Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvort er þörf á gagnsæi eða gegnsæi þegar allir hlutir eiga að liggja ljósir fyrir?

Forliðurinn gagn- hefur fleiri en eina merkingu. Í fyrsta lagi merkir hann ‘gegn-, and-, mót-, hvor gegn öðrum’ og er þá notaður í orðum eins gagnrök, gagnkvæmur, gagnstæður. Í öðru lagi er merkingin ‘gegnum’ eins og í gagnsær og í þriðja lagi ‘gjör-, mjög’ eins og í gagnkunnugur.

Forliðurinn gegn- er notaður í merkingunni ‘gegnum’ eins og í gegnsær, gegnblautur. Forliðirnir hafa því að hluta til sömu merkingu, það er merkingin í lið tvö í gagn- er hin sama og í gegn-.


Orðin gagnsær og gegnsær eru bæði notuð á sama hátt um það sem hægt er að sjá í gegnum. Hér er gagnsætt heimili, glerhýsi eftir arkitektinn Philip Johnson.

Lýsingarorðið gagnsær er samkvæmt Ritmálssafni Orðabókarinnar eldra en gegnsær og eru elstu dæmi frá lokum 18. aldar. Dæmi um nafnorðið gagnsæi eru heldur yngri eða frá miðri 19. öld. Elstu dæmi um gegnsær í safninu eru frá miðri 19. öld en um nafnorðið gegnsæi frá lokum 19. aldar. Orðin eru bæði notuð á sama hátt um það sem hægt er að sjá í gegnum.

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Ég rakst á orðið "gagnsæi" þegar ég hóf störf í viðskiptageiranum. Hafði áður bara notað og séð orðið "gegnsæi" sem mér finnst meira lýsandi orð, það er að segja þegar verið er að tala um að hafa allt uppi á borðum. Gagnsæi finnst mér vísa til þess að eitthvað gagn sé af einhverju fyrirkomulagi eða eitthvað slíkt. Er þetta notað jöfnum höndum eða er verið að nota orðið gagnsæi vegna misskilnings?

Útgáfudagur

10.2.2009

Spyrjandi

Halldór Birgir Jóhannsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvort er þörf á gagnsæi eða gegnsæi þegar allir hlutir eiga að liggja ljósir fyrir?“ Vísindavefurinn, 10. febrúar 2009. Sótt 16. febrúar 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=50677.

Guðrún Kvaran. (2009, 10. febrúar). Hvort er þörf á gagnsæi eða gegnsæi þegar allir hlutir eiga að liggja ljósir fyrir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50677

Guðrún Kvaran. „Hvort er þörf á gagnsæi eða gegnsæi þegar allir hlutir eiga að liggja ljósir fyrir?“ Vísindavefurinn. 10. feb. 2009. Vefsíða. 16. feb. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50677>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Þorsteinn Vilhjálmsson

1940

Þorsteinn Vilhjálmsson er prófessor emeritus við Háskóla Íslands í eðlisfræði með vísindasögu sem rannsóknasvið. Hann hefur einkum stundað rannsóknir og ritstörf um sögu eðlisvísinda á nýöld og um sögu stjörnufræði, tímatals og siglingakunnáttu á Norðurlöndum á miðöldum.