Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Af hverju hafa vetur undanfarinna ára verið svona snjólitlir?

Trausti Jónsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvers vegna hafa veturnir undanfarin ár verið svona lélegir? Af hverju hefur verið svona lítið um snjó?
Þar er aðallega hlýindum um að kenna.

Snjóleysi stafar annað hvort af hlýindum eða þurrkum. Hlýindi valda því að sjaldnar snjóar en ella og sá snjór sem á annað borð fellur hverfur fljótt aftur. Snjóleysi getur einnig orðið ef ekkert snjóar, þó kalt sé. Norðlægar vindáttir eru að jafnaði kaldar, suðlægar hlýjar, en vestlægar geta verið hvoru tveggja. Þegar hlý sunnan- eða vestanátt er ríkjandi á vetrum er snjólítið bæði um landið sunnanvert og fyrir norðan. Þegar norðan- eða norðaustanátt ríkir er langoftast snjóasælt um landið norðanvert, en snjólítið syðra. Ef kaldar vestlægar áttir eru þrálátar snjóar um suðvestan- og vestanvert landið, en þá er stundum snjólítið nyrðra og eystra.

Undanfarnir vetur hafa verið mjög hlýir, þó allsnörp kuldaköst hafi komið hafa þau verið skammvinn og snjó því tekið fljótt upp aftur að þeim loknum. Snjóleysið um norðaustanvert landið undanfarin ár verður að teljast óvenjulegt, en suðvestanlands er hins vegar fremur um afturhvarf til hlýrri ára um miðja síðustu öld að ræða, en þá var snjór oft mjög lítill í Reykjavík. Ekki er einhlítt hvernig bera á saman snjó frá einu ári til annars, hér er það gert á tvennan hátt.
 1. Annars vegar eru alhvítir dagar hvers vetrar taldir
 2. en hins vegar er lögð saman snjódýpt alhvítra daga sama tímabils.

Í Reykjavík voru alhvítir dagar að meðaltali 65 á vetri hverjum á tímabilinu 1971-2000. Síðastliðna fimm vetur hafa alhvítu dagarnir verið sem hér segir:
 • 2000 til 2001 (31 dagur)
 • 2001 til 2002 (58)
 • 2002 til 2003 (20)
 • 2003 til 2004 (41)
 • 2004 til 2005 (56), ætíð undir meðallagi.
Á árunum 1946 til 1953 var fjöldi alhvítra daga öll árin undir meðallagi og einnig í samfelld 8 ár 1960 til 1967. Fæstir urðu alhvítu dagarnir í Reykjavík veturinn 1976 til 1977, aðeins 10.Langisjór og Fögrufjöll í vetrarbúningi
© Mats Wibe Lund

Snjódýptarsumma vetra 1971-2000 var að meðaltali 555 cm, hún hefur verið undir meðaltali síðustu 5 vetur, minnst á þessu tímbabili varð hún veturinn 2002 til 2003, 64 cm. Alhvítu dagarnir voru 20 þann vetur þannig að meðalsnjódýpt á alhvítum degi var aðeins 3 cm. Mælingar hafa verið gerðar á snjódýpt í Reykjavík síðan 1921 og sé snjódýptarsumman notuð sem mælikvarði á snjó, var veturinn 2002-2003 sá snjóléttasti á öllu tímabilinu. Á árunum 1938 til 1949 var snjódýptarsumman undir meðallagi í 11 vetur í röð, núverandi snjóleysi má standa í allmörg ár til viðbótar til að því meti verði hnikað.

Mynd: Mats: Myndagallerí

Höfundur

Trausti Jónsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

27.5.2005

Spyrjandi

Anton Guðmundsson

Tilvísun

Trausti Jónsson. „Af hverju hafa vetur undanfarinna ára verið svona snjólitlir?“ Vísindavefurinn, 27. maí 2005. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5021.

Trausti Jónsson. (2005, 27. maí). Af hverju hafa vetur undanfarinna ára verið svona snjólitlir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5021

Trausti Jónsson. „Af hverju hafa vetur undanfarinna ára verið svona snjólitlir?“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2005. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5021>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju hafa vetur undanfarinna ára verið svona snjólitlir?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvers vegna hafa veturnir undanfarin ár verið svona lélegir? Af hverju hefur verið svona lítið um snjó?
Þar er aðallega hlýindum um að kenna.

Snjóleysi stafar annað hvort af hlýindum eða þurrkum. Hlýindi valda því að sjaldnar snjóar en ella og sá snjór sem á annað borð fellur hverfur fljótt aftur. Snjóleysi getur einnig orðið ef ekkert snjóar, þó kalt sé. Norðlægar vindáttir eru að jafnaði kaldar, suðlægar hlýjar, en vestlægar geta verið hvoru tveggja. Þegar hlý sunnan- eða vestanátt er ríkjandi á vetrum er snjólítið bæði um landið sunnanvert og fyrir norðan. Þegar norðan- eða norðaustanátt ríkir er langoftast snjóasælt um landið norðanvert, en snjólítið syðra. Ef kaldar vestlægar áttir eru þrálátar snjóar um suðvestan- og vestanvert landið, en þá er stundum snjólítið nyrðra og eystra.

Undanfarnir vetur hafa verið mjög hlýir, þó allsnörp kuldaköst hafi komið hafa þau verið skammvinn og snjó því tekið fljótt upp aftur að þeim loknum. Snjóleysið um norðaustanvert landið undanfarin ár verður að teljast óvenjulegt, en suðvestanlands er hins vegar fremur um afturhvarf til hlýrri ára um miðja síðustu öld að ræða, en þá var snjór oft mjög lítill í Reykjavík. Ekki er einhlítt hvernig bera á saman snjó frá einu ári til annars, hér er það gert á tvennan hátt.
 1. Annars vegar eru alhvítir dagar hvers vetrar taldir
 2. en hins vegar er lögð saman snjódýpt alhvítra daga sama tímabils.

Í Reykjavík voru alhvítir dagar að meðaltali 65 á vetri hverjum á tímabilinu 1971-2000. Síðastliðna fimm vetur hafa alhvítu dagarnir verið sem hér segir:
 • 2000 til 2001 (31 dagur)
 • 2001 til 2002 (58)
 • 2002 til 2003 (20)
 • 2003 til 2004 (41)
 • 2004 til 2005 (56), ætíð undir meðallagi.
Á árunum 1946 til 1953 var fjöldi alhvítra daga öll árin undir meðallagi og einnig í samfelld 8 ár 1960 til 1967. Fæstir urðu alhvítu dagarnir í Reykjavík veturinn 1976 til 1977, aðeins 10.Langisjór og Fögrufjöll í vetrarbúningi
© Mats Wibe Lund

Snjódýptarsumma vetra 1971-2000 var að meðaltali 555 cm, hún hefur verið undir meðaltali síðustu 5 vetur, minnst á þessu tímbabili varð hún veturinn 2002 til 2003, 64 cm. Alhvítu dagarnir voru 20 þann vetur þannig að meðalsnjódýpt á alhvítum degi var aðeins 3 cm. Mælingar hafa verið gerðar á snjódýpt í Reykjavík síðan 1921 og sé snjódýptarsumman notuð sem mælikvarði á snjó, var veturinn 2002-2003 sá snjóléttasti á öllu tímabilinu. Á árunum 1938 til 1949 var snjódýptarsumman undir meðallagi í 11 vetur í röð, núverandi snjóleysi má standa í allmörg ár til viðbótar til að því meti verði hnikað.

Mynd: Mats: Myndagallerí...