Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju fær fólk fælni (fóbíur) og hvaða meðferð er hægt að beita við henni?

Heiða María Sigurðardóttir

Aðrir spyrjendur eru: Kolbrún María, f. 1990, Ragnheiður Þórðardóttir, Eiríkur Ásmundsson, Magnús Einarsson, Andreas Færseth og Guðlaug Erla, f. 1989.

Fælni eða fóbía er kvíðaröskun sem lýsir sér í mikilli og órökréttri hræðslu við tiltekið fyrirbæri.

Flokkun

Í DSM-IV, flokkunarkerfi fyrir geðraskanir, er fælni flokkuð í þrjá undirflokka, eða í víðáttufælni (agoraphobia), félagsfælni og afmarkaða fælni.

Fólk með víðáttufælni óttast víðáttur, eins og nafnið bendir til, sérstaklega þegar það er eitt á ferð. Það hræðist samt einnig fjölfarna staði eins og verslanamiðstöðvar og staði sem lokaðir eru af, svo sem lyftur, strætisvagna eða lestarvagna. Víðáttufælið fólk óttast alla þessa staði því þeir eiga það sameiginlegt að erfitt er að komast í burtu eða leita hjálpar ef það skyldi fá felmturskast. Í felmturskasti verður fólk óstjórnlega kvíðið; það svitnar, fær öran hjartslátt, á erfitt með andardrátt, fær verk fyrir brjósti, telur sig vera að missa stjórn eða jafnvel deyja og svo framvegis. Felmtursköst eru ekki hættuleg, en þeir sem fá slík köst telja þau oft vera það. Þetta eykur að sjálfsögðu á kvíða þeirra þannig að felmtursköstin verða æ algengari.

Félagsfælið fólk hræðist það að verða sér til skammar fyrir framan annað fólk. Það er oft hrætt við að aðrir dæmi það, finnist það heimskt, furðulegt eða veikgeðja. Algengast er að fólk hræðist mest að tala fyrir framan aðra. Fælnin getur samt orðið svo alvarleg að fólk óttist jafnvel að nota almenningsklósett, skrifa á meðan einhver horfir á það eða að borða eða drekka fyrir framan aðra. Þar sem enginn getur komist hjá því að hafa samskipti við annað fólk getur félagsfælni háð þeim sem af henni þjást afar mikið.

Ólíkt víðáttufælni og félagsfælni beinist afmörkuð fælni aðeins að einu tilteknu fyrirbæri. Afmörkuð fælni skiptist svo aftur í fernt: Dýrafælni, náttúrufælni, aðstæðubundna fælni og blóðfælni.

Dýrafælni beinist að tilteknum dýrum eins og hundum, snákum, köngulóm eða skordýrum. Snákafælni er algengasta dýrafælnin, að minnsta kosti í Bandaríkjunum. Fólk með náttúrufælni hræðist fyrirbæri í náttúrunni eins og óveður, miklar hæðir (lofthræðsla) eða vatn. Aðstæðubundin fælni beinist oft að almenningssamgöngum, svo sem því að fara yfir brýr, í flugvél eða gegnum göng. Innilokunarótti (claustrophobia) er algeng tegund aðstæðubundinnar fælni.

Blóðfælni (blood-injection-injury type phobias) er ótti við að sjá blóð, sprautur, sár eða önnur meiðsl. Blóðfælni er nokkuð ólík annarri afmarkaðri fælni. Í hinum fær fólk yfirleitt örari hjartslátt og hærri blóðþrýsting. Hjá fólki með blóðfælni lækkar aftur á móti bæði hjartsláttartíðni og blóðþrýstingur sem leiðir til þess að hætta er á yfirliði. Grunur leikur á að blóðfælni sé í raun ekki ótti við blóð og annað slíkt, heldur veki það fremur viðbjóð með fólki. Meira er hægt að lesa um geðshræringuna viðbjóð í svari Jakobs Smára, prófessors í sálfræði hér.



Snákafælni er ein algengasta tegund dýrafælni.

