Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað merkir 'nix' í orðasambandinu 'núll og nix'?

Orðasambandið núll og nix er líklega ekki gamalt í málinu. Eina dæmið í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Morgunblaðinu frá 1971. Orðasambandið var ekki tekið með í Íslenska orðabók frá 1983 en er komið inn í útgáfuna frá 2002. Merkingin er ‘alls ekki neitt’ en einnig er orðasambandið notað um atkvæðalítinn mann, til dæmis: ,,Hann er algjört núll og nix“.

Orðasambandið hefur borist hingað til lands úr dönsku þar sem sagt er nul og niks á sama hátt og í íslensku. Niks í dönsku er tekið að láni úr þýsku nichts ‘ekkert’ eða lágþýsku nichs í sömu merkingu. Í þýsku er notað bæði Null und nichts og Null und nichtig í sömu merkingu og í íslensku.

Útgáfudagur

23.5.2005

Spyrjandi

Ritstjórn

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir 'nix' í orðasambandinu 'núll og nix'?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2005. Sótt 6. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=5013.

Guðrún Kvaran. (2005, 23. maí). Hvað merkir 'nix' í orðasambandinu 'núll og nix'? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5013

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir 'nix' í orðasambandinu 'núll og nix'?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2005. Vefsíða. 6. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5013>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Anna Agnarsdóttir

1947

Anna Agnarsdóttir er prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ. Meginrannsóknarsvið Önnu eru samskipti Íslands við umheiminn á tímabilinu 1500-1830.