Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu gott er þefskyn hákarla og ráðast þeir á særða hákarla?

Jón Már Halldórsson

Hákarlar (Selachimorpha) finna vel lykt af útþynntu blóði í vatni enda er þefskynið þeirra helsta skynfæri. Rannsóknir hafa sýnt að þefskyn hákarlategunda er mismunandi en að öllu jöfnu er það afar gott. Sumar tegundir skynja blóð í vatnsmassa þar sem styrkurinn er aðeins ein sameind í einni milljón sameindum af vatni, en það jafngildir því að greina einn blóðdropa í 94 lítrum af vatni. Fæðuleit margra hákarla fer þannig fram að þeir "þefa" af vatninu og þegar þeir finna lykt af blóði þá rekja þeir slóðina, líkt og hundar.


Hákarlar.

Spyrjandinn vill vita úr hversu mikilli fjarlægð hákarlar finna blóðlykt. Slíkt fer mjög eftir aðstæðum. Sumir halda því fram að þeir skynji blóð úr margra km fjarlægð, þá líklega við bestu aðstæður. Það er alls ekki ólíklegt en það verður að hafa í huga að menn finna lykt af reyk úr meira en km fjarlægð við bestu aðstæður, engu að síður er þefskyn mannsins alls ekki gott miðað við margar aðrar dýrategundir. Hitastig, straumar og hversu mikið blóð streymir úr særðu eða dauðu dýri eru þættir sem hafa áhrif í þessu tilliti.

Þess má geta að hákarlar skynja ekki einungis blóð heldur einnig flestar gerðir amínósýra, en þær losna úr hræjum. Rannsóknir hafa sýnt að þessar sameindir kalla fram viðbrögð í taugakerfi hákarla.

Í fjölmörgum tilvikum vita menn til þess að særður hákarl hefur verið rifinn á hol og étinn af einstaklingum eigin tegundar.

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hákarlar geta fundið blóðlykt í sjónum langa vegalengd, að minni vitneskju. Ef skorið er í hákarl og honum blæðir, laðast aðrir hákarlar að þeirri lykt, ráðast þeir á hann eða gerist kannski ekki neitt?

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

9.1.2009

Spyrjandi

Arnór Þrastarson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hversu gott er þefskyn hákarla og ráðast þeir á særða hákarla?“ Vísindavefurinn, 9. janúar 2009, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50692.

Jón Már Halldórsson. (2009, 9. janúar). Hversu gott er þefskyn hákarla og ráðast þeir á særða hákarla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50692

Jón Már Halldórsson. „Hversu gott er þefskyn hákarla og ráðast þeir á særða hákarla?“ Vísindavefurinn. 9. jan. 2009. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50692>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu gott er þefskyn hákarla og ráðast þeir á særða hákarla?
Hákarlar (Selachimorpha) finna vel lykt af útþynntu blóði í vatni enda er þefskynið þeirra helsta skynfæri. Rannsóknir hafa sýnt að þefskyn hákarlategunda er mismunandi en að öllu jöfnu er það afar gott. Sumar tegundir skynja blóð í vatnsmassa þar sem styrkurinn er aðeins ein sameind í einni milljón sameindum af vatni, en það jafngildir því að greina einn blóðdropa í 94 lítrum af vatni. Fæðuleit margra hákarla fer þannig fram að þeir "þefa" af vatninu og þegar þeir finna lykt af blóði þá rekja þeir slóðina, líkt og hundar.


Hákarlar.

Spyrjandinn vill vita úr hversu mikilli fjarlægð hákarlar finna blóðlykt. Slíkt fer mjög eftir aðstæðum. Sumir halda því fram að þeir skynji blóð úr margra km fjarlægð, þá líklega við bestu aðstæður. Það er alls ekki ólíklegt en það verður að hafa í huga að menn finna lykt af reyk úr meira en km fjarlægð við bestu aðstæður, engu að síður er þefskyn mannsins alls ekki gott miðað við margar aðrar dýrategundir. Hitastig, straumar og hversu mikið blóð streymir úr særðu eða dauðu dýri eru þættir sem hafa áhrif í þessu tilliti.

Þess má geta að hákarlar skynja ekki einungis blóð heldur einnig flestar gerðir amínósýra, en þær losna úr hræjum. Rannsóknir hafa sýnt að þessar sameindir kalla fram viðbrögð í taugakerfi hákarla.

Í fjölmörgum tilvikum vita menn til þess að særður hákarl hefur verið rifinn á hol og étinn af einstaklingum eigin tegundar.

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hákarlar geta fundið blóðlykt í sjónum langa vegalengd, að minni vitneskju. Ef skorið er í hákarl og honum blæðir, laðast aðrir hákarlar að þeirri lykt, ráðast þeir á hann eða gerist kannski ekki neitt?

Mynd:...