Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Spói er algengur fugl í margvíslegu búsvæði hérlendis svo sem í mýrlendi, en einnig í grónum móum og holtum allt upp í 200 metra hæð. Þó svo að stofnstærðin hafi verið metin rúmlega 200 þúsund varppör þá er hann alfriðaður hér á landi.
Á meðfylgjandi mynd, sem byggð er á rannsóknum Tómasar G. Gunnarssonar fuglafræðings, má sjá tíðnidreifingu fyrir upphaf álegu hjá spóanum á sunnanverðu landinu. Eins og myndin sýnir hófu langflestir spóarnir sem fylgst var með í rannsókninni varp á tímabilinu frá 26. maí til 9. júní. Úrtakið er þó svo lítið að ekki má taka það alltof bókstaflega.
Niðurstöður rannsókna á upphafi álegu hjá spóum á sunnanverðu landinu.
Hreiðurskeið spóans, það er tíminn frá því að hann verpir fyrsta egginu þar til ungarnir eru klaktir, er að meðaltali 27 dagar. Því má ætla að álegan eða útungunartíminn nái yfir allan júní og hjá litlum hluta varpstofnsins eitthvað fram í júlímánuð.
Höfundur þakkar Tómasi G. Gunnarssyni fuglafræðingi kærlega fyrir veitta aðstoð við gerð þessa svars.