Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru málmleysingjar, hliðarmálmar og halógenar?

Sævar Helgi Bragason

Málmleysingjar eru frumefni sem teljast ekki til málma. Þeir geta hvorki leitt rafmagn né hita mjög vel og eru mjög brothættir ólíkt málmunum. Meðal málmleysingja eru eðalgastegundir, halógenar, vetni, súrefni, kolefni og kísill. Við stofuhita eru allir málmleysingjarnir annað hvort í gasham eða storkuham, fyrir utan bróm sem er vökvi við stofuhita.

Málmleysingjarnir eru:

  • vetni
  • helín
  • kolefni
  • nitur
  • súrefni
  • flúor
  • neon
  • fosfór
  • brennisteinn
  • klór
  • argon
  • selen
  • bróm
  • krypton
  • joð
  • xenon
  • astat
  • radon

Til hliðarmálma teljast 38 frumefni. Hliðarmálmarnir eru teygjanlegir og leiða hita og rafmagn vel, líkt og allir málmar. Athyglisvert er að gildisrafeindir hliðarmálma (rafeindirnar sem þeir nota til að bindast öðrum efnum) eru í nokkrum hvolfum en ekki einu eins og algengast er. Meðal hliðarmálma eru til dæmis járn, kóbalt og nikkel en það eru einu frumefnin sem við vitum að mynda segulsvið.

Hliðarmálmarnir eru:

  • skandín
  • títan
  • vanadín
  • króm
  • mangan
  • járn
  • kóbalt
  • nikkel
  • kopar
  • sink
  • yttrín
  • sirkon
  • níóbín
  • mólýbden
  • teknetín
  • rúten
  • ródín
  • palladín
  • silfur
  • kadmín
  • hafnín
  • tantal
  • wolfram
  • renín
  • osmín
  • iridín
  • platína
  • gull
  • kvikasilfur
  • rutherfordín
  • dubnín
  • seaborgín
  • bohrín
  • hassín
  • meitnerín
  • darmstatín
  • röntgenín
  • kópernikín

Halógenar eru fimm málmleysingjar í sautjánda hópi lotukerfisins. Nafnið „halógenar“ þýðir „saltmyndari“ en nokkur efnasambönd sem innihalda halógena eru stundum kölluð „sölt“. Þannig inniheldur venjulegt matarsalt halógenann klór og alkalímálminn natrín. Önnur halógeninnihaldandi efni eru til dæmis klóroform, vetnisbrómíð og etanólbrómíð. Allir halógenar hafa sjö rafeindir á ytra hvolfi og bæta þannig auðveldlega við sig rafeind. Þeir eru því mjög virkir og finnast ekki óbundnir í náttúrunni.

Halógenarnir eru:

  • flúor (gas)
  • klór (gas)
  • bróm (fljótandi)
  • joð (fast)
  • astatín (fast)
Höfundur þakkar Tom Brenner efnafræðingi fyrir góðar ábendingar varðandi svarið.

Heimildir:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

28.4.2005

Síðast uppfært

19.10.2022

Spyrjandi

Stefanía Þorsteinsdóttir
Elísabet Ósk

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvað eru málmleysingjar, hliðarmálmar og halógenar?“ Vísindavefurinn, 28. apríl 2005, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4966.

Sævar Helgi Bragason. (2005, 28. apríl). Hvað eru málmleysingjar, hliðarmálmar og halógenar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4966

Sævar Helgi Bragason. „Hvað eru málmleysingjar, hliðarmálmar og halógenar?“ Vísindavefurinn. 28. apr. 2005. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4966>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru málmleysingjar, hliðarmálmar og halógenar?
Málmleysingjar eru frumefni sem teljast ekki til málma. Þeir geta hvorki leitt rafmagn né hita mjög vel og eru mjög brothættir ólíkt málmunum. Meðal málmleysingja eru eðalgastegundir, halógenar, vetni, súrefni, kolefni og kísill. Við stofuhita eru allir málmleysingjarnir annað hvort í gasham eða storkuham, fyrir utan bróm sem er vökvi við stofuhita.

Málmleysingjarnir eru:

  • vetni
  • helín
  • kolefni
  • nitur
  • súrefni
  • flúor
  • neon
  • fosfór
  • brennisteinn
  • klór
  • argon
  • selen
  • bróm
  • krypton
  • joð
  • xenon
  • astat
  • radon

Til hliðarmálma teljast 38 frumefni. Hliðarmálmarnir eru teygjanlegir og leiða hita og rafmagn vel, líkt og allir málmar. Athyglisvert er að gildisrafeindir hliðarmálma (rafeindirnar sem þeir nota til að bindast öðrum efnum) eru í nokkrum hvolfum en ekki einu eins og algengast er. Meðal hliðarmálma eru til dæmis járn, kóbalt og nikkel en það eru einu frumefnin sem við vitum að mynda segulsvið.

Hliðarmálmarnir eru:

  • skandín
  • títan
  • vanadín
  • króm
  • mangan
  • járn
  • kóbalt
  • nikkel
  • kopar
  • sink
  • yttrín
  • sirkon
  • níóbín
  • mólýbden
  • teknetín
  • rúten
  • ródín
  • palladín
  • silfur
  • kadmín
  • hafnín
  • tantal
  • wolfram
  • renín
  • osmín
  • iridín
  • platína
  • gull
  • kvikasilfur
  • rutherfordín
  • dubnín
  • seaborgín
  • bohrín
  • hassín
  • meitnerín
  • darmstatín
  • röntgenín
  • kópernikín

Halógenar eru fimm málmleysingjar í sautjánda hópi lotukerfisins. Nafnið „halógenar“ þýðir „saltmyndari“ en nokkur efnasambönd sem innihalda halógena eru stundum kölluð „sölt“. Þannig inniheldur venjulegt matarsalt halógenann klór og alkalímálminn natrín. Önnur halógeninnihaldandi efni eru til dæmis klóroform, vetnisbrómíð og etanólbrómíð. Allir halógenar hafa sjö rafeindir á ytra hvolfi og bæta þannig auðveldlega við sig rafeind. Þeir eru því mjög virkir og finnast ekki óbundnir í náttúrunni.

Halógenarnir eru:

  • flúor (gas)
  • klór (gas)
  • bróm (fljótandi)
  • joð (fast)
  • astatín (fast)
Höfundur þakkar Tom Brenner efnafræðingi fyrir góðar ábendingar varðandi svarið.

Heimildir:

...