Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:20 • Sest 01:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:36 • Síðdegis: 23:12 í Reykjavík

Hvað gerir geislafræðingur?

Hildur Guðmundsdóttir

Árið 2001 var tekið í notkun starfsheitið geislafræðingur og kom það í stað gamla starfsheitisins „röntgentæknir“. Þykir nýja starfsheitið lýsa starfinu betur þar sem notkun röntgengeisla skiptir ekki jafn miklu í starfi geislafræðinga og áður. Rannsóknaraðferðum geislafræðinga hefur fjölgað og tækni á borð við ómun eða hljóðsjá (e. sonar), sem byggist á úthljóði (e. ultrasound), og segulómun (e. magnetic resonance imaging) hefur fengið aukið vægi innan geislafræðinnar.


Mynd af mannshöfði tekin með segulómtækni.

Í reglugerð um geislafræðinga stendur meðal annars: „Geislafræðingur framkvæmir geislarannsóknir, geislameðferð og aðrar rannsóknir á fólki með myndgerðartækni...” Starfsvið geislafræðinga hefur vaxið ört á undaförnum árum með nýrri tækni og aukinni myndgerð innan læknisfræðinnar.

Myndgreining er stór þáttur í starfi geislafræðinga. Þeir gera röntgenmyndir, segulómgreiningu, tölvusneiðmyndir, rannsóknir með samsætum (isotopes) og ómrannsóknir til greiningar á sjúkdómum og áverkum. Auk myndgreiningar starfa geislafræðingar við geislameðferðir, beinþéttnimælingar, gæðaeftirlit, kennslu og geislavarnir.

Geislafræðingar starfa á myndgreiningardeildum heilbrigðisstofnana og einkafyrirtækja, við geislameðferðareiningu Landspítalans - Háskólasjúkrahúss (LSH), hjá Geislavörnum ríkisins, Hjartavernd og víðar.

Nám geislafæðinga nær yfir ýmis fræðasvið. Meðal þeirra eru líffærafræði, lífeðlisfræði, eðlisfræði, efnafræði, geislaeðlisfræði, geislavarnir, lyfjafræði, sýklafræði, sjúkdómafræði og sneiðlíffærafræði. Nám sem veitir starfsréttindi sem geislafræðingur tekur fjögur ár. Geislafræði hefur hingað til verið kennd við Tækniháskóla Íslands en verður framvegis kennd við Háskóla Íslands.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Höfundur þakkar Þórunni Káradóttur Hvasshovd, sviðstjóra geislafræðisviðs við Tækniháskóla Íslands, fyrir veitta aðstoð.

Höfundur

eðlisfræðinemi

Útgáfudagur

7.6.2005

Spyrjandi

Bjarni Klemenz

Tilvísun

Hildur Guðmundsdóttir. „ Hvað gerir geislafræðingur?.“ Vísindavefurinn, 7. júní 2005. Sótt 19. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5037.

Hildur Guðmundsdóttir. (2005, 7. júní). Hvað gerir geislafræðingur?. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5037

Hildur Guðmundsdóttir. „ Hvað gerir geislafræðingur?.“ Vísindavefurinn. 7. jún. 2005. Vefsíða. 19. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5037>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað gerir geislafræðingur?
Árið 2001 var tekið í notkun starfsheitið geislafræðingur og kom það í stað gamla starfsheitisins „röntgentæknir“. Þykir nýja starfsheitið lýsa starfinu betur þar sem notkun röntgengeisla skiptir ekki jafn miklu í starfi geislafræðinga og áður. Rannsóknaraðferðum geislafræðinga hefur fjölgað og tækni á borð við ómun eða hljóðsjá (e. sonar), sem byggist á úthljóði (e. ultrasound), og segulómun (e. magnetic resonance imaging) hefur fengið aukið vægi innan geislafræðinnar.


Mynd af mannshöfði tekin með segulómtækni.

Í reglugerð um geislafræðinga stendur meðal annars: „Geislafræðingur framkvæmir geislarannsóknir, geislameðferð og aðrar rannsóknir á fólki með myndgerðartækni...” Starfsvið geislafræðinga hefur vaxið ört á undaförnum árum með nýrri tækni og aukinni myndgerð innan læknisfræðinnar.

Myndgreining er stór þáttur í starfi geislafræðinga. Þeir gera röntgenmyndir, segulómgreiningu, tölvusneiðmyndir, rannsóknir með samsætum (isotopes) og ómrannsóknir til greiningar á sjúkdómum og áverkum. Auk myndgreiningar starfa geislafræðingar við geislameðferðir, beinþéttnimælingar, gæðaeftirlit, kennslu og geislavarnir.

Geislafræðingar starfa á myndgreiningardeildum heilbrigðisstofnana og einkafyrirtækja, við geislameðferðareiningu Landspítalans - Háskólasjúkrahúss (LSH), hjá Geislavörnum ríkisins, Hjartavernd og víðar.

Nám geislafæðinga nær yfir ýmis fræðasvið. Meðal þeirra eru líffærafræði, lífeðlisfræði, eðlisfræði, efnafræði, geislaeðlisfræði, geislavarnir, lyfjafræði, sýklafræði, sjúkdómafræði og sneiðlíffærafræði. Nám sem veitir starfsréttindi sem geislafræðingur tekur fjögur ár. Geislafræði hefur hingað til verið kennd við Tækniháskóla Íslands en verður framvegis kennd við Háskóla Íslands.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Höfundur þakkar Þórunni Káradóttur Hvasshovd, sviðstjóra geislafræðisviðs við Tækniháskóla Íslands, fyrir veitta aðstoð....