Sólin Sólin Rís 07:33 • sest 19:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:22 • Sest 18:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:37 • Síðdegis: 15:05 í Reykjavík

Er andlit á reikistjörnunni Mars?

Sævar Helgi Bragason

Andlitið á Mars, sem sást á mynd sem Viking 1 geimfarið tók árið 1976 af Cydoníu-svæðinu, er ekkert annað en vindsorfin hæð og leikur ljóss og skugga.

Á myndinni sést það sem mörgum finnst við fyrstu sýn vera mannsandlit. NASA sendi myndina til fjölmiðla því að menn töldu að hún væri til þess fallin að vekja athygli á verkefninu. Ýmsir þóttust greina þarna andlit sem staðsett væri við hliðina á heilli borg og við nákvæma skoðun áttu einnig að sjást hof og varnarvirki. Fjölmargir töldu þetta vera ótvíræða vísbendingu um að geimverur hefðu ferðast til Mars og skorið út andlitið einhvern tímann í fortíðinni. Sumir héldu því jafnvel fram að tengsl væru á milli andlitsins og helgitákna Inkanna á Nazca-sléttunni í Perú.

Árið 1998 tók annað geimfar, Mars Global Surveyor (sem enn sveimar í kringum Mars), nýjar myndir af svæðinu í miklu betri upplausn en Viking-brautarfarið hafði gert. Sannast sagna kom ekkert merkilegra í ljós annað en lítil vindsorfin hæð á Mars eins og sést á myndunum hér að neðan.Hér sjást þrjár myndir af "andlitinu á Mars". Myndina vinstra megin tók Viking 1 geimfarið árið 1976 en myndirnar í miðjunni og hægra megin voru teknar með Mars Global Surveyor geimfarinu. Fyrsta myndin líkist vissulega andliti en seinni myndirnar tvær sýna að "andlitið" er vindsorfin hæð. Margir kannast við svipaða sjónhverfingu þegar þeir sjá hraun úr fjarska sem lítur út eins og tröll en er að sjálfsögðu bara hraun þegar nær dregur. Hægt er að smella á myndina til að sjá stærri útgáfu af henni.

Heimildir:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

28.4.2005

Spyrjandi

Óskar Þór Sævarsson

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Er andlit á reikistjörnunni Mars?“ Vísindavefurinn, 28. apríl 2005. Sótt 30. september 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=4968.

Sævar Helgi Bragason. (2005, 28. apríl). Er andlit á reikistjörnunni Mars? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4968

Sævar Helgi Bragason. „Er andlit á reikistjörnunni Mars?“ Vísindavefurinn. 28. apr. 2005. Vefsíða. 30. sep. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4968>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er andlit á reikistjörnunni Mars?
Andlitið á Mars, sem sást á mynd sem Viking 1 geimfarið tók árið 1976 af Cydoníu-svæðinu, er ekkert annað en vindsorfin hæð og leikur ljóss og skugga.

Á myndinni sést það sem mörgum finnst við fyrstu sýn vera mannsandlit. NASA sendi myndina til fjölmiðla því að menn töldu að hún væri til þess fallin að vekja athygli á verkefninu. Ýmsir þóttust greina þarna andlit sem staðsett væri við hliðina á heilli borg og við nákvæma skoðun áttu einnig að sjást hof og varnarvirki. Fjölmargir töldu þetta vera ótvíræða vísbendingu um að geimverur hefðu ferðast til Mars og skorið út andlitið einhvern tímann í fortíðinni. Sumir héldu því jafnvel fram að tengsl væru á milli andlitsins og helgitákna Inkanna á Nazca-sléttunni í Perú.

Árið 1998 tók annað geimfar, Mars Global Surveyor (sem enn sveimar í kringum Mars), nýjar myndir af svæðinu í miklu betri upplausn en Viking-brautarfarið hafði gert. Sannast sagna kom ekkert merkilegra í ljós annað en lítil vindsorfin hæð á Mars eins og sést á myndunum hér að neðan.Hér sjást þrjár myndir af "andlitinu á Mars". Myndina vinstra megin tók Viking 1 geimfarið árið 1976 en myndirnar í miðjunni og hægra megin voru teknar með Mars Global Surveyor geimfarinu. Fyrsta myndin líkist vissulega andliti en seinni myndirnar tvær sýna að "andlitið" er vindsorfin hæð. Margir kannast við svipaða sjónhverfingu þegar þeir sjá hraun úr fjarska sem lítur út eins og tröll en er að sjálfsögðu bara hraun þegar nær dregur. Hægt er að smella á myndina til að sjá stærri útgáfu af henni.

Heimildir:

...