Myndun

Flestar tegundir af fælni myndast strax í barnæsku. Nokkrar deilur hafa staðið um hvernig fælni verður til, en líklegt er að engin ein orsök sé fyrir allri fælni. Helstu hugmyndirnar eru þó að:

  1. Fælni verði til með skilyrðingu, svo sem klassískri skilyrðingu. Í þessu felst að það sem fælnin beinist að hafi í fortíðinni parast við eitthvað sem vekur ótta með fólki af náttúrunnar hendi og fari því að vekja sömu óttaviðbrögð. Dæmi um þetta er ef fólk lærir að óttast tannlækna því þeir parast við sársauka.
  2. Fælni myndist með herminámi eða óbeinni skilyrðingu, þar sem fólk læri að hræðast það sem aðrir hræðast. Dæmi um þetta er ef barn fer að hræðast hunda af því að það verður vitni af því þegar hundur bítur móður þess.
  3. Fælni verði til með upplýsinganámi, þar sem upplýsingar um að eitthvað beri að varast eða sé hættulegt leiði til fælni sem beinist að því. Dæmi er ef börn verða hrædd við Grýlu því þeim er sagt að hún sé hættuleg. Einnig er líklegt að ótti við föstudaginn þrettánda myndist með þessum hætti.
  4. Fælni sé ásköpuð en ekki áunnin. Þetta felur í sér að maður læri ekki að verða hræddur, heldur læri maður að hræðast ekki.
  5. Eiginleikinn að læra að óttast sumt meira en annað sé áskapaður.

Seinustu hugmyndirnar tvær fela í sér að það sé engin tilviljun hvað maður verði hræddur við, heldur óttist fólk frekar það sem því sé mikilvægt að óttast út frá þróunarlegu sjónarmiði. Þetta skýrir ef til vill af hverju lofthræðsla, vatnshræðsla og ótti barna við aðskilnað frá foreldrum sínum er algengari en ótti við það sem tegundinni hefur ekki stafað langvarandi ógn af.

Meðferð

Algengasta og áhrifaríkasta meðferðin við fælni er aðferlismeðferð. Meðal aðferða sem notaðar eru í atferlismeðferð eru kerfisbundin ónæming, hermun (modeling) og flæði (flooding). Einnig er stundum notast við hugræna meðferð og lyfjameðferð.

Í kerfisbundinni ónæmingu er fólk látið búa til óttastigveldi, þar sem það raðar óttavöldunum í þrep eftir því hversu mikinn ótta þeir vekja. Fólk ímyndar sér svo hvert þrep í stigveldinu, eitt á eftir öðru, á meðan það slakar á. Slökunin parast því við það sem fólk óttaðist, og kemur því að lokum í staðinn fyrir kvíðann sem það vakti áður upp.

Í hermun þarf fólk að herma eftir þeirri hegðun meðferðaraðilans sem beinist að því sem óttast er. Til að mynda gæti meðferð við snákafælni falist í því að meðferðaraðilinn héldi á snáki, og bæði svo skjólstæðing sinn um að gera hið sama.

Í flæði er skjólstæðingurinn sífellt látinn horfast í augu við það sem hann óttast, þar til það hættir að vekja með honum kvíða. Dæmi um það er ef fólk með lofthræðslu þyrfti að standa á svölum á 8. hæð í blokk til lengri tíma. Þessi aðferð virkar yfirleitt hraðar en hinar tvær, en erfiðara er að fá skjólstæðinga til að gangast undir slíka meðferð. Til þess að gera flæði bærilegra fyrir skjólstæðinga hefur stundum verið notast við sýndarveruleikatækni, þar sem fólk er látið takast á við það sem það óttast í sýndarheimi, en ekki í raunveruleikanum.

Kvíðastillandi lyf geta dregið úr kvíða og hræðslu hjá fólki með fælni, en áhrifin eru ekki langvarandi. Atferlismeðferð virðist aftur á móti hjálpa fólki að losna við fælni til frambúðar.

Heimildir

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

13.6.2005

Spyrjandi

Katrín María Emilsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Af hverju fær fólk fælni (fóbíur) og hvaða meðferð er hægt að beita við henni?“ Vísindavefurinn, 13. júní 2005, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5053.

Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 13. júní). Af hverju fær fólk fælni (fóbíur) og hvaða meðferð er hægt að beita við henni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5053

Heiða María Sigurðardóttir. „Af hverju fær fólk fælni (fóbíur) og hvaða meðferð er hægt að beita við henni?“ Vísindavefurinn. 13. jún. 2005. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5053>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju fær fólk fælni (fóbíur) og hvaða meðferð er hægt að beita við henni?
Aðrir spyrjendur eru: Kolbrún María, f. 1990, Ragnheiður Þórðardóttir, Eiríkur Ásmundsson, Magnús Einarsson, Andreas Færseth og Guðlaug Erla, f. 1989.

Fælni eða fóbía er kvíðaröskun sem lýsir sér í mikilli og órökréttri hræðslu við tiltekið fyrirbæri.

Flokkun

Í DSM-IV, flokkunarkerfi fyrir geðraskanir, er fælni flokkuð í þrjá undirflokka, eða í víðáttufælni (agoraphobia), félagsfælni og afmarkaða fælni.

Fólk með víðáttufælni óttast víðáttur, eins og nafnið bendir til, sérstaklega þegar það er eitt á ferð. Það hræðist samt einnig fjölfarna staði eins og verslanamiðstöðvar og staði sem lokaðir eru af, svo sem lyftur, strætisvagna eða lestarvagna. Víðáttufælið fólk óttast alla þessa staði því þeir eiga það sameiginlegt að erfitt er að komast í burtu eða leita hjálpar ef það skyldi fá felmturskast. Í felmturskasti verður fólk óstjórnlega kvíðið; það svitnar, fær öran hjartslátt, á erfitt með andardrátt, fær verk fyrir brjósti, telur sig vera að missa stjórn eða jafnvel deyja og svo framvegis. Felmtursköst eru ekki hættuleg, en þeir sem fá slík köst telja þau oft vera það. Þetta eykur að sjálfsögðu á kvíða þeirra þannig að felmtursköstin verða æ algengari.

Félagsfælið fólk hræðist það að verða sér til skammar fyrir framan annað fólk. Það er oft hrætt við að aðrir dæmi það, finnist það heimskt, furðulegt eða veikgeðja. Algengast er að fólk hræðist mest að tala fyrir framan aðra. Fælnin getur samt orðið svo alvarleg að fólk óttist jafnvel að nota almenningsklósett, skrifa á meðan einhver horfir á það eða að borða eða drekka fyrir framan aðra. Þar sem enginn getur komist hjá því að hafa samskipti við annað fólk getur félagsfælni háð þeim sem af henni þjást afar mikið.

Ólíkt víðáttufælni og félagsfælni beinist afmörkuð fælni aðeins að einu tilteknu fyrirbæri. Afmörkuð fælni skiptist svo aftur í fernt: Dýrafælni, náttúrufælni, aðstæðubundna fælni og blóðfælni.

Dýrafælni beinist að tilteknum dýrum eins og hundum, snákum, köngulóm eða skordýrum. Snákafælni er algengasta dýrafælnin, að minnsta kosti í Bandaríkjunum. Fólk með náttúrufælni hræðist fyrirbæri í náttúrunni eins og óveður, miklar hæðir (lofthræðsla) eða vatn. Aðstæðubundin fælni beinist oft að almenningssamgöngum, svo sem því að fara yfir brýr, í flugvél eða gegnum göng. Innilokunarótti (claustrophobia) er algeng tegund aðstæðubundinnar fælni.

Blóðfælni (blood-injection-injury type phobias) er ótti við að sjá blóð, sprautur, sár eða önnur meiðsl. Blóðfælni er nokkuð ólík annarri afmarkaðri fælni. Í hinum fær fólk yfirleitt örari hjartslátt og hærri blóðþrýsting. Hjá fólki með blóðfælni lækkar aftur á móti bæði hjartsláttartíðni og blóðþrýstingur sem leiðir til þess að hætta er á yfirliði. Grunur leikur á að blóðfælni sé í raun ekki ótti við blóð og annað slíkt, heldur veki það fremur viðbjóð með fólki. Meira er hægt að lesa um geðshræringuna viðbjóð í svari Jakobs Smára, prófessors í sálfræði hér.



