Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Er jarðvarmi endalaus orkulind?

Þorsteinn Vilhjálmsson og Sveinbjörn Björnsson

Þetta er nokkuð snúin spurning eins og góðar spurningar eiga að vera. Ef jarðvarminn stafaði eingöngu af því að jörðin var heit í upphafi lægi svarið nokkuð beint við: Sá varmi var endanlegur og væri nú að mestu horfinn.

En undirrót jarðvarmans sem streymir frá jörðinni er ekki eingöngu upprunalegur hiti í iðrum jarðar, heldur eru þar líka geislavirk efni sem gefa í sífellu frá sér orku sem heldur hitanum við. Orkan sem býr í þessum efnum er svo mikil að varla sér högg á vatni þó að hluti hennar berist burt sem jarðvarmi. Orkuforði jarðvarmans er þess vegna svo mikill, miðað við orkustreymið og umsvif okkar, að okkur er alveg óhætt að líta á jarðvarmann sem endalausa eða ótakmarkaða orkulind: Það mun ýmislegt annað og meira ganga á hér á jörðinni áður en að því kemur að forði jarðvarmans fari að láta á sjá.

Þrátt fyrir að það sé óhætt að líta á jarðvarmann sem endalausa eða ótakmarkaða orkulind þarf að gæta jafnvægis í vinnslu og endurnýjun ef vinnslan krefst hraðara varmanáms en náttúruleg endurnýjun stendur undir

Hitt er svo annað mál að jarðvarmi sem er okkur aðgengilegur til nýtingar í jarðskorpunni hefur safnast þar upp með hægri varmaleiðingu að innan eða borist þangað með kviku. Þessi forði er takmarkaður og svo getur farið að við nýtum hann hraðar en náttúran hefur undan að endurnýja. Þess vegna þarf að gæta jafnvægis í vinnslu og endurnýjun eða hvíla svæði ef vinnslan krefst hraðara varmanáms en náttúruleg endurnýjun stendur undir.

Lesa má meira um jarðvarma í svari Guðmundar Pálmasonar við spurningunni Hvað er jarðhiti? og í Jarðhitabók Guðmundar Pálmasonar sem nýlega kom út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi.

Mynd:

Höfundar

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

jarðeðlisfræðingur

Útgáfudagur

4.5.2005

Spyrjandi

Íris Birgisdóttir

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson og Sveinbjörn Björnsson. „Er jarðvarmi endalaus orkulind?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2005. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4978.

Þorsteinn Vilhjálmsson og Sveinbjörn Björnsson. (2005, 4. maí). Er jarðvarmi endalaus orkulind? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4978

Þorsteinn Vilhjálmsson og Sveinbjörn Björnsson. „Er jarðvarmi endalaus orkulind?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2005. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4978>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er jarðvarmi endalaus orkulind?
Þetta er nokkuð snúin spurning eins og góðar spurningar eiga að vera. Ef jarðvarminn stafaði eingöngu af því að jörðin var heit í upphafi lægi svarið nokkuð beint við: Sá varmi var endanlegur og væri nú að mestu horfinn.

En undirrót jarðvarmans sem streymir frá jörðinni er ekki eingöngu upprunalegur hiti í iðrum jarðar, heldur eru þar líka geislavirk efni sem gefa í sífellu frá sér orku sem heldur hitanum við. Orkan sem býr í þessum efnum er svo mikil að varla sér högg á vatni þó að hluti hennar berist burt sem jarðvarmi. Orkuforði jarðvarmans er þess vegna svo mikill, miðað við orkustreymið og umsvif okkar, að okkur er alveg óhætt að líta á jarðvarmann sem endalausa eða ótakmarkaða orkulind: Það mun ýmislegt annað og meira ganga á hér á jörðinni áður en að því kemur að forði jarðvarmans fari að láta á sjá.

Þrátt fyrir að það sé óhætt að líta á jarðvarmann sem endalausa eða ótakmarkaða orkulind þarf að gæta jafnvægis í vinnslu og endurnýjun ef vinnslan krefst hraðara varmanáms en náttúruleg endurnýjun stendur undir

Hitt er svo annað mál að jarðvarmi sem er okkur aðgengilegur til nýtingar í jarðskorpunni hefur safnast þar upp með hægri varmaleiðingu að innan eða borist þangað með kviku. Þessi forði er takmarkaður og svo getur farið að við nýtum hann hraðar en náttúran hefur undan að endurnýja. Þess vegna þarf að gæta jafnvægis í vinnslu og endurnýjun eða hvíla svæði ef vinnslan krefst hraðara varmanáms en náttúruleg endurnýjun stendur undir.

Lesa má meira um jarðvarma í svari Guðmundar Pálmasonar við spurningunni Hvað er jarðhiti? og í Jarðhitabók Guðmundar Pálmasonar sem nýlega kom út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi.

Mynd:...