Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Af hverju glitrar snjórinn?

Ari Ólafsson

Nýfallinn snjór glitrar ekki, en harðfenni, sem er þéttari snjór, sem náð hefur að endurkristallast og mynda stærri samhangandi kristalla, glitrar.

Nýfallinn snjór er hvítur því örsmáir ískristallarnir í honum dreifa ljósinu í allar áttir óháð öldulengd, án þess að drekka mikið í sig. Ljósið getur náð einhverja tugi sentímetra inn í snjólagið eins og birtustig í snjóhúsum ber með sér. Hreinn snjór endurkastar nær öllu því ljósi sem á hann fellur, en endurkastið er ekki bundið við yfirborðslagið heldur nær hluti ljóssins töluvert inn í snjólagið. Ryk og óhreinindi sem falla á snjóinn draga úr endurkastinu svo snjórinn gránar. Mjög óhreinn snjór verður dökkur yfirlitum.

Við samþjöppun og endurkristöllun þar sem efnið grær saman í stærri einingar fer að bera á speglun frá stærri kristallaflötum. Við skynjum þetta sem glit eða örsmáa "ljósgjafa" (spegla). Þetta sama sjáum við í glersalla, þar sem kornastærðin fer ekki mikið undir millímetra, að ekki sé talað um gimsteinahrúgu.

Á Vísindavefnum eru nokkrar spurningar um snjó, til dæmis:

Höfundur

Ari Ólafsson

dósent emeritus í eðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

18.5.2005

Spyrjandi

Eva Grímsdóttir

Tilvísun

Ari Ólafsson. „Af hverju glitrar snjórinn?“ Vísindavefurinn, 18. maí 2005. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5004.

Ari Ólafsson. (2005, 18. maí). Af hverju glitrar snjórinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5004

Ari Ólafsson. „Af hverju glitrar snjórinn?“ Vísindavefurinn. 18. maí. 2005. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5004>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju glitrar snjórinn?
Nýfallinn snjór glitrar ekki, en harðfenni, sem er þéttari snjór, sem náð hefur að endurkristallast og mynda stærri samhangandi kristalla, glitrar.

Nýfallinn snjór er hvítur því örsmáir ískristallarnir í honum dreifa ljósinu í allar áttir óháð öldulengd, án þess að drekka mikið í sig. Ljósið getur náð einhverja tugi sentímetra inn í snjólagið eins og birtustig í snjóhúsum ber með sér. Hreinn snjór endurkastar nær öllu því ljósi sem á hann fellur, en endurkastið er ekki bundið við yfirborðslagið heldur nær hluti ljóssins töluvert inn í snjólagið. Ryk og óhreinindi sem falla á snjóinn draga úr endurkastinu svo snjórinn gránar. Mjög óhreinn snjór verður dökkur yfirlitum.

Við samþjöppun og endurkristöllun þar sem efnið grær saman í stærri einingar fer að bera á speglun frá stærri kristallaflötum. Við skynjum þetta sem glit eða örsmáa "ljósgjafa" (spegla). Þetta sama sjáum við í glersalla, þar sem kornastærðin fer ekki mikið undir millímetra, að ekki sé talað um gimsteinahrúgu.

Á Vísindavefnum eru nokkrar spurningar um snjó, til dæmis:

...