Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru blóm í mörgum litum?

JMH

Litir blómplantna hafa orðið til vegna tugmilljón ára samþróunar blómplantna og þeirra dýra sem þær reyna að laða að sér. Litskrúðugar blómplöntur eiga meiri möguleika á að laða til sín dýr sem sjá þá um frævun plöntunnar. Fjöldi plantna af öllum stærðum og gerðum eru til og blómin geta verið ótrúlega litskrúðug.


Blómplöntur sem laða til sín skordýr hafa oftast hvít, gul, bláleit eða fjólublá krónublöð.

Rannsóknir hafa sýnt að skordýr greina liti misvel og því er samband á milli litsins á krónublöðum blómplantna og hvort þau séu frævuð af skordýrum. Skordýr hafa ágæta litasjón en hún er nokkuð frábrugðin litasjón til dæmis prímata. Sjónskynjunin skordýranna er á þrengra bili, til dæmis sjá þau ekki rauðan lit en geta skynjað útfjólubláan lit. Blómplöntur í hitabeltinu sem eru rauðar laða því ekki til sín skordýr, heldur fugla eins og til dæmis kólibrífugla. Blómplöntur sem laða til sín skordýr hafa oftast hvít, gul, bláleit eða fjólublá krónublöð.

Í íslenskri náttúru er lítið um rauð blóm þar sem ekki er mikið um að önnur dýr en skordýr sjái um frævun. Hér á landi er algengast að frævun blómplantna verði fyrir tilstuðlan vinds og slíkar blómplöntur þurfa ekki að vera litskrúðugar. Hins vegar er gulur litur nokkuð algengur, en fjölmörg skordýr leitast við að ná sér í blómsykur gulra plantna og fræva þá plöntuna um leið.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

21.11.2008

Spyrjandi

Birta og Guðbjörg, f. 1997

Tilvísun

JMH. „Af hverju eru blóm í mörgum litum?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2008, sótt 13. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50284.

JMH. (2008, 21. nóvember). Af hverju eru blóm í mörgum litum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50284

JMH. „Af hverju eru blóm í mörgum litum?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2008. Vefsíða. 13. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50284>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru blóm í mörgum litum?
Litir blómplantna hafa orðið til vegna tugmilljón ára samþróunar blómplantna og þeirra dýra sem þær reyna að laða að sér. Litskrúðugar blómplöntur eiga meiri möguleika á að laða til sín dýr sem sjá þá um frævun plöntunnar. Fjöldi plantna af öllum stærðum og gerðum eru til og blómin geta verið ótrúlega litskrúðug.


Blómplöntur sem laða til sín skordýr hafa oftast hvít, gul, bláleit eða fjólublá krónublöð.

Rannsóknir hafa sýnt að skordýr greina liti misvel og því er samband á milli litsins á krónublöðum blómplantna og hvort þau séu frævuð af skordýrum. Skordýr hafa ágæta litasjón en hún er nokkuð frábrugðin litasjón til dæmis prímata. Sjónskynjunin skordýranna er á þrengra bili, til dæmis sjá þau ekki rauðan lit en geta skynjað útfjólubláan lit. Blómplöntur í hitabeltinu sem eru rauðar laða því ekki til sín skordýr, heldur fugla eins og til dæmis kólibrífugla. Blómplöntur sem laða til sín skordýr hafa oftast hvít, gul, bláleit eða fjólublá krónublöð.

Í íslenskri náttúru er lítið um rauð blóm þar sem ekki er mikið um að önnur dýr en skordýr sjái um frævun. Hér á landi er algengast að frævun blómplantna verði fyrir tilstuðlan vinds og slíkar blómplöntur þurfa ekki að vera litskrúðugar. Hins vegar er gulur litur nokkuð algengur, en fjölmörg skordýr leitast við að ná sér í blómsykur gulra plantna og fræva þá plöntuna um leið.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....