
Lýsingarorðið gagnsær er samkvæmt Ritmálssafni Orðabókarinnar eldra en gegnsær og eru elstu dæmi frá lokum 18. aldar. Dæmi um nafnorðið gagnsæi eru heldur yngri eða frá miðri 19. öld. Elstu dæmi um gegnsær í safninu eru frá miðri 19. öld en um nafnorðið gegnsæi frá lokum 19. aldar. Orðin eru bæði notuð á sama hátt um það sem hægt er að sjá í gegnum. Mynd: Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Ég rakst á orðið "gagnsæi" þegar ég hóf störf í viðskiptageiranum. Hafði áður bara notað og séð orðið "gegnsæi" sem mér finnst meira lýsandi orð, það er að segja þegar verið er að tala um að hafa allt uppi á borðum. Gagnsæi finnst mér vísa til þess að eitthvað gagn sé af einhverju fyrirkomulagi eða eitthvað slíkt. Er þetta notað jöfnum höndum eða er verið að nota orðið gagnsæi vegna misskilnings?