Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna þurfum við að fara í skólann ef við viljum það ekki?

Haukur Már Helgason

Til þess að geta lifað og starfað í samfélagi nútímans er nauðsynlegt að hafa gengið í skóla. Það er hvort tveggja nauðsynlegt einstaklingunum, hverjum í sinni hamingjuleit, og samfélaginu í heild, bæði til að öllum störfum sé sinnt sem þurfa þykir og að virkt lýðræði haldist í landinu.

Lýðræðisþróun

Innifólgin í lýðræðishugsjón Evrópu er hugmyndin um frelsi þegnanna og jafnræði þeirra – hver og einn er frjáls gjörða sinna og allir eiga jafnan hlut að þeim ákvörðunum sem snerta alla landsmenn. Ísland er lýðræðisríki. Við teljum okkur því bæði skylt að hlúa að frelsi einstaklinganna til ákvarðana í því sem þá eina varðar og gera þeim kleift að taka raunverulega þátt í þeirri starfsemi sem varðar samfélagið allt.

Þekkingin gerir menn frjálsa. "Frjáls" maður án menntunar er eins og blindur maður í ókunnu landi. Honum er lítið gagn að því að ráða ferð sinni sjálfur – hann verður af allri fegurðinni í landslaginu og hann gengur sjálfsagt fyrir björg einhvern daginn. Gefðu manninum sjón, göngustaf og kort og hann mun ekki einvörðungu forðast hætturnar heldur getur hann gert hvort heldur sem er, séð fallegu staðina sem merktir hafa verið á kortið og dvalist þar, eða farið fram úr þekkingu þeirra sem á undan fóru, um ókunn lönd, ótroðnar slóðir.

En í lýðræðissamfélaginu er hver maður einnig meðábyrgur fyrir fjöldanum. Hættan er ekki einasta sú að blinda manninum verði gengið fyrir björg heldur að hann taki hina með sér. Til að við getum hegðað okkur skynsamlega í kosningum eða á öðrum vettvangi þar sem við höfum áhrif á þróun samfélagsins alls þurfum við að hafa þekkingu á málum. Grunnmenntun er þar nauðsynleg.

Iðnvæðing

Tækninýjungar hafa leitt af sér gerbreytta starfshætti frá því sem þekktist fyrir hundrað árum. Vélar sinna mestri erfiðisvinnu -- vélar vefa klæði, framleiða gosdrykki og bíla, flytja okkur á milli staða o.s.frv. – menn geta einbeitt sér að öðru en puði og streði.

Fáir þurfa lengur að starfa við nauðþurftaframleiðslu á Íslandi. Aðeins lítill hluti mannaflans fæst við að framleiða matvæli, fatnað og húsnæði. Margir vinna nú við að flytja vörur til, kaupa þær og selja, framleiða afþreyingu og menningu, starfa að vísindum og rannsóknum, auk þess að skipuleggja allt þetta. Menn þurfa að vera færir um að mennta sig til þessara starfa, en það eru þeir ekki án nokkurrar undirstöðumenntunar, s.s. lestrar- og skriftarkunnáttu. Nú starfar einnig hver með öðrum og menn þurfa að geta haft samskipti og samráð um starfsemi sína. Lestur, skrift, reikningur og ýmiss konar undirstöðuþekking önnur er þar nauðsynleg.

Þéttbýlismyndun

Það er stutt síðan flestir Íslendingar bjuggu á bóndabýlum, til sveita. Nú búum við, flest hver, í þéttbýliskjörnum. (Árið 1900 bjuggu enn 80% Íslendinga í sveit, nú rétt um 8%).

Í sveitinni var verkum skipt innan heimila. Verkin sem þurfti að vinna áður fyrr voru tiltölulega fábreytt og helst þau sem foreldrar sjálfir inntu af hendi frá degi til dags. Þau lærðust því heima fyrir. Nú eru verkin sem vinna skal fjölbreyttari, við þrengjum starfssvið okkar frekar og skiptum verkunum enn meir á milli okkar – um allt land og í æ ríkari mæli um allan heim Og hvort tveggja virðist opnast um leið, þörfin á að einhverjir sérhæfi sig í kennslu, því það sem kennt skal er annað en foreldrarnir hafa fyrir stafni, og möguleikinn á slíkri sérhæfingu, í nábýlinu.

Í stað þess að hvert foreldri noti hálfan daginn til að kenna börnunum það sem þau þurfa að læra, hálfan daginn til að undirbúa kennsluna og vinni á nóttunni, hefur þessu kerfi verið komið á, að ákveðnir einstaklingar taki að sér kennarastörf og kenni um það bil 20 barna hópum í einu. Þetta er skólakerfið. Þá fá foreldrarnir sofið, samfélagið virkar og börnin geta lært.

Skyldan sjálf

Börn eru ekki sjálfráða, skv. lögum. Foreldrar mega skylda þau til þátttöku í starfsemi sem þykir börnunum til góða. En börn eiga líka rétt og skyldur út fyrir fjölskylduna. Menntun þykir nógu mikilvæg bæði börnunum sjálfum og samfélaginu til að börnin skuli njóta hennar, hvernig sem þeim eða foreldrum líkar. Sú skylda er tvíhliða: Börnunum er skylt að læra (skólaskylda) en okkur er líka skylt að kenna þeim (fræðsluskylda).

Höfundur

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

8.6.2000

Spyrjandi

Oddný Guðríður, f. 1985

Tilvísun

Haukur Már Helgason. „Hvers vegna þurfum við að fara í skólann ef við viljum það ekki?“ Vísindavefurinn, 8. júní 2000, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=501.

