Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:51 • Sest 07:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:39 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað merkir orðið skríll og hvaðan er það komið?

Guðrún Kvaran

Orðið skríll í merkingunni ‘ruslaralýður, siðlaus múgur’ þekkist í málinu frá því á 17. öld. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:863) virðist það ekki eiga sér neinar beinar samsvaranir í öðrum skyldum málum og uppruninn er því ekki fullljós.


Orðið skríll gæti verið tengt sögninni skría sem er notuð um kríugarg. Eins gæti það tengst lýsingarorðinu skríl(a)þurr sem notað er um hey sem skrjáfar í. Myndin er af mótmælendum á Austurvelli 17. janúar 2009.

Ásgeir giskar helst á skyldleika við sögnina skría sem notuð er í merkingunni ‘garga’ um kríu, sögnina skríkja ‘skrækja, hlæja’ og skrimta í merkingunni ‘umla, æmta’ og að upprunalega merking orðsins skríll hefði þá hugsanlega verið ‘hávaði, óp; æpandi lýður’. Ef svo er telur hann það geta tengst lýsingarorðinu skríl(a)þurr sem einkum er notað um skraufþurrt hey, hey sem skrjáfar í.

Mynd:

  • Nei. Sótt 2.2.2009.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

2.2.2009

Spyrjandi

Ingi Hauksson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðið skríll og hvaðan er það komið?“ Vísindavefurinn, 2. febrúar 2009. Sótt 25. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=50694.

Guðrún Kvaran. (2009, 2. febrúar). Hvað merkir orðið skríll og hvaðan er það komið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50694

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðið skríll og hvaðan er það komið?“ Vísindavefurinn. 2. feb. 2009. Vefsíða. 25. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50694>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir orðið skríll og hvaðan er það komið?
Orðið skríll í merkingunni ‘ruslaralýður, siðlaus múgur’ þekkist í málinu frá því á 17. öld. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:863) virðist það ekki eiga sér neinar beinar samsvaranir í öðrum skyldum málum og uppruninn er því ekki fullljós.


Orðið skríll gæti verið tengt sögninni skría sem er notuð um kríugarg. Eins gæti það tengst lýsingarorðinu skríl(a)þurr sem notað er um hey sem skrjáfar í. Myndin er af mótmælendum á Austurvelli 17. janúar 2009.

Ásgeir giskar helst á skyldleika við sögnina skría sem notuð er í merkingunni ‘garga’ um kríu, sögnina skríkja ‘skrækja, hlæja’ og skrimta í merkingunni ‘umla, æmta’ og að upprunalega merking orðsins skríll hefði þá hugsanlega verið ‘hávaði, óp; æpandi lýður’. Ef svo er telur hann það geta tengst lýsingarorðinu skríl(a)þurr sem einkum er notað um skraufþurrt hey, hey sem skrjáfar í.

Mynd:

  • Nei. Sótt 2.2.2009....