Sólin Sólin Rís 07:29 • sest 19:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 08:12 • Sest 17:34 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:30 • Síðdegis: 17:54 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:50 • Síðdegis: 24:02 í Reykjavík

Af hverju hafa úlfaldar hnúð á bakinu?

Jón Már Halldórsson

Til úlfalda teljast tvær tegundir, kameldýr (Camelus bactrianus) og drómedarar (Camelus dromedarius). Kameldýr eru með tvo hnúða á baki og lifa í Mið-Asíu en drómedarar hafa aðeins einn hnúð og lifa í norðanverðri Afríku og í Arabíu.

Það er algengur misskilningur að hnúðarnir séu fylltir vökva og nýtist þess vegna sem hálfgerð vatnstunna í neyð. Svo er ekki, enda mæta dýrin vökvaskorti með öðrum hætti. Í hnúðunum er fita sem dýrin geta umbreytt í næringu þegar lítið er um mat. Hjá kameldýrum getur hvor hnúður innihaldið allt að 36 kg af fitu. Fái úlfaldar ekki í mat í lengri tíma gengur á fituforðann í hnúðunum sem verða verða slappir og lafa alveg þegar varabirgðirnar klárast.

Það er þumalputtaregla meðal eyðimerkurþjóða Afríku og Asíu að útlit hnúðsins gefi vísbendingu um heilbrigði dýranna, þar með talið næringarástand. Því þrýstnari sem hnúðurinn er, því betur er dýrið haldið.

Slíkar varabirgðir eru vel þekktar meðal spendýra. Meðal annars má nefna að sauðfé safnar fitu í dindlana sem geta orðið gríðarstórir.

Vatnsbirgðir úlfalda eru hins vegar í sekkjum sem liggja út frá maganum. Kameldýr geta þolað meira vatnstap en gengur og gerist meðal annarra spendýra eða allt að 30% en hjá flestum spendýrum getur 15% vatnstap reynst banvænt. Líkami úlfalda hefur aðlagast eyðimerkurlífi á fleiri vegu, til dæmis svitna þeir ekki auk þess sem þeir geta drukkið allt að 100 l af vatni í einu.Þetta kameldýr er greinilega í góðu líkamlegu ástandi.

Heimildir og mynd:
  • Nowak, R. 1997. Walker's Mammals of the World. Baltimore, Maryland.
  • Angelfire.com

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.5.2005

Spyrjandi

Tinna Rún Snorradóttir, f. 1995

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju hafa úlfaldar hnúð á bakinu?“ Vísindavefurinn, 11. maí 2005. Sótt 20. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=4995.

Jón Már Halldórsson. (2005, 11. maí). Af hverju hafa úlfaldar hnúð á bakinu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4995

Jón Már Halldórsson. „Af hverju hafa úlfaldar hnúð á bakinu?“ Vísindavefurinn. 11. maí. 2005. Vefsíða. 20. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4995>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju hafa úlfaldar hnúð á bakinu?
Til úlfalda teljast tvær tegundir, kameldýr (Camelus bactrianus) og drómedarar (Camelus dromedarius). Kameldýr eru með tvo hnúða á baki og lifa í Mið-Asíu en drómedarar hafa aðeins einn hnúð og lifa í norðanverðri Afríku og í Arabíu.

Það er algengur misskilningur að hnúðarnir séu fylltir vökva og nýtist þess vegna sem hálfgerð vatnstunna í neyð. Svo er ekki, enda mæta dýrin vökvaskorti með öðrum hætti. Í hnúðunum er fita sem dýrin geta umbreytt í næringu þegar lítið er um mat. Hjá kameldýrum getur hvor hnúður innihaldið allt að 36 kg af fitu. Fái úlfaldar ekki í mat í lengri tíma gengur á fituforðann í hnúðunum sem verða verða slappir og lafa alveg þegar varabirgðirnar klárast.

Það er þumalputtaregla meðal eyðimerkurþjóða Afríku og Asíu að útlit hnúðsins gefi vísbendingu um heilbrigði dýranna, þar með talið næringarástand. Því þrýstnari sem hnúðurinn er, því betur er dýrið haldið.

Slíkar varabirgðir eru vel þekktar meðal spendýra. Meðal annars má nefna að sauðfé safnar fitu í dindlana sem geta orðið gríðarstórir.

Vatnsbirgðir úlfalda eru hins vegar í sekkjum sem liggja út frá maganum. Kameldýr geta þolað meira vatnstap en gengur og gerist meðal annarra spendýra eða allt að 30% en hjá flestum spendýrum getur 15% vatnstap reynst banvænt. Líkami úlfalda hefur aðlagast eyðimerkurlífi á fleiri vegu, til dæmis svitna þeir ekki auk þess sem þeir geta drukkið allt að 100 l af vatni í einu.Þetta kameldýr er greinilega í góðu líkamlegu ástandi.

Heimildir og mynd:
  • Nowak, R. 1997. Walker's Mammals of the World. Baltimore, Maryland.
  • Angelfire.com

...