Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvaða sníkjudýr er þetta sem finnst í síldinni núna?

Jón Már Halldórsson

Sníkjudýrið Ichthyophonus hoferi er svipudýr (Choanoflagellata) í fiskum. Alls hefur þetta sníkjudýr fundist í meira en 70 fisktegundum, aðallega kaldsjávartegundum. Ichthyophonus hoferi hefur meðal annars fundist í laxi, síld og ýmsum tegundum flatfiska. Sníkillinn hefur valdið talsverðum skaða í lax- og silungseldi víða um heim.


Sýkt síld og síldarflök.

Sníkjudýrið berst í meltingarveg fiska með gróum á dvalarstigi. Þar opnast gróið og dýrið borar sig í gegnum meltingaveginn og dreifist með blóðrásinni um líkama fisksins. Því næst sest það að í líffærum, sérstaklega þeim sem blóðrennsli er mikið um, svo sem hjarta, nýru, lifur og milta, en sníkjudýrið kemur sér einnig fyrir í vöðvum. Ichthyophonus hoferi myndar blöðrur sem stækka hratt og þar inni fjölgar sníkjudýrið sér hratt og myndar ný hvíldargró sem eru tilbúin til að koma sér fyrir í nýjum hýsli. Sýkingin veldur blæðingum og skemmdum í líffærum sem leiða oft til dauða. Dánartíðnin er þó misjöfn eftir fisktegundum. Hún virðist vera há í síld en einnig í skarkola (Pleuronectes platessa).

Sýkingar í síldarstofnum á Norður-Atlantshafi af völdum Ichthyophonus hoferi eru vel þekktar á undanförnum áratugum. Síðan 1850 eru þekktar 7-8 miklir faraldrar í síldarstofnunum í NV-Atlantshafi. Sá sem stendur okkur næst er faraldurinn sem kom upp í norsk-íslenska síldarstofninum um 1991-1992. Um svipað leyti var faraldur í síldarstofninum í Norðursjó. Svo virðist sem þessir faraldrar hafi staðið yfir í um 2 ár. Faraldurinn var svo slæmur í síldarstofninum í Norðursjó 1991 að við stendur Danmerkur rak dauða síld á strendur í gríðalegu magni.

Hafrannsóknastofnun fylgdist á árunum 1991 til 2000 með tíðni Ichthyophonus-sýkingar í íslensku sumargotssíldinni en nú er faraldur í henni. Tíðni sýkingar var lág á þessum árum eða að meðaltali ein síld af hverjum þúsund. Engu að síður var sníkjudýrið til staðar í stofninum. Slíkt telst eðlilegt í villtum dýrastofnum en eitthvað hefur valdið því að faraldur hefur orðið í síldarstofninum.

Helstu einkenni sýkingar af völdum Ichthyophonus hoferi eru gulleitir bólgublettir í innri líffærum og vöðvum. Súr lykt getur einnig verið af holdinu.

Heimildir og mynd:
  • Ichthyophonus hoferi – sníkjudýr í fiskum, frétt á vef Hafrannsóknastofnunarinnar.
  • Alexander V. Zubchenko and Tatjana A. Karaseva. "Ichthyophonus hoferi as One of Possible Causes of Increased Marine Mortality in Post-Smolts of Atlantic Salmon." Knipovich Polar Research Institute of Marine Fisheries and Oceanography (PINRO). NPAFC Technical Report No. 4.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

8.12.2008

Spyrjandi

Stefán Einarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða sníkjudýr er þetta sem finnst í síldinni núna?“ Vísindavefurinn, 8. desember 2008. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=50553.

Jón Már Halldórsson. (2008, 8. desember). Hvaða sníkjudýr er þetta sem finnst í síldinni núna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50553

Jón Már Halldórsson. „Hvaða sníkjudýr er þetta sem finnst í síldinni núna?“ Vísindavefurinn. 8. des. 2008. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50553>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða sníkjudýr er þetta sem finnst í síldinni núna?
Sníkjudýrið Ichthyophonus hoferi er svipudýr (Choanoflagellata) í fiskum. Alls hefur þetta sníkjudýr fundist í meira en 70 fisktegundum, aðallega kaldsjávartegundum. Ichthyophonus hoferi hefur meðal annars fundist í laxi, síld og ýmsum tegundum flatfiska. Sníkillinn hefur valdið talsverðum skaða í lax- og silungseldi víða um heim.


Sýkt síld og síldarflök.

Sníkjudýrið berst í meltingarveg fiska með gróum á dvalarstigi. Þar opnast gróið og dýrið borar sig í gegnum meltingaveginn og dreifist með blóðrásinni um líkama fisksins. Því næst sest það að í líffærum, sérstaklega þeim sem blóðrennsli er mikið um, svo sem hjarta, nýru, lifur og milta, en sníkjudýrið kemur sér einnig fyrir í vöðvum. Ichthyophonus hoferi myndar blöðrur sem stækka hratt og þar inni fjölgar sníkjudýrið sér hratt og myndar ný hvíldargró sem eru tilbúin til að koma sér fyrir í nýjum hýsli. Sýkingin veldur blæðingum og skemmdum í líffærum sem leiða oft til dauða. Dánartíðnin er þó misjöfn eftir fisktegundum. Hún virðist vera há í síld en einnig í skarkola (Pleuronectes platessa).

Sýkingar í síldarstofnum á Norður-Atlantshafi af völdum Ichthyophonus hoferi eru vel þekktar á undanförnum áratugum. Síðan 1850 eru þekktar 7-8 miklir faraldrar í síldarstofnunum í NV-Atlantshafi. Sá sem stendur okkur næst er faraldurinn sem kom upp í norsk-íslenska síldarstofninum um 1991-1992. Um svipað leyti var faraldur í síldarstofninum í Norðursjó. Svo virðist sem þessir faraldrar hafi staðið yfir í um 2 ár. Faraldurinn var svo slæmur í síldarstofninum í Norðursjó 1991 að við stendur Danmerkur rak dauða síld á strendur í gríðalegu magni.

Hafrannsóknastofnun fylgdist á árunum 1991 til 2000 með tíðni Ichthyophonus-sýkingar í íslensku sumargotssíldinni en nú er faraldur í henni. Tíðni sýkingar var lág á þessum árum eða að meðaltali ein síld af hverjum þúsund. Engu að síður var sníkjudýrið til staðar í stofninum. Slíkt telst eðlilegt í villtum dýrastofnum en eitthvað hefur valdið því að faraldur hefur orðið í síldarstofninum.

Helstu einkenni sýkingar af völdum Ichthyophonus hoferi eru gulleitir bólgublettir í innri líffærum og vöðvum. Súr lykt getur einnig verið af holdinu.

Heimildir og mynd:
  • Ichthyophonus hoferi – sníkjudýr í fiskum, frétt á vef Hafrannsóknastofnunarinnar.
  • Alexander V. Zubchenko and Tatjana A. Karaseva. "Ichthyophonus hoferi as One of Possible Causes of Increased Marine Mortality in Post-Smolts of Atlantic Salmon." Knipovich Polar Research Institute of Marine Fisheries and Oceanography (PINRO). NPAFC Technical Report No. 4.
...