þá svo sterkur að ekkert innan tiltekinnar fjarlægðar frá massamiðjunni sleppur í burtu, ekki einu sinni ljósið.

Samkvæmt þessari skilgreiningu á svartholi sést að ef ljós slyppi burt úr úr þyngdarsviði fyrirbærisins þá væri ekki um svarthol að ræða.


Tölvuteiknuð mynd sem á að sýna efni umhverfis svarthol. Með því að smella hér má sjá hreyfimynd sem sýnir hvernig efni hagar sér nálægt svartholi.

Mörkin þar sem þyngdarkrafturinn verður nógu sterkur til að gleypa ljós eru aðeins í örfárra kílómetra fjarlægð frá miðjunni. Mörkin kallast sjónhvörf (e. event horizon) og þau eru eins konar yfirborð svartholsins. Allt við svarthol er með öðrum blæ en í þeim veruleika sem við þekkjum. Hugtökin tími og rúm, eins og við þekkjum þau, eru ekki lengur til í svartholum.

Í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað er svarthol? er fjallað meira um það hversu einkennileg fyrirbæri svarthol eru. Þar kemur meðal annars þetta fram:

Segja má að allt sem varðar svarthol sé lyginni líkast. Sem dæmi má nefna það sem við sæjum ef við fylgdumst úr fjarlægð með geimfari nálgast svartholið. Vegna sveigju tímarúmsins myndi okkur virðast sem geimfarið færi alltaf hægar og hægar og ef við sæjum klukkur um borð í því myndi okkur virðast sem þær hægðu sífellt á sér. Þegar geimfarið næði jöðrum svartholsins myndi okkur virðast tíminn í geimfarinu líða óendanlega hægt þannig okkur virtist það standa í stað og því sæjum við það aldrei falla inn. Ef ólánsamur geimfari væri staddur um borð mundi honum á hinn bóginn ekki virðast tíminn hægja á sér enda hefði hann annað og verra við að glíma. Sá hluti hans sem félli á undan inn í svartholið myndi verða fyrir mun meiri þyngdarkrafti en aðrir líkamspartar, og þessir missterku kraftar mundu sundra honum í frumeindir og jafnvel sundra frumeindunum sjálfum.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

17.10.2008

Spyrjandi

Aron, Guðberg og Hafþór

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju kemst ljós ekki út úr svartholi?“ Vísindavefurinn, 17. október 2008. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=49629.

JGÞ. (2008, 17. október). Af hverju kemst ljós ekki út úr svartholi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=49629

JGÞ. „Af hverju kemst ljós ekki út úr svartholi?“ Vísindavefurinn. 17. okt. 2008. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=49629>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju kemst ljós ekki út úr svartholi?
Ljós kemst ekki burt frá svartholi af því að umhverfis svarthol er þyngdarkrafturinn svo mikill að ekkert sleppur þaðan.

Svarthol myndast þegar kjarnar massamikilla stjarna falla saman. Kjarninn fellur saman þangað til hann er orðinn ógurlega þéttur og þá er allur massi stjörnunnar saman kominn á örlitlu svæði. Þyngdarkrafturinn verður þá svo sterkur að ekkert innan tiltekinnar fjarlægðar frá massamiðjunni sleppur í burtu, ekki einu sinni ljósið.

Samkvæmt þessari skilgreiningu á svartholi sést að ef ljós slyppi burt úr úr þyngdarsviði fyrirbærisins þá væri ekki um svarthol að ræða.


Tölvuteiknuð mynd sem á að sýna efni umhverfis svarthol. Með því að smella hér má sjá hreyfimynd sem sýnir hvernig efni hagar sér nálægt svartholi.

Mörkin þar sem þyngdarkrafturinn verður nógu sterkur til að gleypa ljós eru aðeins í örfárra kílómetra fjarlægð frá miðjunni. Mörkin kallast sjónhvörf (e. event horizon) og þau eru eins konar yfirborð svartholsins. Allt við svarthol er með öðrum blæ en í þeim veruleika sem við þekkjum. Hugtökin tími og rúm, eins og við þekkjum þau, eru ekki lengur til í svartholum.

Í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað er svarthol? er fjallað meira um það hversu einkennileg fyrirbæri svarthol eru. Þar kemur meðal annars þetta fram:

Segja má að allt sem varðar svarthol sé lyginni líkast. Sem dæmi má nefna það sem við sæjum ef við fylgdumst úr fjarlægð með geimfari nálgast svartholið. Vegna sveigju tímarúmsins myndi okkur virðast sem geimfarið færi alltaf hægar og hægar og ef við sæjum klukkur um borð í því myndi okkur virðast sem þær hægðu sífellt á sér. Þegar geimfarið næði jöðrum svartholsins myndi okkur virðast tíminn í geimfarinu líða óendanlega hægt þannig okkur virtist það standa í stað og því sæjum við það aldrei falla inn. Ef ólánsamur geimfari væri staddur um borð mundi honum á hinn bóginn ekki virðast tíminn hægja á sér enda hefði hann annað og verra við að glíma. Sá hluti hans sem félli á undan inn í svartholið myndi verða fyrir mun meiri þyngdarkrafti en aðrir líkamspartar, og þessir missterku kraftar mundu sundra honum í frumeindir og jafnvel sundra frumeindunum sjálfum.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....