Þyngdarkrafturinn á tungluni er ekkert skrýtnari eða öðruvísi en annars staðar. Á tunglinu verkar alveg sami þyngdarkraftur og á jörðinni en eini munurinn er sá að þyngdarkrafturinn á tiltekinn hlut á tunglinu er miklu minni en á sama hlut á jörðinni og hluturinn virðist því léttari þar en við yfirborð jarðar.
Um þetta er meðal annars fjallað í svari við spurningunni Hvers vegna er þyngdarafl á jörðinni en ekki á tunglinu? og við bendum lesendum á að kynna sér það svar. Þar kemur meðal annars fram að ef maður sem er 60 kg fer til tunglsins verður hann jafnþungur þar og 10 kg hlutur væri á jörðinni.
Mynd:
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.