Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
ForsíðaAf hverju sogar svartur litur í sig mest ljós en samt er hann dökkur?
Af hverju sogar svartur litur í sig mest ljós en samt er hann dökkur?
Ljósir hlutir endurkasta yfirleitt sólarljósinu sem fellur á þá. Hvítt blað endurkastar til dæmis nær öllu sólarljósinu og það er einmitt ástæðan fyrir því að blaðið er hvítt. Hvítt sólarljós er nefnilega blanda af öllum litum. Ef við litum blaðið grænt þá gleypir það í sig aðra liti úr sólarljósinu en einmitt þann græna, sem það endurkastar. Af þessu leiðir að svartir hlutir eru svartir, af því að nær ekkert af sólarljósinu endurkastast af þeim. Síðan eru til fyrirbæri sem við nefnum svarthol en um þau gildir af ekkert ljós sleppur frá þeim og við sjáum þau þess vegna alls ekki. Um þau má til dæmis lesa í svari við spurningunni Er hægt að taka mynd af svartholi? Frekara lesefni:
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.
JGÞ. „Af hverju sogar svartur litur í sig mest ljós en samt er hann dökkur?“ Vísindavefurinn, 17. október 2008, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49634.
JGÞ. (2008, 17. október). Af hverju sogar svartur litur í sig mest ljós en samt er hann dökkur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49634
JGÞ. „Af hverju sogar svartur litur í sig mest ljós en samt er hann dökkur?“ Vísindavefurinn. 17. okt. 2008. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49634>.