Sólin Sólin Rís 03:31 • sest 23:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:43 • Sest 03:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:38 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:37 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um eiturfroskinn Dendrobates pumilio?

Jón Már Halldórsson

Frosktegundin Dendrobates pumilio nefnist strawberry poison-dart frog á ensku og vísar það heiti annars vegar til litarfars frosksins sem minnir á jarðaber og hins vegar til eiturs sem sérstakar frumur í húð hans seyta. Það mætti því kannski kalla hann jarðarberja-eiturfroskinn upp á íslensku.

Froskur þessi er af afar sérstakri ætt eiturfroska (Dendrobatidae). Innan ættkvíslarinnar eru þekktar 40 tegundir sem finnast í norðanverðri Suður-Ameríku og í Mið-Ameríku. Tegundir þessarar ættkvíslar eru smáar, flestar á bilinu 1,5-2,5 cm á lengd en nokkrar tegundir ná þó allt að 6 cm lengd.

Skær og áberandi litur eiturfroska gefur hugsanlegum afræningjum til kynna að froskarnir sé varasamir. Vegna þessarar varnar sem liturinn veitir eru þeir, ólíkt flestum öðrum tegundum froska, athafnasamir á daginn. Flest dýr sem reyna að leggja sér eiturfroska til munns drepast nær samstundis en þó hefur snákategundin Leimadophis epinephelu þróað með sér ónæmi gagnvart eitri langflestra tegunda af ætt eiturfroska og er hún helsti afræningi þeirra. Þess ber að geta að eitur froskanna hefur ekki reynst banvænt mönnum.Dendrobates pumilio.

Dendrobates pumilio hefur ákveðna sérstöðu í heimi froskdýra vegna mikillar umhyggju foreldra gagnvart ungviðinu. Eftir æxlun verpir kerlan þremur til fimm eggjum á laufblað eða stöngul. Karldýrið tekur virkan þátt í að koma eggjunum til þroska með því að dæla vatni úr þarfaganginum yfir eggin. Með því kemur hann í veg fyrir að þau ofþorni. Eftir um tíu daga klekjast eggin út og þá flytur móðirin halakörturnar á bakinu á heppilegri staði sem geta til dæmis verið litlir pollar, jafnvel smápollar í jurtum eða í ílátum á ruslahaugum. Það merkilega er að aðeins ein halakarta er sett á hvern stað enda er sjálfsafrán algengt meðal tegundarinnar. Eftir að ungviðið hefur verið flutt á nýjan stað vitjar móðirin þess á nokkurra daga fresti og gefur því oftast ófrjóvguð egg að éta. Eftir rúman mánuð ganga halakörturnar í gegnum myndbreytingu en fyrst í stað halda þær til við litla uppeldispollinn sinn.

D. pumilio lifir í þéttum regnskógum Mið-Ameríku frá Níkaragva suður til Panama og finnst allt upp í 950 metra hæð. D. Pumilio er ekki í útrýmingarhættu líkt og sífellt fleiri tegundir froskdýra. Ferðamenn og vísindamenn sem hafa farið um heimkynni tegundarinnar segja að þar sem mest er um froskinn geti hann verið út um allt. Sérstaklega er þéttleikinn mikill á verndarsvæðum í Kosta Ríka. Tegundinni hefur tekist ágætlega að aðlagast lífi í námunda við manninn og komið sér vel fyrir á ræktarlöndum, meðal annars þar sem kókóplöntur og bananar eru ræktaðir. D. Pumilio er afar háður miklum loftraka líkt og aðrar frosktegundir sem lifa í regnskógum.

D. Pumilio fyrirfinnst í ýmsum litaafbrigðum og gengur í gegnum merkilegan lífsferil. Af þessum sökum hefur hann verið fluttur til Bandaríkjanna og Evrópu í miklu magni og jafnvel ræktaður þar í talsverðum mæli hin seinni ár. Vegna verndarsjónarmiða er mun minna tekið af villtum stofnum en áður og þess í stað hafa sprottið fram einhvers konar froskeldi víða í Mið-Ameríku.Froskur í gallabuxum? Blue jeans-afbrigðið af D. Pumilio.

D. Pumilio eru ræktaðir í ýmsum afbrigðum. Sem dæmi má nefna bastimentos sem er tilkominn með kynblöndun þriggja náttúrulegra afbrigða sem öll finnast á eyjunni Bastimentos við Níkaragva, blue jeans-afbrigðið sem er með bláa fótleggi en rauðan búk og chiriqui grande-afbrigðið sem er grænt með rauðum skellum og ku vera afar sjaldgæft og verðmætt eftir því.

Heimild og mynd:


Upprunalega hjóðaðið spurningin svona:
Mig langar að vita sem mest um "Dendrobates pumilio" froskinn. Frá hvaða ættum er hann? Hvar er hann í heiminum staðsettur? Er hann eitraðasti froskurinn?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.2.2009

Spyrjandi

Andri Guðmundsson, f. 1991

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um eiturfroskinn Dendrobates pumilio?“ Vísindavefurinn, 10. febrúar 2009. Sótt 29. maí 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=50106.

