Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:49 • Sest 15:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:06 • Síðdegis: 23:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:41 • Síðdegis: 17:31 í Reykjavík

Hvað var heitt að meðaltali árið 2004?

Trausti Jónsson

Árið 2004 var hlýtt um land allt, í flestum landshlutum hið fimmta til áttunda hlýjasta frá upphafi mælinga. Árið var þó yfirleitt um hálfu stigi kaldara en árið 2003. Að slepptu árinu 2003 þarf að fara 4 til 6 áratugi aftur í tímann til að finna jafn hlý ár eða hlýrri. Í Reykjavík var árið hið níunda í röð þar sem hiti er yfir meðallaginu 1961 til 1990, en á Akureyri hið sjötta. Sé meðalhiti síðustu 5 ára í Reykjavík reiknaður, kemur í ljós, að þetta er hlýjasta 5 ára tímabil sem vitað er um frá upphafi samfelldra mælinga, hið sama á við um síðustu 4, 3 og 2 árin tekin saman. Aðeins vantar 0,2°C upp á að síðustu 10 árin nái fyrri hlýjustu 10 ára tímabilum hvað hita snertir. Meðaltal síðustu 5 ára á Akureyri er einnig hærra nú en vitað er um áður, en þar er meðaltal áranna 1933 og 1934 (saman) lítillega hærra en meðaltal 2003 og 2004.

Árið 2004 var einnig hlýtt á heimsvísu, hið fjórða hlýjasta frá upphafi samfelldra meðaltala (1856). Hiti var 0,45°C yfir meðallagi áranna 1961-1990. Hlýjasta árið til þessa var 1998, en þá var hiti á heimsvísu 0,58°C yfir meðallagi. Á norðurhveli var hiti 0,62°C yfir meðallagi 2004 og var árið hið næsthlýjasta til þessa, heldur hlýrra var 1998. Á suðurhveli var hiti 0,29°C yfir meðallagi 2004, þar var árið hið sjöunda hlýjasta.

Hlýjustu ár í Reykavík eru (°C): 2003: 6,06°, 1941: 5,91°, 1939: 5,90, 1945: 5,69°, 1964: 5,64°, 1960: 5,63°, 1946: 5,62° og 2004: 5,60°. Tekið hefur verið tillit til flutninga stöðvarinnar um bæinn. Munurinn á 5 síðasttöldu árunum er ekki marktækur, samfelldar mælingar eru frá 1870.

Hlýjustu árin á Akureyri eru (°C): 1933: 5,56°, 2003: 5,10°, 1939: 4,94°, 2004: 4,81°, 1945: 4,81°, 1941: 4,79°, 1946: 4,74°. Tekið hefur verið tillit til flutninga stöðvarinnar um bæinn. Munurinn á síðustu 4 árunum er ekki marktækur, samfelldar mælingar eru frá og með 1882.

Eftirtalin 10-ára tímabil eru meir en 0,15°C hlýrri í Reykjavík en 1995 til 2004: 1932-1941, 1933-1942, 1937-1946, 1938-1947 og 1939-1948.

Heimildir:

Upplýsingar um hita á Íslandi eru frá Veðurstofu Íslands og undirsíður.

Upplýsingar um heimsmeðaltöl eru frá Climatic Research Unit í East Anglia háskólanum á Bretlandi og undirsíður.

Höfundur

Trausti Jónsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

26.5.2005

Spyrjandi

Rakel Eva f. 1992

Tilvísun

Trausti Jónsson. „Hvað var heitt að meðaltali árið 2004?“ Vísindavefurinn, 26. maí 2005. Sótt 4. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=5020.

Trausti Jónsson. (2005, 26. maí). Hvað var heitt að meðaltali árið 2004? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5020

Trausti Jónsson. „Hvað var heitt að meðaltali árið 2004?“ Vísindavefurinn. 26. maí. 2005. Vefsíða. 4. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5020>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað var heitt að meðaltali árið 2004?
Árið 2004 var hlýtt um land allt, í flestum landshlutum hið fimmta til áttunda hlýjasta frá upphafi mælinga. Árið var þó yfirleitt um hálfu stigi kaldara en árið 2003. Að slepptu árinu 2003 þarf að fara 4 til 6 áratugi aftur í tímann til að finna jafn hlý ár eða hlýrri. Í Reykjavík var árið hið níunda í röð þar sem hiti er yfir meðallaginu 1961 til 1990, en á Akureyri hið sjötta. Sé meðalhiti síðustu 5 ára í Reykjavík reiknaður, kemur í ljós, að þetta er hlýjasta 5 ára tímabil sem vitað er um frá upphafi samfelldra mælinga, hið sama á við um síðustu 4, 3 og 2 árin tekin saman. Aðeins vantar 0,2°C upp á að síðustu 10 árin nái fyrri hlýjustu 10 ára tímabilum hvað hita snertir. Meðaltal síðustu 5 ára á Akureyri er einnig hærra nú en vitað er um áður, en þar er meðaltal áranna 1933 og 1934 (saman) lítillega hærra en meðaltal 2003 og 2004.

Árið 2004 var einnig hlýtt á heimsvísu, hið fjórða hlýjasta frá upphafi samfelldra meðaltala (1856). Hiti var 0,45°C yfir meðallagi áranna 1961-1990. Hlýjasta árið til þessa var 1998, en þá var hiti á heimsvísu 0,58°C yfir meðallagi. Á norðurhveli var hiti 0,62°C yfir meðallagi 2004 og var árið hið næsthlýjasta til þessa, heldur hlýrra var 1998. Á suðurhveli var hiti 0,29°C yfir meðallagi 2004, þar var árið hið sjöunda hlýjasta.

Hlýjustu ár í Reykavík eru (°C): 2003: 6,06°, 1941: 5,91°, 1939: 5,90, 1945: 5,69°, 1964: 5,64°, 1960: 5,63°, 1946: 5,62° og 2004: 5,60°. Tekið hefur verið tillit til flutninga stöðvarinnar um bæinn. Munurinn á 5 síðasttöldu árunum er ekki marktækur, samfelldar mælingar eru frá 1870.

Hlýjustu árin á Akureyri eru (°C): 1933: 5,56°, 2003: 5,10°, 1939: 4,94°, 2004: 4,81°, 1945: 4,81°, 1941: 4,79°, 1946: 4,74°. Tekið hefur verið tillit til flutninga stöðvarinnar um bæinn. Munurinn á síðustu 4 árunum er ekki marktækur, samfelldar mælingar eru frá og með 1882.

Eftirtalin 10-ára tímabil eru meir en 0,15°C hlýrri í Reykjavík en 1995 til 2004: 1932-1941, 1933-1942, 1937-1946, 1938-1947 og 1939-1948.

Heimildir:

Upplýsingar um hita á Íslandi eru frá Veðurstofu Íslands og undirsíður.

Upplýsingar um heimsmeðaltöl eru frá Climatic Research Unit í East Anglia háskólanum á Bretlandi og undirsíður....