Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Geta konur verið með dreyrasýki eða eru þær alltaf bara arfberar?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Spurningin hljóðaði svona í heild sinni:
Eru 50% líkur á því að kona sem á pabba sem er blæðari og mömmu sem er arfberi verði blæðari eða eru konur alltaf arfberar?

Ef faðir er blæðari og móðir arfberi eru helmings líkur á að stúlkufóstur verði arfhreint um X-tengt dreyrasýkigen. Aftur á móti fæðast ekki slík stúlkubörn og er talið að ástæðan sé sú að stúlkufóstur sem eru arfhrein um þetta gallaða gen deyi á fósturskeiði.

Þess má einnig geta að stúlka sem er arfberi um dreyrasýkigen getur verið með milda gerð af dreyrasýki, þótt hún verði ekki blæðari á sama hátt og piltur.

Til eru ýmsar gerðir af dreyrasýki en þær eiga það allar sameiginlegt að gen fyrir tiltekið blóðstorkuprótín er gallað vegna stökkbreytingar. Algengustu gerðirnar eru A-dreyrasýki í um 90% tilfella og B-dreyrasýki í um 9% en þá eru genin fyrir blóðstorkuþátt XIII eða IX gölluð. Báðar þessar gerðir eru X-tengdar, það er genin eru á X-litningi. Hin tilfellin (1%) sem ekki falla undir þessar gerðir eru vegna stökkbreytinga í öðrum blóðstorkugenum.

Tíðni dreyrasýki er um 1 af hverjum 4.000 karlmönnum en er mun sjaldgæfari og mildari í konum.

Nánar má lesa um dreyrasýki í svari Páls Torfa Önundarsonar við spurningunni Er til lækning við dreyrasýki? og í svari Sifjar Jónsdóttur við spurningunni Hver eru tengsl dreyrasýki og erfða?

Heimildir:

Höfundur

Útgáfudagur

12.5.2005

Spyrjandi

Bylgja Sigurbjörnsdóttir, f. 1986

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Geta konur verið með dreyrasýki eða eru þær alltaf bara arfberar?“ Vísindavefurinn, 12. maí 2005. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4998.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2005, 12. maí). Geta konur verið með dreyrasýki eða eru þær alltaf bara arfberar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4998

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Geta konur verið með dreyrasýki eða eru þær alltaf bara arfberar?“ Vísindavefurinn. 12. maí. 2005. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4998>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geta konur verið með dreyrasýki eða eru þær alltaf bara arfberar?
Spurningin hljóðaði svona í heild sinni:

Eru 50% líkur á því að kona sem á pabba sem er blæðari og mömmu sem er arfberi verði blæðari eða eru konur alltaf arfberar?

Ef faðir er blæðari og móðir arfberi eru helmings líkur á að stúlkufóstur verði arfhreint um X-tengt dreyrasýkigen. Aftur á móti fæðast ekki slík stúlkubörn og er talið að ástæðan sé sú að stúlkufóstur sem eru arfhrein um þetta gallaða gen deyi á fósturskeiði.

Þess má einnig geta að stúlka sem er arfberi um dreyrasýkigen getur verið með milda gerð af dreyrasýki, þótt hún verði ekki blæðari á sama hátt og piltur.

Til eru ýmsar gerðir af dreyrasýki en þær eiga það allar sameiginlegt að gen fyrir tiltekið blóðstorkuprótín er gallað vegna stökkbreytingar. Algengustu gerðirnar eru A-dreyrasýki í um 90% tilfella og B-dreyrasýki í um 9% en þá eru genin fyrir blóðstorkuþátt XIII eða IX gölluð. Báðar þessar gerðir eru X-tengdar, það er genin eru á X-litningi. Hin tilfellin (1%) sem ekki falla undir þessar gerðir eru vegna stökkbreytinga í öðrum blóðstorkugenum.

Tíðni dreyrasýki er um 1 af hverjum 4.000 karlmönnum en er mun sjaldgæfari og mildari í konum.

Nánar má lesa um dreyrasýki í svari Páls Torfa Önundarsonar við spurningunni Er til lækning við dreyrasýki? og í svari Sifjar Jónsdóttur við spurningunni Hver eru tengsl dreyrasýki og erfða?

Heimildir:...