Haukur Már Helgason. (2000, 8. júní). Hvers vegna þurfum við að fara í skólann ef við viljum það ekki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=501

Haukur Már Helgason. „Hvers vegna þurfum við að fara í skólann ef við viljum það ekki?“ Vísindavefurinn. 8. jún. 2000. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=501>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna þurfum við að fara í skólann ef við viljum það ekki?
Til þess að geta lifað og starfað í samfélagi nútímans er nauðsynlegt að hafa gengið í skóla. Það er hvort tveggja nauðsynlegt einstaklingunum, hverjum í sinni hamingjuleit, og samfélaginu í heild, bæði til að öllum störfum sé sinnt sem þurfa þykir og að virkt lýðræði haldist í landinu.

Lýðræðisþróun

Innifólgin í lýðræðishugsjón Evrópu er hugmyndin um frelsi þegnanna og jafnræði þeirra – hver og einn er frjáls gjörða sinna og allir eiga jafnan hlut að þeim ákvörðunum sem snerta alla landsmenn. Ísland er lýðræðisríki. Við teljum okkur því bæði skylt að hlúa að frelsi einstaklinganna til ákvarðana í því sem þá eina varðar og gera þeim kleift að taka raunverulega þátt í þeirri starfsemi sem varðar samfélagið allt.

Þekkingin gerir menn frjálsa. "Frjáls" maður án menntunar er eins og blindur maður í ókunnu landi. Honum er lítið gagn að því að ráða ferð sinni sjálfur – hann verður af allri fegurðinni í landslaginu og hann gengur sjálfsagt fyrir björg einhvern daginn. Gefðu manninum sjón, göngustaf og kort og hann mun ekki einvörðungu forðast hætturnar heldur getur hann gert hvort heldur sem er, séð fallegu staðina sem merktir hafa verið á kortið og dvalist þar, eða farið fram úr þekkingu þeirra sem á undan fóru, um ókunn lönd, ótroðnar slóðir.

En í lýðræðissamfélaginu er hver maður einnig meðábyrgur fyrir fjöldanum. Hættan er ekki einasta sú að blinda manninum verði gengið fyrir björg heldur að hann taki hina með sér. Til að við getum hegðað okkur skynsamlega í kosningum eða á öðrum vettvangi þar sem við höfum áhrif á þróun samfélagsins alls þurfum við að hafa þekkingu á málum. Grunnmenntun er þar nauðsynleg.

Iðnvæðing

Tækninýjungar hafa leitt af sér gerbreytta starfshætti frá því sem þekktist fyrir hundrað árum. Vélar sinna mestri erfiðisvinnu -- vélar vefa klæði, framleiða gosdrykki og bíla, flytja okkur á milli staða o.s.frv. – menn geta einbeitt sér að öðru en puði og streði.

Fáir þurfa lengur að starfa við nauðþurftaframleiðslu á Íslandi. Aðeins lítill hluti mannaflans fæst við að framleiða matvæli, fatnað og húsnæði. Margir vinna nú við að flytja vörur til, kaupa þær og selja, framleiða afþreyingu og menningu, starfa að vísindum og rannsóknum, auk þess að skipuleggja allt þetta. Menn þurfa að vera færir um að mennta sig til þessara starfa, en það eru þeir ekki án nokkurrar undirstöðumenntunar, s.s. lestrar- og skriftarkunnáttu. Nú starfar einnig hver með öðrum og menn þurfa að geta haft samskipti og samráð um starfsemi sína. Lestur, skrift, reikningur og ýmiss konar undirstöðuþekking önnur er þar nauðsynleg.

Þéttbýlismyndun

Það er stutt síðan flestir Íslendingar bjuggu á bóndabýlum, til sveita. Nú búum við, flest hver, í þéttbýliskjörnum. (Árið 1900 bjuggu enn 80% Íslendinga í sveit, nú rétt um 8%).

Í sveitinni var verkum skipt innan heimila. Verkin sem þurfti að vinna áður fyrr voru tiltölulega fábreytt og helst þau sem foreldrar sjálfir inntu af hendi frá degi til dags. Þau lærðust því heima fyrir. Nú eru verkin sem vinna skal fjölbreyttari, við þrengjum starfssvið okkar frekar og skiptum verkunum enn meir á milli okkar – um allt land og í æ ríkari mæli um allan heim Og hvort tveggja virðist opnast um leið, þörfin á að einhverjir sérhæfi sig í kennslu, því það sem kennt skal er annað en foreldrarnir hafa fyrir stafni, og möguleikinn á slíkri sérhæfingu, í nábýlinu.

Í stað þess að hvert foreldri noti hálfan daginn til að kenna börnunum það sem þau þurfa að læra, hálfan daginn til að undirbúa kennsluna og vinni á nóttunni, hefur þessu kerfi verið komið á, að ákveðnir einstaklingar taki að sér kennarastörf og kenni um það bil 20 barna hópum í einu. Þetta er skólakerfið. Þá fá foreldrarnir sofið, samfélagið virkar og börnin geta lært.

Skyldan sjálf

Börn eru ekki sjálfráða, skv. lögum. Foreldrar mega skylda þau til þátttöku í starfsemi sem þykir börnunum til góða. En börn eiga líka rétt og skyldur út fyrir fjölskylduna. Menntun þykir nógu mikilvæg bæði börnunum sjálfum og samfélaginu til að börnin skuli njóta hennar, hvernig sem þeim eða foreldrum líkar. Sú skylda er tvíhliða: Börnunum er skylt að læra (skólaskylda) en okkur er líka skylt að kenna þeim (fræðsluskylda).

...