Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar verða ríbósóm til?

Segja má að ríbósóm séu prótínverksmiðjur frumunnar. Þetta eru örsmáar hnattlaga einingar sem eru í kringum 20 nm í þvermál og því ómögulegt að greina þær í ljóssmásjá.

Í frumum sem mynda mikið af prótínum eru mörg þúsund ríbósóm í umfryminu. Ríbósóm myndast í kjarna frumunnar og berast þaðan í umfrymið í tveimur misstórum einingum. Þessar einingar tengjast aðeins saman á meðan ríbósóm taka þátt í myndun peptíða en eru þar fyrir utan lausar frá hvorri annarri í umfryminu.Ríbósóm tengd RNA við nýmyndun á prótíni.

Lesa má meira um prótínmyndum og hlutverk ríbósóm í því ferli í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvernig myndast prótín í líkamanum?

Mynd: Campbell, Neil. 1996 Biology, 4th ed., Menlo Park, CA: Benjamin-Cummings - fengin á heimasíðu Cell Biology Websites

Útgáfudagur

6.6.2005

Spyrjandi

Þóra Helgadóttir, f. 1987

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

JMH. „Hvar verða ríbósóm til?“ Vísindavefurinn, 6. júní 2005. Sótt 22. júlí 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=5034.

JMH. (2005, 6. júní). Hvar verða ríbósóm til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5034

JMH. „Hvar verða ríbósóm til?“ Vísindavefurinn. 6. jún. 2005. Vefsíða. 22. júl. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5034>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Anna Ingólfsdóttir

1952

Anna Ingólfsdóttir er prófessor í tölvunarfræði við HR og er einn af forstöðumönnum rannsóknaseturs í fræðilegri tölvunarfræði við sama skóla. Sérsvið Önnu er fræðileg tövunarfræði með áherslu á merkingafræði og réttleika gagnvirkra og samsíða hugbúnaðakerfa.