Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Geta flóðhestar lifað á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Geta flóðhestar lifað á Íslandi? Ef svo er, er þá hægt að eiga þá svona eins og gæludýr?

Sjálfsagt er hægt að halda flóðhest hér á landi við manngerðar aðstæður innandyra og hluta úr ári utandyra. Flóðhestar virðast að minnsta kosti þrífast ágætlega í dýragörðum víða um heim langt frá náttúrulegum heimkynnum sínum.

Í náttúrunni lifa flóðhestar við eða í vötnum og ám þar sem hægt er að komast í mikinn gróður sem þeir bíta á nóttunni. Það gæti reynst þeim erfitt að finna nógu góða bithaga hér á landi því fullorðinn flóðhestur þarf allt að 40 kg af grasi á hverjum sólarhring. Ef slík dýr ættu að geta þrifist hér villt (burtséð frá kulda) og lifað á grasi myndi því fljótt ganga á tún bænda.



Fróðhestar kunna líklega betur við sig í Afríku en í Árnessýslu.

Þegar skoða á hvort hin eða þessi tegund geti lifað á nýju svæði þarf að fara í viðamiklar vistfræðilegar athuganir á því svæði sem um ræðir. Flóðhestar eru afrísk tegund og hafa aðlagast allt öðrum aðstæðum en finnast á Íslandi. Þess vegna má ætla að þeir myndu ekki þrífast hér lengi vegna óhagstæðrar veðráttu og lítillar fæðu auk skorts á hentugum búsvæðum (vötnum). Sennilega eru ótal aðrir þættir sem eru flóðhestum óhagstæðir hér á landi.

Hafi spyrjandi hins vegar hug á að reyna að halda flóðhest í útihúsi þá verður að hryggja hann með því að afar litlar líkur eru á að leyfi fáist til þess að flytja slíkar skepnur inn enda eru lög um innflutning á framandi dýrum ströng, ekki að ástæðulausu.

Mynd: 7art-screensaver.com

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

1.6.2005

Spyrjandi

Eyþór Eysteinsson, f. 1992

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Geta flóðhestar lifað á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 1. júní 2005. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5027.

Jón Már Halldórsson. (2005, 1. júní). Geta flóðhestar lifað á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5027

Jón Már Halldórsson. „Geta flóðhestar lifað á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 1. jún. 2005. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5027>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geta flóðhestar lifað á Íslandi?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Geta flóðhestar lifað á Íslandi? Ef svo er, er þá hægt að eiga þá svona eins og gæludýr?

Sjálfsagt er hægt að halda flóðhest hér á landi við manngerðar aðstæður innandyra og hluta úr ári utandyra. Flóðhestar virðast að minnsta kosti þrífast ágætlega í dýragörðum víða um heim langt frá náttúrulegum heimkynnum sínum.

Í náttúrunni lifa flóðhestar við eða í vötnum og ám þar sem hægt er að komast í mikinn gróður sem þeir bíta á nóttunni. Það gæti reynst þeim erfitt að finna nógu góða bithaga hér á landi því fullorðinn flóðhestur þarf allt að 40 kg af grasi á hverjum sólarhring. Ef slík dýr ættu að geta þrifist hér villt (burtséð frá kulda) og lifað á grasi myndi því fljótt ganga á tún bænda.



Fróðhestar kunna líklega betur við sig í Afríku en í Árnessýslu.

Þegar skoða á hvort hin eða þessi tegund geti lifað á nýju svæði þarf að fara í viðamiklar vistfræðilegar athuganir á því svæði sem um ræðir. Flóðhestar eru afrísk tegund og hafa aðlagast allt öðrum aðstæðum en finnast á Íslandi. Þess vegna má ætla að þeir myndu ekki þrífast hér lengi vegna óhagstæðrar veðráttu og lítillar fæðu auk skorts á hentugum búsvæðum (vötnum). Sennilega eru ótal aðrir þættir sem eru flóðhestum óhagstæðir hér á landi.

Hafi spyrjandi hins vegar hug á að reyna að halda flóðhest í útihúsi þá verður að hryggja hann með því að afar litlar líkur eru á að leyfi fáist til þess að flytja slíkar skepnur inn enda eru lög um innflutning á framandi dýrum ströng, ekki að ástæðulausu.

Mynd: 7art-screensaver.com ...