Sólin Sólin Rís 07:08 • sest 20:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:07 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:26 • Síðdegis: 21:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:17 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju 'kallar maður ekki allt ömmu sína'?

Guðrún Kvaran

Orðasambandið 'að kalla ekki allt ömmu sína' er notað um að blöskra eitthvað ekki, vera hvergi smeykur.

Dæmi um það eru til í söfnum Orðabókar Háskólans frá miðri 19. öld og er það algengt í nútímamáli. Uppruninn er óviss.

Halldór Halldórsson giskar á í Íslensku orðtakasafni (1968:10) að upphaflega hafi verið um hnyttinyrði að ræða, að orðheppinn maður hafi sagt um annan, sem gortaði af ætt sinni: hann kallar ekki allt ömmu sína. Að svipaðri niðurstöðu komst Jón Friðjónsson í bók sínni Mergur málsins (1993:6).

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.5.2005

Spyrjandi

Georg Ögmundsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju 'kallar maður ekki allt ömmu sína'?“ Vísindavefurinn, 24. maí 2005. Sótt 26. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=5016.

Guðrún Kvaran. (2005, 24. maí). Af hverju 'kallar maður ekki allt ömmu sína'? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5016

Guðrún Kvaran. „Af hverju 'kallar maður ekki allt ömmu sína'?“ Vísindavefurinn. 24. maí. 2005. Vefsíða. 26. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5016>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju 'kallar maður ekki allt ömmu sína'?
Orðasambandið 'að kalla ekki allt ömmu sína' er notað um að blöskra eitthvað ekki, vera hvergi smeykur.

Dæmi um það eru til í söfnum Orðabókar Háskólans frá miðri 19. öld og er það algengt í nútímamáli. Uppruninn er óviss.

Halldór Halldórsson giskar á í Íslensku orðtakasafni (1968:10) að upphaflega hafi verið um hnyttinyrði að ræða, að orðheppinn maður hafi sagt um annan, sem gortaði af ætt sinni: hann kallar ekki allt ömmu sína. Að svipaðri niðurstöðu komst Jón Friðjónsson í bók sínni Mergur málsins (1993:6)....