Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig troða menn marvaða og hvaðan er það orðasamband komið?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Marvaði er sérstakur fótaburður í vatni. Menn eru nánast í lóðréttri stöðu en hreyfa fæturna fram og aftur til að halda sér á floti. Margur maðurinn hefur bjargað sér frá drukknun með því að troða marvaða.


Hermenn að troða marvaða.

Orðið er samsett úr mar ‘sjór’ og vaði af sögninni að vaða ‘ösla í vatni’. Elstu dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðið eru frá 17. öld og orðið var þá notað um að ganga á sjó. Í munnmælasögum frá 17. öld segir:
Þá hafa þeir menn fundizt sem fyrir rúnirnar og með hjálp annarra hluta hafa kunnað að ganga á sjónum sem á þurru landi, og það kölluðu þeir gömlu að troða marvaða.
Í nútíma skilningi orðsins eru menn í sjónum þegar þeir troða marvaða.

Heimild:
  • Munnmælasögur 17. aldar. Bjarni Einarsson bjó til prentunar. Hið íslenzka fræðafélag, Reykjavík 1955.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

23.12.2008

Spyrjandi

Lilja Oddsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig troða menn marvaða og hvaðan er það orðasamband komið?“ Vísindavefurinn, 23. desember 2008, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49844.

Guðrún Kvaran. (2008, 23. desember). Hvernig troða menn marvaða og hvaðan er það orðasamband komið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49844

Guðrún Kvaran. „Hvernig troða menn marvaða og hvaðan er það orðasamband komið?“ Vísindavefurinn. 23. des. 2008. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49844>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig troða menn marvaða og hvaðan er það orðasamband komið?
Marvaði er sérstakur fótaburður í vatni. Menn eru nánast í lóðréttri stöðu en hreyfa fæturna fram og aftur til að halda sér á floti. Margur maðurinn hefur bjargað sér frá drukknun með því að troða marvaða.


Hermenn að troða marvaða.

Orðið er samsett úr mar ‘sjór’ og vaði af sögninni að vaða ‘ösla í vatni’. Elstu dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðið eru frá 17. öld og orðið var þá notað um að ganga á sjó. Í munnmælasögum frá 17. öld segir:
Þá hafa þeir menn fundizt sem fyrir rúnirnar og með hjálp annarra hluta hafa kunnað að ganga á sjónum sem á þurru landi, og það kölluðu þeir gömlu að troða marvaða.
Í nútíma skilningi orðsins eru menn í sjónum þegar þeir troða marvaða.

Heimild:
  • Munnmælasögur 17. aldar. Bjarni Einarsson bjó til prentunar. Hið íslenzka fræðafélag, Reykjavík 1955.

Mynd: