Sólin Sólin Rís 07:44 • sest 18:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:08 • Síðdegis: 15:39 í Reykjavík

Hvaða fisktegundir veiddust í Genesaretvatni þegar Jesús var uppi og hvaða fisktegundir veiðast þar enn?

Jón Már Halldórsson

Frá upphafi skráðrar sögu svæðisins við Genesaretvatn hefur vatnið verið ríkuleg uppspretta fæðu. Fjölmargir sem bjuggu við vatnið réru til fiskjar og hafa gert svo í þúsundir ára. Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós að snemma á bronsöld, eða á tímabilinu 3300-2300 f.Kr., voru stundaður fiskveiðar í vatninu. Engin náttúrleg hafnaraðstaða er við vatnið en menn hlóðu hafnir úr grjóti og smíðuðu bryggjur. Alls hafa fornleifafræðingar fundið 15 fornar hafnir við vatnið og er talið að á þeim tíma sem Jesús var uppi hafi fiskveiðar blómstrað þar. Fiskmarkaður var meðal annars í bænum Magdala og kom fólk víða að til að kaupa fisk. Hér til hliðar sést loftmynd af Generatvatni.

Í Biblíunni kemur ýmislegt fram um atvinnuhætti svæðisins og voru nokkrir lærisveina Jesú fiskimenn. Meðal annars má lesa þetta í Lúkasarguðspjalli þegar Jesús vitjar Símon Péturs:
Nú bar svo til að Jesús stóð við Genesaretvatn og mannfjöldinn þrengdist að honum til að hlýða á Guðs orð. Þá sá hann tvo báta við vatnið en fiskimennirnir voru farnir í land og þvoðu net sín. Hann fór út í þann bátinn er Símon átti og bað hann að leggja lítið eitt frá landi, settist og tók að kenna mannfjöldanum úr bátnum.

Þegar hann hafði lokið ræðu sinni, sagði hann við Símon: "Legg þú út á djúpið, og leggið net ykkar til fiskjar." Símon svaraði: "Meistari, við höfum stritað í alla nótt og ekkert fengið en fyrst þú segir það skal ég leggja netin." Nú gerðu þeir svo og fengu þeir þá mikinn fjölda fiska, en net þeirra tóku að rifna. Bentu þeir þá félögum sínum á hinum bátnum að koma og hjálpa sér. Þeir komu og hlóðu báða bátana svo að nær voru sokknir.

Þegar Símon Pétur sá þetta, féll hann á kné frammi fyrir Jesú og sagði: "Far þú frá mér, Drottinn, því að ég er syndugur maður." En felmtur kom á hann og alla þá sem með honum voru, vegna fiskaflans, er þeir höfðu fengið. Eins var um Jakob og Jóhannes Sebedeussyni, félaga Símonar. Jesús sagði þá við Símon: "Óttast þú ekki, héðan í frá skalt þú menn veiða." (Lúk. 5.1-11.)

En snúum okkur aftur að dýrafræðinni. Fiskurinn sem Símon Pétur og félagar fylltu bát sinn af, var að öllum líkindum sankti pétursfiskur, en það er helsti nytjafiskurinn úr Genesaretvatni. Á ensku nefnist fiskurinn St. Peters fish og á latínu Sarotherodon galilaeus. Hann þykir einstaklega góður matfiskur. Hann getur vegið allt að 1,5 kg og mælast stærstu fiskarnir um 50 cm.


Sankti pétursfiskur þykir mesta lostæti.

Sardínur veiðast einnig í vatninu og samkvæmt lýsingum Biblíunnar þá mettaði Jesús lýðinn með tveimur sardínum. Þriðja tegundin sem var veidd í einhverjum mæli er gedda sem höfundur hefur engar frekari upplýsingar um.

Rúmlega 30 tegundir fiska finnast í Generaretvatni og ánni Jórdan sem rennur úr vatninu. Fiskveiðar eru enn stundaðar í vatninu þó nákvæmt mat á ástandi stofnanna þar sé ekki ljóst. Sankti pétursfiskurinn er einnig ræktaður í fiskeldi á svæðinu.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.12.2008

Spyrjandi

Gylfi Pálsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða fisktegundir veiddust í Genesaretvatni þegar Jesús var uppi og hvaða fisktegundir veiðast þar enn?“ Vísindavefurinn, 2. desember 2008. Sótt 4. október 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=50464.

Jón Már Halldórsson. (2008, 2. desember). Hvaða fisktegundir veiddust í Genesaretvatni þegar Jesús var uppi og hvaða fisktegundir veiðast þar enn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50464

Jón Már Halldórsson. „Hvaða fisktegundir veiddust í Genesaretvatni þegar Jesús var uppi og hvaða fisktegundir veiðast þar enn?“ Vísindavefurinn. 2. des. 2008. Vefsíða. 4. okt. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50464>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða fisktegundir veiddust í Genesaretvatni þegar Jesús var uppi og hvaða fisktegundir veiðast þar enn?
Frá upphafi skráðrar sögu svæðisins við Genesaretvatn hefur vatnið verið ríkuleg uppspretta fæðu. Fjölmargir sem bjuggu við vatnið réru til fiskjar og hafa gert svo í þúsundir ára. Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós að snemma á bronsöld, eða á tímabilinu 3300-2300 f.Kr., voru stundaður fiskveiðar í vatninu. Engin náttúrleg hafnaraðstaða er við vatnið en menn hlóðu hafnir úr grjóti og smíðuðu bryggjur. Alls hafa fornleifafræðingar fundið 15 fornar hafnir við vatnið og er talið að á þeim tíma sem Jesús var uppi hafi fiskveiðar blómstrað þar. Fiskmarkaður var meðal annars í bænum Magdala og kom fólk víða að til að kaupa fisk. Hér til hliðar sést loftmynd af Generatvatni.

Í Biblíunni kemur ýmislegt fram um atvinnuhætti svæðisins og voru nokkrir lærisveina Jesú fiskimenn. Meðal annars má lesa þetta í Lúkasarguðspjalli þegar Jesús vitjar Símon Péturs:
Nú bar svo til að Jesús stóð við Genesaretvatn og mannfjöldinn þrengdist að honum til að hlýða á Guðs orð. Þá sá hann tvo báta við vatnið en fiskimennirnir voru farnir í land og þvoðu net sín. Hann fór út í þann bátinn er Símon átti og bað hann að leggja lítið eitt frá landi, settist og tók að kenna mannfjöldanum úr bátnum.

Þegar hann hafði lokið ræðu sinni, sagði hann við Símon: "Legg þú út á djúpið, og leggið net ykkar til fiskjar." Símon svaraði: "Meistari, við höfum stritað í alla nótt og ekkert fengið en fyrst þú segir það skal ég leggja netin." Nú gerðu þeir svo og fengu þeir þá mikinn fjölda fiska, en net þeirra tóku að rifna. Bentu þeir þá félögum sínum á hinum bátnum að koma og hjálpa sér. Þeir komu og hlóðu báða bátana svo að nær voru sokknir.

Þegar Símon Pétur sá þetta, féll hann á kné frammi fyrir Jesú og sagði: "Far þú frá mér, Drottinn, því að ég er syndugur maður." En felmtur kom á hann og alla þá sem með honum voru, vegna fiskaflans, er þeir höfðu fengið. Eins var um Jakob og Jóhannes Sebedeussyni, félaga Símonar. Jesús sagði þá við Símon: "Óttast þú ekki, héðan í frá skalt þú menn veiða." (Lúk. 5.1-11.)

En snúum okkur aftur að dýrafræðinni. Fiskurinn sem Símon Pétur og félagar fylltu bát sinn af, var að öllum líkindum sankti pétursfiskur, en það er helsti nytjafiskurinn úr Genesaretvatni. Á ensku nefnist fiskurinn St. Peters fish og á latínu Sarotherodon galilaeus. Hann þykir einstaklega góður matfiskur. Hann getur vegið allt að 1,5 kg og mælast stærstu fiskarnir um 50 cm.


Sankti pétursfiskur þykir mesta lostæti.

Sardínur veiðast einnig í vatninu og samkvæmt lýsingum Biblíunnar þá mettaði Jesús lýðinn með tveimur sardínum. Þriðja tegundin sem var veidd í einhverjum mæli er gedda sem höfundur hefur engar frekari upplýsingar um.

Rúmlega 30 tegundir fiska finnast í Generaretvatni og ánni Jórdan sem rennur úr vatninu. Fiskveiðar eru enn stundaðar í vatninu þó nákvæmt mat á ástandi stofnanna þar sé ekki ljóst. Sankti pétursfiskurinn er einnig ræktaður í fiskeldi á svæðinu.

Mynd:...