Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvernig getur sólin lýst upp jörðina án þess að hafa eitthvað til að brenna?

ÞV

Helstu efnin í sólinni eru vetni og helín, léttasta og næstléttasta frumefnið sem til eru. Sólin er mjög heit og efnið í henni er þess vegna í rafgasham sem kallað er, en það þýðir að frumeindirnar eða atómin hafa klofnað í kjarna og rafeindir.

Það er kallað eiginlegur bruni þegar súrefni (O) gengur í efnasamband við önnur efni í efnahvarfi og veruleg orka losnar, stundum sem eldur en líka oft með öðrum hætti, samanber brunann sem fram fer í lifandi verum. Orkumyndunin í sólinni fer fram með allt öðrum hætti þó að stundum sé kannski saklaust að kalla hana "bruna".

Þessi orkumyndun nefnist að réttu lagi kjarnasamruni (e. nuclear fusion). Kjarnar léttu frumefnanna sem áður voru nefnd renna þá saman og mynda þyngri kjarna sem geta svo aftur runnið saman síðar og myndað enn þyngri kjarna. Samruni af þessu tagi fer fram í öllum sólstjörnum.

Orkan sem myndast við kjarnasamruna er gríðarlega mikil miðað við massann sem kemur við sögu. Þess vegna er sólinn svo heit að hitinn mælist í milljónum stiga á Celsíus og þess vegna yljar hún okkur svo vel þó að við séum í órafjarlægð frá henni og hún sendi frá sér orku og ljós í allar áttir.

Sólin getur haldið áfram að losa frá sér orku með samruna í ármilljarða, það er að segja óralengi. En engu að síður kemur að því að hún lætur undan síga og breytist á ákveðinn hátt sem hægt er að lesa um í öðrum svörum sem finna má með því að smella á efnisorð sem fylgja þessu svari.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

17.10.2008

Spyrjandi

Hilmar og Gísli

Tilvísun

ÞV. „Hvernig getur sólin lýst upp jörðina án þess að hafa eitthvað til að brenna? “ Vísindavefurinn, 17. október 2008. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=49631.

ÞV. (2008, 17. október). Hvernig getur sólin lýst upp jörðina án þess að hafa eitthvað til að brenna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=49631

ÞV. „Hvernig getur sólin lýst upp jörðina án þess að hafa eitthvað til að brenna? “ Vísindavefurinn. 17. okt. 2008. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=49631>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig getur sólin lýst upp jörðina án þess að hafa eitthvað til að brenna?
Helstu efnin í sólinni eru vetni og helín, léttasta og næstléttasta frumefnið sem til eru. Sólin er mjög heit og efnið í henni er þess vegna í rafgasham sem kallað er, en það þýðir að frumeindirnar eða atómin hafa klofnað í kjarna og rafeindir.

Það er kallað eiginlegur bruni þegar súrefni (O) gengur í efnasamband við önnur efni í efnahvarfi og veruleg orka losnar, stundum sem eldur en líka oft með öðrum hætti, samanber brunann sem fram fer í lifandi verum. Orkumyndunin í sólinni fer fram með allt öðrum hætti þó að stundum sé kannski saklaust að kalla hana "bruna".

Þessi orkumyndun nefnist að réttu lagi kjarnasamruni (e. nuclear fusion). Kjarnar léttu frumefnanna sem áður voru nefnd renna þá saman og mynda þyngri kjarna sem geta svo aftur runnið saman síðar og myndað enn þyngri kjarna. Samruni af þessu tagi fer fram í öllum sólstjörnum.

Orkan sem myndast við kjarnasamruna er gríðarlega mikil miðað við massann sem kemur við sögu. Þess vegna er sólinn svo heit að hitinn mælist í milljónum stiga á Celsíus og þess vegna yljar hún okkur svo vel þó að við séum í órafjarlægð frá henni og hún sendi frá sér orku og ljós í allar áttir.

Sólin getur haldið áfram að losa frá sér orku með samruna í ármilljarða, það er að segja óralengi. En engu að síður kemur að því að hún lætur undan síga og breytist á ákveðinn hátt sem hægt er að lesa um í öðrum svörum sem finna má með því að smella á efnisorð sem fylgja þessu svari.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....