Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:03 • Sest 14:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:54 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:06 • Síðdegis: 22:16 í Reykjavík

Verða frumur alltaf minni og minni eftir því sem þær skipta sér oftar?

Guðmundur Eggertsson

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Við frumuskiptingu verða dótturfrumur minni en móðurfrumur. Verða þá ekki „næstu kynslóðir“ frumunnar ennþá minni og svo koll af kolli?

Þótt dótturfrumur séu minni en móðurfruma eins og hún var rétt fyrir skiptingu, ná þær senn eðlilegri stærð sinnar frumugerðar. Þær skipta sér varla fyrr en þær hafa náð þeirri stærð og ef til vill gott betur. Meðalstærð frumna í tilteknum vef líkamans helst því óbreytt þrátt fyrir frumuskiptingar.

Það sem máli skiptir er að við frumuskiptingu fá dótturfrumur í sinn hlut afrit af öllu erfðaefni móðurfrumunnar og geta því haldið starfsemi hennar áfram óslitið.Fruma að skipta sér.

Mynd: Aaron Straight - Focus - News from Harvard Medical, Dental & Public Health Schools.

Höfundur

Guðmundur Eggertsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

19.5.2005

Spyrjandi

Davíð Finnbogason, f. 1989

Tilvísun

Guðmundur Eggertsson. „Verða frumur alltaf minni og minni eftir því sem þær skipta sér oftar?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2005. Sótt 9. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=5009.

Guðmundur Eggertsson. (2005, 19. maí). Verða frumur alltaf minni og minni eftir því sem þær skipta sér oftar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5009

Guðmundur Eggertsson. „Verða frumur alltaf minni og minni eftir því sem þær skipta sér oftar?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2005. Vefsíða. 9. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5009>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Verða frumur alltaf minni og minni eftir því sem þær skipta sér oftar?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:

Við frumuskiptingu verða dótturfrumur minni en móðurfrumur. Verða þá ekki „næstu kynslóðir“ frumunnar ennþá minni og svo koll af kolli?

Þótt dótturfrumur séu minni en móðurfruma eins og hún var rétt fyrir skiptingu, ná þær senn eðlilegri stærð sinnar frumugerðar. Þær skipta sér varla fyrr en þær hafa náð þeirri stærð og ef til vill gott betur. Meðalstærð frumna í tilteknum vef líkamans helst því óbreytt þrátt fyrir frumuskiptingar.

Það sem máli skiptir er að við frumuskiptingu fá dótturfrumur í sinn hlut afrit af öllu erfðaefni móðurfrumunnar og geta því haldið starfsemi hennar áfram óslitið.Fruma að skipta sér.

Mynd: Aaron Straight - Focus - News from Harvard Medical, Dental & Public Health Schools....