Snákafælni er ein algengasta tegund dýrafælni.

Myndun

Flestar tegundir af fælni myndast strax í barnæsku. Nokkrar deilur hafa staðið um hvernig fælni verður til, en líklegt er að engin ein orsök sé fyrir allri fælni. Helstu hugmyndirnar eru þó að:

  1. Fælni verði til með skilyrðingu, svo sem klassískri skilyrðingu. Í þessu felst að það sem fælnin beinist að hafi í fortíðinni parast við eitthvað sem vekur ótta með fólki af náttúrunnar hendi og fari því að vekja sömu óttaviðbrögð. Dæmi um þetta er ef fólk lærir að óttast tannlækna því þeir parast við sársauka.
  2. Fælni myndist með herminámi eða óbeinni skilyrðingu, þar sem fólk læri að hræðast það sem aðrir hræðast. Dæmi um þetta er ef barn fer að hræðast hunda af því að það verður vitni af því þegar hundur bítur móður þess.
  3. Fælni verði til með upplýsinganámi, þar sem upplýsingar um að eitthvað beri að varast eða sé hættulegt leiði til fælni sem beinist að því. Dæmi er ef börn verða hrædd við Grýlu því þeim er sagt að hún sé hættuleg. Einnig er líklegt að ótti við föstudaginn þrettánda myndist með þessum hætti.
  4. Fælni sé ásköpuð en ekki áunnin. Þetta felur í sér að maður læri ekki að verða hræddur, heldur læri maður að hræðast ekki.
  5. Eiginleikinn að læra að óttast sumt meira en annað sé áskapaður.

Seinustu hugmyndirnar tvær fela í sér að það sé engin tilviljun hvað maður verði hræddur við, heldur óttist fólk frekar það sem því sé mikilvægt að óttast út frá þróunarlegu sjónarmiði. Þetta skýrir ef til vill af hverju lofthræðsla, vatnshræðsla og ótti barna við aðskilnað frá foreldrum sínum er algengari en ótti við það sem tegundinni hefur ekki stafað langvarandi ógn af.

Meðferð

Algengasta og áhrifaríkasta meðferðin við fælni er aðferlismeðferð. Meðal aðferða sem notaðar eru í atferlismeðferð eru kerfisbundin ónæming, hermun (modeling) og flæði (flooding). Einnig er stundum notast við hugræna meðferð og lyfjameðferð.

Í kerfisbundinni ónæmingu er fólk látið búa til óttastigveldi, þar sem það raðar óttavöldunum í þrep eftir því hversu mikinn ótta þeir vekja. Fólk ímyndar sér svo hvert þrep í stigveldinu, eitt á eftir öðru, á meðan það slakar á. Slökunin parast því við það sem fólk óttaðist, og kemur því að lokum í staðinn fyrir kvíðann sem það vakti áður upp.

Í hermun þarf fólk að herma eftir þeirri hegðun meðferðaraðilans sem beinist að því sem óttast er. Til að mynda gæti meðferð við snákafælni falist í því að meðferðaraðilinn héldi á snáki, og bæði svo skjólstæðing sinn um að gera hið sama.

Í flæði er skjólstæðingurinn sífellt látinn horfast í augu við það sem hann óttast, þar til það hættir að vekja með honum kvíða. Dæmi um það er ef fólk með lofthræðslu þyrfti að standa á svölum á 8. hæð í blokk til lengri tíma. Þessi aðferð virkar yfirleitt hraðar en hinar tvær, en erfiðara er að fá skjólstæðinga til að gangast undir slíka meðferð. Til þess að gera flæði bærilegra fyrir skjólstæðinga hefur stundum verið notast við sýndarveruleikatækni, þar sem fólk er látið takast á við það sem það óttast í sýndarheimi, en ekki í raunveruleikanum.

Kvíðastillandi lyf geta dregið úr kvíða og hræðslu hjá fólki með fælni, en áhrifin eru ekki langvarandi. Atferlismeðferð virðist aftur á móti hjálpa fólki að losna við fælni til frambúðar.

Heimildir...