Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað merkir orðatiltækið 'ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið' og hvaðan er það komið?

Guðrún Kvaran

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvort er rétt: „Kálið verður ekki sopið fyrr en í ausuna er komið“ eða „Kálið er ekki sopið þó að í ausuna sé komið“?
Orðatiltækið eigi er enn sopið kálið þó að í ausuna sé komið þekkist þegar í fornu máli. Í 11. kafla Þórðar sögu hreðu stendur:

Ríða þeir nú fram að þeim með brugðnum sverðum. Skeggi stekkur þá upp og mælti: „Sækjum nú að þeim Ásbjörn frændi og látum þá nú kenna liðsmunar og hefn nú Orms bróður þíns.“ „Svo skal vera,“ sagði Ásbjörn. Þórður svarar: „Eigi er enn sopið kálið þó að í ausuna sé komið“ (Íslensk fornrit XIV, 217 (stafsetningu breytt.))

Svo virðist sem kál hafi ekki alltaf fylgt með í orðatiltækinu. Í 57. kafla Grettis sögu segir til dæmis:

Í því kom Þórir að með allt liðið og bað þá nú ganga í milli bols og höfuðs á Gretti og kvað lítið mundu fyrir illmennið leggjast. Grettir svarar: „Eigi er sopið þó að í ausuna sé komið“ (Íslensk fornrit VII:183 (stafsetningu breytt)).

Orðasambandið súpa kál í merkingunni ‘fá að kenna á einhverju’ þekkist að minnsta kosti frá því um miðja 16. öld en í bókstaflegri merkingu er átt við að sötra kálsúpu sem líklegast hefur þótt heldur ómerkilegur matur. Í seðlasafni Orðabókar Háskólans eru elstu dæmin úr handriti frá því upp úr miðri þeirri öld. Þau eru: „Allir bræður skulu eitt kál súpa“ og „Líkir bræður hljóta líkt kál að súpa“ (stafsetningu breytt). Þessir málshættir hafa síðan verið notaðir allt til þessa dags.

Ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið er til í seðlasafninu allt frá síðari helmingi 18. aldar. Frá fyrri hluta 19. aldar er þetta afbrigði: „Ég læt ei gott kál úr ausu minni ósopið“.

Merkingin er að ekki skuli fagna sigri of snemma, ekki sé útséð um endalokin.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

27.4.2005

Spyrjandi

Valdimar Auðunsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðatiltækið 'ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið' og hvaðan er það komið?“ Vísindavefurinn, 27. apríl 2005. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4965.

Guðrún Kvaran. (2005, 27. apríl). Hvað merkir orðatiltækið 'ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið' og hvaðan er það komið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4965

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðatiltækið 'ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið' og hvaðan er það komið?“ Vísindavefurinn. 27. apr. 2005. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4965>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir orðatiltækið 'ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið' og hvaðan er það komið?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hvort er rétt: „Kálið verður ekki sopið fyrr en í ausuna er komið“ eða „Kálið er ekki sopið þó að í ausuna sé komið“?
Orðatiltækið eigi er enn sopið kálið þó að í ausuna sé komið þekkist þegar í fornu máli. Í 11. kafla Þórðar sögu hreðu stendur:

Ríða þeir nú fram að þeim með brugðnum sverðum. Skeggi stekkur þá upp og mælti: „Sækjum nú að þeim Ásbjörn frændi og látum þá nú kenna liðsmunar og hefn nú Orms bróður þíns.“ „Svo skal vera,“ sagði Ásbjörn. Þórður svarar: „Eigi er enn sopið kálið þó að í ausuna sé komið“ (Íslensk fornrit XIV, 217 (stafsetningu breytt.))

Svo virðist sem kál hafi ekki alltaf fylgt með í orðatiltækinu. Í 57. kafla Grettis sögu segir til dæmis:

Í því kom Þórir að með allt liðið og bað þá nú ganga í milli bols og höfuðs á Gretti og kvað lítið mundu fyrir illmennið leggjast. Grettir svarar: „Eigi er sopið þó að í ausuna sé komið“ (Íslensk fornrit VII:183 (stafsetningu breytt)).

Orðasambandið súpa kál í merkingunni ‘fá að kenna á einhverju’ þekkist að minnsta kosti frá því um miðja 16. öld en í bókstaflegri merkingu er átt við að sötra kálsúpu sem líklegast hefur þótt heldur ómerkilegur matur. Í seðlasafni Orðabókar Háskólans eru elstu dæmin úr handriti frá því upp úr miðri þeirri öld. Þau eru: „Allir bræður skulu eitt kál súpa“ og „Líkir bræður hljóta líkt kál að súpa“ (stafsetningu breytt). Þessir málshættir hafa síðan verið notaðir allt til þessa dags.

Ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið er til í seðlasafninu allt frá síðari helmingi 18. aldar. Frá fyrri hluta 19. aldar er þetta afbrigði: „Ég læt ei gott kál úr ausu minni ósopið“.

Merkingin er að ekki skuli fagna sigri of snemma, ekki sé útséð um endalokin....