Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það satt að ísbirnir éti stundum dýr sem eru þrisvar sinnum stærri en þeir sjálfir?

Jón Már Halldórsson

Rannsóknir á fæðuvali ísbjarna (Ursus maritimus) hafa sýnt að selir eru helsta fæða þeirra. Hringanóri (Phoca hispida) skipar þar stærstan sess en á sumum svæðum er kampselur (Erignathus barbatus) næst mikilvægasta fæðan. Aðrar selategundir sem ísbirnir veiða eru vöðuselur (Pagophilus groenlandicus) og blöðruselur (Cystophora cristata) en hlutfall þessara tegunda í fæðunni er afar breytilegt eftir svæðum þar sem útbreiðslusvæði ísbjarnarins nær allt í kringum norðurpól.



Ísbjörn að gæða sér á sel en selir eru helsta fæða þeirra.

Það er staðreynd að ísbirnir geta drepið og étið dýr sem eru allt að þrisvar sinnum þyngri en þeir sjálfir. Dæmi eru um það að nálægt Wrangler-eyju undan ströndum Síberíu hafi fullorðin karldýr ráðist á rostunga (Odobenus rosmarus), slegið hrömmum sínum í bakið á þeim þannig að þeir hryggbrotnuðu og síðan étið þá í rólegheitum.

Enn fremur eru til dæmi um að ísbirnir hafi drepið mjaldur (Delphinapterus leucas) úr öndunaropum lagnaðaríss, en oft bera þessir hvalir stór og mikil ör eftir viðureignir við ísbirni. Mjaldrar geta verið allt að 1,5 tonn að þyngd. Það skal tekið fram að slíkar veiðar fara fram við mjög sérstakar aðstæður og þar eiga einungis fullvaxin karldýr hlut að máli.



Mjaldrar með ör eftir átök við ísbirni.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.4.2005

Spyrjandi

Magnús Guðmundsson, f. 1987

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er það satt að ísbirnir éti stundum dýr sem eru þrisvar sinnum stærri en þeir sjálfir?“ Vísindavefurinn, 29. apríl 2005, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4970.

Jón Már Halldórsson. (2005, 29. apríl). Er það satt að ísbirnir éti stundum dýr sem eru þrisvar sinnum stærri en þeir sjálfir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4970

Jón Már Halldórsson. „Er það satt að ísbirnir éti stundum dýr sem eru þrisvar sinnum stærri en þeir sjálfir?“ Vísindavefurinn. 29. apr. 2005. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4970>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það satt að ísbirnir éti stundum dýr sem eru þrisvar sinnum stærri en þeir sjálfir?
Rannsóknir á fæðuvali ísbjarna (Ursus maritimus) hafa sýnt að selir eru helsta fæða þeirra. Hringanóri (Phoca hispida) skipar þar stærstan sess en á sumum svæðum er kampselur (Erignathus barbatus) næst mikilvægasta fæðan. Aðrar selategundir sem ísbirnir veiða eru vöðuselur (Pagophilus groenlandicus) og blöðruselur (Cystophora cristata) en hlutfall þessara tegunda í fæðunni er afar breytilegt eftir svæðum þar sem útbreiðslusvæði ísbjarnarins nær allt í kringum norðurpól.



Ísbjörn að gæða sér á sel en selir eru helsta fæða þeirra.

Það er staðreynd að ísbirnir geta drepið og étið dýr sem eru allt að þrisvar sinnum þyngri en þeir sjálfir. Dæmi eru um það að nálægt Wrangler-eyju undan ströndum Síberíu hafi fullorðin karldýr ráðist á rostunga (Odobenus rosmarus), slegið hrömmum sínum í bakið á þeim þannig að þeir hryggbrotnuðu og síðan étið þá í rólegheitum.

Enn fremur eru til dæmi um að ísbirnir hafi drepið mjaldur (Delphinapterus leucas) úr öndunaropum lagnaðaríss, en oft bera þessir hvalir stór og mikil ör eftir viðureignir við ísbirni. Mjaldrar geta verið allt að 1,5 tonn að þyngd. Það skal tekið fram að slíkar veiðar fara fram við mjög sérstakar aðstæður og þar eiga einungis fullvaxin karldýr hlut að máli.



Mjaldrar með ör eftir átök við ísbirni.

Mynd:...