Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað merkir "að troða strý" í orðaleiknum "Stebbi stóð á ströndu var að troða strý..."? Hvað var Stebbi að gera og til hvers?

Guðrún Kvaran

Strý er notað um strítt og gisið hár en í eldra máli var það einnig notað um grófan hör og hamprudda. Myndin af Stebba sýnir því ef til vill mann sem er að troða hamprudda eða einhverju slíku í poka. Orðabók Háskólans á engin dæmi um sambandið að troða strý önnur en í þulunni um Stebba sem stóð á ströndu.

Jón Árnason og Ólafur Davíðsson gáfu út ritið Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur á árunum 1887 til 1908. Í kaflanum um skemmtanir er að finna þuluna um Stebba (bls. 196). Þar er hún svona:

Stebbi stóð á ströndu

og var að troða strý,

strý tróð hann Stebbi,

og Stebbi treður strý.

Til eru mörg afbrigði af þulunni. Ólafur nefnir þetta:

Stebbi stóð á Ströndum

og átti að troða strý,

strý var ekki troðið,

nema Stebbi træði strý.

þrítreður Stebbi strý.

Algengt er að bæta inn í:

Eintreður Stebbi strý,

tvítreður Stebbi strý

og síðan fjórtreður Stebbi strý, fimmtreður Stebbi strý o.s.frv.

Þulur af þessu tagi nefnast andarteppuþulur og eru til mörg afbrigði af þeim. Romsurnar sjálfar skipta ekki höfuðmáli heldur það að geta þulið sem lengst án þess að anda eða ruglast. Oft eru í þulunum orð með stafasamböndum sem erfitt er að bera fram hratt. Þannig er með Stebba og strýið. Ef farið er hratt með þuluna segja menn gjarnan:

Einstreður Strebbi strý

tvístreður Strebbi strý ...

og eru þá úr leik. Því er alls óvíst að einhver sérstakur verknaður hafi falist í að troða strý en þó var hægt að sjá fyrir sér mann við einhverja iðju þegar þulið var.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

6.6.2005

Spyrjandi

Stefán Þorsteinsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir "að troða strý" í orðaleiknum "Stebbi stóð á ströndu var að troða strý..."? Hvað var Stebbi að gera og til hvers?“ Vísindavefurinn, 6. júní 2005. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5036.

Guðrún Kvaran. (2005, 6. júní). Hvað merkir "að troða strý" í orðaleiknum "Stebbi stóð á ströndu var að troða strý..."? Hvað var Stebbi að gera og til hvers? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5036

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir "að troða strý" í orðaleiknum "Stebbi stóð á ströndu var að troða strý..."? Hvað var Stebbi að gera og til hvers?“ Vísindavefurinn. 6. jún. 2005. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5036>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir "að troða strý" í orðaleiknum "Stebbi stóð á ströndu var að troða strý..."? Hvað var Stebbi að gera og til hvers?
Strý er notað um strítt og gisið hár en í eldra máli var það einnig notað um grófan hör og hamprudda. Myndin af Stebba sýnir því ef til vill mann sem er að troða hamprudda eða einhverju slíku í poka. Orðabók Háskólans á engin dæmi um sambandið að troða strý önnur en í þulunni um Stebba sem stóð á ströndu.

Jón Árnason og Ólafur Davíðsson gáfu út ritið Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur á árunum 1887 til 1908. Í kaflanum um skemmtanir er að finna þuluna um Stebba (bls. 196). Þar er hún svona:

Stebbi stóð á ströndu

og var að troða strý,

strý tróð hann Stebbi,

og Stebbi treður strý.

Til eru mörg afbrigði af þulunni. Ólafur nefnir þetta:

Stebbi stóð á Ströndum

og átti að troða strý,

strý var ekki troðið,

nema Stebbi træði strý.

þrítreður Stebbi strý.

Algengt er að bæta inn í:

Eintreður Stebbi strý,

tvítreður Stebbi strý

og síðan fjórtreður Stebbi strý, fimmtreður Stebbi strý o.s.frv.

Þulur af þessu tagi nefnast andarteppuþulur og eru til mörg afbrigði af þeim. Romsurnar sjálfar skipta ekki höfuðmáli heldur það að geta þulið sem lengst án þess að anda eða ruglast. Oft eru í þulunum orð með stafasamböndum sem erfitt er að bera fram hratt. Þannig er með Stebba og strýið. Ef farið er hratt með þuluna segja menn gjarnan:

Einstreður Strebbi strý

tvístreður Strebbi strý ...

og eru þá úr leik. Því er alls óvíst að einhver sérstakur verknaður hafi falist í að troða strý en þó var hægt að sjá fyrir sér mann við einhverja iðju þegar þulið var....