Jón Már Halldórsson. (2009, 10. febrúar). Hvað getið þið sagt mér um eiturfroskinn Dendrobates pumilio? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50106

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um eiturfroskinn Dendrobates pumilio?“ Vísindavefurinn. 10. feb. 2009. Vefsíða. 29. maí. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50106>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um eiturfroskinn Dendrobates pumilio?
Frosktegundin Dendrobates pumilio nefnist strawberry poison-dart frog á ensku og vísar það heiti annars vegar til litarfars frosksins sem minnir á jarðaber og hins vegar til eiturs sem sérstakar frumur í húð hans seyta. Það mætti því kannski kalla hann jarðarberja-eiturfroskinn upp á íslensku.

Froskur þessi er af afar sérstakri ætt eiturfroska (Dendrobatidae). Innan ættkvíslarinnar eru þekktar 40 tegundir sem finnast í norðanverðri Suður-Ameríku og í Mið-Ameríku. Tegundir þessarar ættkvíslar eru smáar, flestar á bilinu 1,5-2,5 cm á lengd en nokkrar tegundir ná þó allt að 6 cm lengd.

Skær og áberandi litur eiturfroska gefur hugsanlegum afræningjum til kynna að froskarnir sé varasamir. Vegna þessarar varnar sem liturinn veitir eru þeir, ólíkt flestum öðrum tegundum froska, athafnasamir á daginn. Flest dýr sem reyna að leggja sér eiturfroska til munns drepast nær samstundis en þó hefur snákategundin Leimadophis epinephelu þróað með sér ónæmi gagnvart eitri langflestra tegunda af ætt eiturfroska og er hún helsti afræningi þeirra. Þess ber að geta að eitur froskanna hefur ekki reynst banvænt mönnum.Dendrobates pumilio.

Dendrobates pumilio hefur ákveðna sérstöðu í heimi froskdýra vegna mikillar umhyggju foreldra gagnvart ungviðinu. Eftir æxlun verpir kerlan þremur til fimm eggjum á laufblað eða stöngul. Karldýrið tekur virkan þátt í að koma eggjunum til þroska með því að dæla vatni úr þarfaganginum yfir eggin. Með því kemur hann í veg fyrir að þau ofþorni. Eftir um tíu daga klekjast eggin út og þá flytur móðirin halakörturnar á bakinu á heppilegri staði sem geta til dæmis verið litlir pollar, jafnvel smápollar í jurtum eða í ílátum á ruslahaugum. Það merkilega er að aðeins ein halakarta er sett á hvern stað enda er sjálfsafrán algengt meðal tegundarinnar. Eftir að ungviðið hefur verið flutt á nýjan stað vitjar móðirin þess á nokkurra daga fresti og gefur því oftast ófrjóvguð egg að éta. Eftir rúman mánuð ganga halakörturnar í gegnum myndbreytingu en fyrst í stað halda þær til við litla uppeldispollinn sinn.

D. pumilio lifir í þéttum regnskógum Mið-Ameríku frá Níkaragva suður til Panama og finnst allt upp í 950 metra hæð. D. Pumilio er ekki í útrýmingarhættu líkt og sífellt fleiri tegundir froskdýra. Ferðamenn og vísindamenn sem hafa farið um heimkynni tegundarinnar segja að þar sem mest er um froskinn geti hann verið út um allt. Sérstaklega er þéttleikinn mikill á verndarsvæðum í Kosta Ríka. Tegundinni hefur tekist ágætlega að aðlagast lífi í námunda við manninn og komið sér vel fyrir á ræktarlöndum, meðal annars þar sem kókóplöntur og bananar eru ræktaðir. D. Pumilio er afar háður miklum loftraka líkt og aðrar frosktegundir sem lifa í regnskógum.

D. Pumilio fyrirfinnst í ýmsum litaafbrigðum og gengur í gegnum merkilegan lífsferil. Af þessum sökum hefur hann verið fluttur til Bandaríkjanna og Evrópu í miklu magni og jafnvel ræktaður þar í talsverðum mæli hin seinni ár. Vegna verndarsjónarmiða er mun minna tekið af villtum stofnum en áður og þess í stað hafa sprottið fram einhvers konar froskeldi víða í Mið-Ameríku.Froskur í gallabuxum? Blue jeans-afbrigðið af D. Pumilio.

D. Pumilio eru ræktaðir í ýmsum afbrigðum. Sem dæmi má nefna bastimentos sem er tilkominn með kynblöndun þriggja náttúrulegra afbrigða sem öll finnast á eyjunni Bastimentos við Níkaragva, blue jeans-afbrigðið sem er með bláa fótleggi en rauðan búk og chiriqui grande-afbrigðið sem er grænt með rauðum skellum og ku vera afar sjaldgæft og verðmætt eftir því.

Heimild og mynd:


Upprunalega hjóðaðið spurningin svona:
Mig langar að vita sem mest um "Dendrobates pumilio" froskinn. Frá hvaða ættum er hann? Hvar er hann í heiminum staðsettur? Er hann eitraðasti froskurinn?
...