Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Hvað er samrunaorka?

ÞV

Samrunaorka er orkan sem losnar úr læðingi við kjarnasamruna (e. nuclear fusion). Léttir atómkjarnar renna þá saman og mynda aðra þyngri. Massi léttu kjarnanna er samanlagt meiri en massi þyngri kjarnanna sem myndast og þessi massamunur kemur fram sem orka samkvæmt hinni frægu jöfnu Einsteins
E = m c2
Mikill hluti þeirrar orku sem við nýtum hér á jörðinni er upphaflega samrunarorka því að nær allir orkugjafar hér á jörðinni eiga rætur að rekja til sólarinnar og í henni fer einmitt fram kjarnasamruni.

Meira lesefni um þetta má finna með því að smella til dæmis á leitarorðið "samruni" hér til hliðar.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

4.5.2005

Spyrjandi

Arnar Sigurjónsson

Tilvísun

ÞV. „Hvað er samrunaorka?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2005. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4980.

ÞV. (2005, 4. maí). Hvað er samrunaorka? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4980

ÞV. „Hvað er samrunaorka?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2005. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4980>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er samrunaorka?
Samrunaorka er orkan sem losnar úr læðingi við kjarnasamruna (e. nuclear fusion). Léttir atómkjarnar renna þá saman og mynda aðra þyngri. Massi léttu kjarnanna er samanlagt meiri en massi þyngri kjarnanna sem myndast og þessi massamunur kemur fram sem orka samkvæmt hinni frægu jöfnu Einsteins

E = m c2
Mikill hluti þeirrar orku sem við nýtum hér á jörðinni er upphaflega samrunarorka því að nær allir orkugjafar hér á jörðinni eiga rætur að rekja til sólarinnar og í henni fer einmitt fram kjarnasamruni.

Meira lesefni um þetta má finna með því að smella til dæmis á leitarorðið "samruni" hér til hliðar....