Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju lifa skjaldbökur lengur en menn?

JMH

Það er rétt að nokkrar tegundir skjaldbaka geta náð mun hærri aldri en menn, svo sem risaskjaldbökurnar sem lifa á Galapagoseyjum. Það eru sennilega þróunarfræðilegar ástæður fyrir því að þessar skjaldbökur geta náð svo háum aldri, eða allt að 200 árum.


Risaskjaldbaka.

Dýr sem lifa við erfið skilyrði þar sem ekki er skýr útungunartími eins og ríkir á Galapagoseyjum hafa meiri tilhneigingu til að verða langlíf. Aukið langlífi við slíkar aðstæður eykur líkurnar á því að koma upp afkvæmum. Þetta kann að vera skýringin á langlífi Galapagos-risaskjaldbakanna. Þetta er vel þekkt á öðrum svæðum þar sem umhverfisskilyrði eru erfið, til dæmis á eyðimerkursvæðum, en þar verða dýr mun langlífari en dýr sömu ætta og ættkvísla í tempruðum svæðum og hitabeltissvæðum.

Önnur ástæða sem skýrir langlífi stórvaxinna skjaldbaka, er sú að stór dýr hafa tilhneigingu til að lifa lengur en smærri dýr í sömu ættum. Hjá prímötum eru mannapar stærstir og langlífastir allra prímata og meðal hófdýra er þetta samband einnig sterkt. Ennfremur verða fílar og hvalir afar gamlir.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

17.11.2008

Spyrjandi

Viktoría Lind Gunnarsdóttir, f. 1996
Hildur Ösp Gunnarsdóttir, f. 1996
Sigrún Líf Gunnarsdóttir, f. 1996

Tilvísun

JMH. „Af hverju lifa skjaldbökur lengur en menn?“ Vísindavefurinn, 17. nóvember 2008, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50140.

JMH. (2008, 17. nóvember). Af hverju lifa skjaldbökur lengur en menn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50140

JMH. „Af hverju lifa skjaldbökur lengur en menn?“ Vísindavefurinn. 17. nóv. 2008. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50140>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju lifa skjaldbökur lengur en menn?
Það er rétt að nokkrar tegundir skjaldbaka geta náð mun hærri aldri en menn, svo sem risaskjaldbökurnar sem lifa á Galapagoseyjum. Það eru sennilega þróunarfræðilegar ástæður fyrir því að þessar skjaldbökur geta náð svo háum aldri, eða allt að 200 árum.


Risaskjaldbaka.

Dýr sem lifa við erfið skilyrði þar sem ekki er skýr útungunartími eins og ríkir á Galapagoseyjum hafa meiri tilhneigingu til að verða langlíf. Aukið langlífi við slíkar aðstæður eykur líkurnar á því að koma upp afkvæmum. Þetta kann að vera skýringin á langlífi Galapagos-risaskjaldbakanna. Þetta er vel þekkt á öðrum svæðum þar sem umhverfisskilyrði eru erfið, til dæmis á eyðimerkursvæðum, en þar verða dýr mun langlífari en dýr sömu ætta og ættkvísla í tempruðum svæðum og hitabeltissvæðum.

Önnur ástæða sem skýrir langlífi stórvaxinna skjaldbaka, er sú að stór dýr hafa tilhneigingu til að lifa lengur en smærri dýr í sömu ættum. Hjá prímötum eru mannapar stærstir og langlífastir allra prímata og meðal hófdýra er þetta samband einnig sterkt. Ennfremur verða fílar og hvalir afar gamlir.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....