Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Af hverju heita endar DNA- og RNA-þráða 5' og 3' og hvernig er ákveðið hvor endinn er 5' og hvor er 3'?

Guðmundur Eggertsson

Með heitunum 5’ og 3’ sem lýsa enda kjarnsýrusameindar er vísað til númera á kolefnisatómum (C) sykrusameindarinnar sem er hluti af hverju kirni (núkleótíði) í kjarnsýrukeðju. Nánar tiltekið er átt við númer þess kolefnisatóms í sykrunni sem er næst endanum. Áður en lengra er haldið er ágætt að lesa nánar um kjarnsýrur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er DNA og RNA og hvert er hlutverk þeirra?

Kirnin eru sett saman úr sykru (ríbósa í RNA en deoxýríbósa í DNA), niturbasa (adeníni, gúaníni, týmíni og cýtósíni í DNA, en í RNA kemur úrasíl í stað týmíns) og fosfórsýru (sjá mynd hér fyrir neðan). Kolefnisatóm í sykrusameindinni eru fimm og hafa sömu innbyrðis afstöðu í öllum sameindunum. Venja er að tölusetja þau á tiltekinn hátt eftir stöðu sinni eins og sýnt er á myndinni. Fosfórsýruhópur tengir hýdroxýlhóp (OH) á kolefnishóp nr. 3 í einni sameind við nr. 5 í þeirri næstu. Þannig myndast keðja en á öðrum endanum verður kolefnisatóm nr. 3 með hýdroxýlhóp og á hinum kolefnisatóm nr. 5 með hýdroxýlhóp sem á myndinni er tengdur fosfathópi. Í tvöfalda DNA-gorminum eða -helixnum, sem er sýndur útflattur á myndinni, snúa DNA-þættirnir hvor í sína áttina miðað við stefnuna sem er innbyggð í sykrusameindina.

Í keðjuendanum efst til vinstri á myndinni er það kolefnisatómið 3' sem er næst endanum og hann er því táknaður með 3'. Hægra megin er það hins vegar 5' sem er næst endanum og hann fær heiti samkvæmt því. Á endunum neðst á myndinni snýst þetta við af nokkuð augljósum ástæðum: Það er gagnstæður endi sem snýr niður í sameindunum og síðasta sykran snýr því þeim enda út.

Mynd:
  • Griffiths A.J.F. o.fl. 1996. An Introduction to Genetic Analysis. 6. útg. New York: W.H. Freeman and Company.

Höfundur

Guðmundur Eggertsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

8.6.2005

Spyrjandi

Kristján Valgeir

Tilvísun

Guðmundur Eggertsson. „Af hverju heita endar DNA- og RNA-þráða 5' og 3' og hvernig er ákveðið hvor endinn er 5' og hvor er 3'?“ Vísindavefurinn, 8. júní 2005. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5040.

Guðmundur Eggertsson. (2005, 8. júní). Af hverju heita endar DNA- og RNA-þráða 5' og 3' og hvernig er ákveðið hvor endinn er 5' og hvor er 3'? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5040

Guðmundur Eggertsson. „Af hverju heita endar DNA- og RNA-þráða 5' og 3' og hvernig er ákveðið hvor endinn er 5' og hvor er 3'?“ Vísindavefurinn. 8. jún. 2005. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5040>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju heita endar DNA- og RNA-þráða 5' og 3' og hvernig er ákveðið hvor endinn er 5' og hvor er 3'?
Með heitunum 5’ og 3’ sem lýsa enda kjarnsýrusameindar er vísað til númera á kolefnisatómum (C) sykrusameindarinnar sem er hluti af hverju kirni (núkleótíði) í kjarnsýrukeðju. Nánar tiltekið er átt við númer þess kolefnisatóms í sykrunni sem er næst endanum. Áður en lengra er haldið er ágætt að lesa nánar um kjarnsýrur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er DNA og RNA og hvert er hlutverk þeirra?

Kirnin eru sett saman úr sykru (ríbósa í RNA en deoxýríbósa í DNA), niturbasa (adeníni, gúaníni, týmíni og cýtósíni í DNA, en í RNA kemur úrasíl í stað týmíns) og fosfórsýru (sjá mynd hér fyrir neðan). Kolefnisatóm í sykrusameindinni eru fimm og hafa sömu innbyrðis afstöðu í öllum sameindunum. Venja er að tölusetja þau á tiltekinn hátt eftir stöðu sinni eins og sýnt er á myndinni. Fosfórsýruhópur tengir hýdroxýlhóp (OH) á kolefnishóp nr. 3 í einni sameind við nr. 5 í þeirri næstu. Þannig myndast keðja en á öðrum endanum verður kolefnisatóm nr. 3 með hýdroxýlhóp og á hinum kolefnisatóm nr. 5 með hýdroxýlhóp sem á myndinni er tengdur fosfathópi. Í tvöfalda DNA-gorminum eða -helixnum, sem er sýndur útflattur á myndinni, snúa DNA-þættirnir hvor í sína áttina miðað við stefnuna sem er innbyggð í sykrusameindina.

Í keðjuendanum efst til vinstri á myndinni er það kolefnisatómið 3' sem er næst endanum og hann er því táknaður með 3'. Hægra megin er það hins vegar 5' sem er næst endanum og hann fær heiti samkvæmt því. Á endunum neðst á myndinni snýst þetta við af nokkuð augljósum ástæðum: Það er gagnstæður endi sem snýr niður í sameindunum og síðasta sykran snýr því þeim enda út.

Mynd:
  • Griffiths A.J.F. o.fl. 1996. An Introduction to Genetic Analysis. 6. útg. New York: W.H. Freeman and Company.
...