Við frumuskiptingu verða dótturfrumur minni en móðurfrumur. Verða þá ekki „næstu kynslóðir“ frumunnar ennþá minni og svo koll af kolli?Þótt dótturfrumur séu minni en móðurfruma eins og hún var rétt fyrir skiptingu, ná þær senn eðlilegri stærð sinnar frumugerðar. Þær skipta sér varla fyrr en þær hafa náð þeirri stærð og ef til vill gott betur. Meðalstærð frumna í tilteknum vef líkamans helst því óbreytt þrátt fyrir frumuskiptingar. Það sem máli skiptir er að við frumuskiptingu fá dótturfrumur í sinn hlut afrit af öllu erfðaefni móðurfrumunnar og geta því haldið starfsemi hennar áfram óslitið.

Fruma að skipta sér.
Mynd: Aaron Straight - Focus - News from Harvard Medical, Dental & Public Health Schools.